Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 15
A miklu meira inni
„Ég veit að ég á miklu meira inni.
Ég stefni að meti og er alveg harður á
því,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson,
HSK, þegar Skinfaxi ræddi við hann.
Vésteinn setti landsmótsmet, kastaði
kringlunni 63 metra og vann besta af-
rek karla á mótinu. Hann tók sig svo til
á Meistaramóti fslands í frjálsum
íþróttum skömmu síðar, kastaði 62,34
og setti meistaramótsmet.
Vésteinn hefur verið undir talsverðri
pressu í sumar, því áhorfendur hafa
beðið eftir nýju íslandsmeti og ekki
farið dult með það.
„Mér finnst það ágætt,“ sagði hann.
„Maður á að nota pressuna á jákvæðan
hátt. Ef maður notar hana neikvætt, þá
fer allt í mínus, sérstaklega í greinum
eins og kringlu, sem byggir á mikilli
tækni. Ég er mjög ánægður með að
hafa sett meistarmótsmet nú og lands-
mótsmet á landsmótinu, þannig að ég
er bara alsæll. Nú vantar bara Islands-
metið. En það kemur.“
Vésteinn sagðist vera fæddur og
uppalinn í ungmennafélagshreyfing-
unni. „Ég er mikill ungmennafélagi í
mér og stefni á að vera áfram í hreyf-
ingunni og vinna í henni eftir að ég
hætti keppni.“
Öflugt tilboð
-Hefur það aldrei freistað þín að
ganga til liðs við önnur félög? Hafa
þau ekki farið á fjörurnar við þig?
„Jú, ég hef fengið það öflugasta til-
boð sem um getur í íslenskri íþrótta-
sögu, alla vega á frjálsíþróttasviðinu,
frá einu Reykjavíkurfélaganna. Ég
hafnaði því eingöngu vegna þess að ég
er alinn upp í ungmennafélagshreyf-
ingunni og lét peningamálin ekki ráða
ferðinni. Þetta hefði tryggt mér rniklu
betri fjárhagslega afkomu, en ég bý við
nú. En ég sagði: nei takk, því andinn er
á réttum stað! Ég hef fengið það mik-
inn stuðning frá foreldrum mínum og
fjölskyldu, HSK og Umf. Selfoss í
gegnum árin, að ég tel það ekki þess
virði að falla fyrir peningunum. Það er
- segir Vésteinn Hafsteinsson
,,Islandsmetið kemur,“ segir Vésteinn Haf-
steinsson.
framtíð eftir kringluna og ef ég sný
baki við öllum þeim sem hafa stutt mig
í gegnum árin, þá skil ég ósköp vel að
það fólk vilji ekki fá mig til baka ef ég
vil til dæmis verða þjálfari. Ég kann að
meta þann stuðning sem fólk hefur
veitt mér í gegnunt árin. Hlutirnir ger-
ast ekki að sjálfu sér í þessu tilliti frek-
ar en öðru.“
Vésteinn sagðist stöðugt vera að
bæta sig, þótt hann sé að verða 34 ára,
eins og hann orðar það. „Meðaltalið í
ár er mitt besta fyrr og síðar. Eins og
þetta stendur núna, þá lítur það vel út.
Ég hef verið í 62-64 metrum að undan-
förnu. Ef maður er alltaf þar, þá kemur
að 67-68 einhvem tíma á góðum degi
þegar aðstæður eru góðar. A æfingu
nýlega kastaði ég fimm köst yfir 67.
Það þýðir að ég á að geta það á móti
og ég er alveg staðráðinn í að gera
það.“
Vésteinn hefur þegar gert áætlun
fyrir næstu tvö árin, fram að Olympíu-
leikunum í Atlanta. „Ég ætla ekki að
gefa neinar yfirlýsingar lengra fram í
tímann. Ég stefni á næstu tvö árin og
hef trú á að það verði mín bestu ár. ‘ ‘
Enginn barlómur
„Ég er ekki einn þeirra sem barma
mér yfir bágri stöðu frjálsra íþrótta. I
dag standa málin ekki eins illa og
margir vilja vera að láta. Þau standa
illa í Reykjavík, því ÍR og KR, stór-
veldin frá því í gamla daga, eru tiltölu-
lega dauð félög. Mér finnst það vera í
verkahring Frjálsíþróttasambandsins
að gera eitthvað í því máli. En mitt fé-
lag, og fleiri, hafa aldrei verið betri.
Áætlunin FRÍ 2000 er rnjög jákvætt
spor. Þetta er í fyrsta skipti sem slík á-
ætlun er sett fram og fólk þarf að gefa
henni tækifæri til að sjá hvort hún
gengur ekki upp.
Eg held að hér sé nóg af fólki sem
náð getur árangri á alþjóða mæli-
kvarða. Hér eru einnig margir ungir og
efnilegir þjálfarar. En það eru kyn-
slóðaskipti framundan. Kastararnir
hafa staðið sig best á alþjóðlegum inót-
um. Ég er ekkert frá því að það komi
afreksmenn upp í einhverjum öðrum
greinum núna. Ég get nefnt Jón Amar,
sem hefur alla burði til þess að skipa
sér í röð þeirra albestu í heiminum. Ég
vona bara að hann geri það.“
Vésteinn sagðist vilja nefna hve
ungmennafélagshreyfingin stæði vel að
fjöldaþátttöku á ýmsum sviðum.
„Andinn á landsmótum UMFÍ er
allt annar en á öðrum slíkum mótum
því þarna koma allir ungmennafélagar
sem vettlingi geta valdið. Hreyfingin
heldur uppi frjálsíþróttastarfseminni úti
á landsbyggðinni. Það er víða góður
byr, svo sem á HSK- svæðinu, í Borg-
amesi og hjá fleiri samböndum. Þannig
að þetta er til og verður til, -þrátt fyrir
breytt þjóðfélag. ‘ ‘
Skinfaxi
15