Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1994, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.08.1994, Qupperneq 17
Guðmundur Smári Ólafsson skrifar um úrslit í júdó: Margar afbragðs glímur í júdó mættu keppendur frá fjórum aðildarfélögum, HSK, HSH, UMFG og UMFK. Meðal keppenda voru margir bestu júdómenn landsins, margir nú- verandi og fyrrverandi Islands- meistarar, auk Norðurlandameist- arans Sigurðar Bergmann úr UMFG. Eftir að greinarstjórinn hafði sett mótið, tók keppnisstjór- inn, Kristján Hjelm, við stjórn þess og fórst honum það með af- brigðum vel úr hendi. í léttasta flokknum -70.1 kg voru margir ungir og efnilegir keppendur, sem voru ákveðnir í að sigra gömlu refina, þá Gunnar Jóhannesson og Hilmar Björnsson. En reynslan vegur jafnan þungt þegar menn glíma og þannig fór að Gunnar sigraði, en Hilm- ar varð í 2. sæti. Mikil barátta í -78 kg flokki var mikil barátta. Fjórir keppendur ætluðu sér gullið og ekkert annað. Elsti júdókeppandinn, Jóhannes Haraldsson, nýtti reynslu sína til hins ítrasta en úthaldsskortur varð honum einna helst að falli gegn sér mun yngri mönnum. Jóhannes hafnaði að lokum í 4. sæti, sem verður að teljast viðunandi, því flokkurinn er firna sterkur. Sigurvegari flokksins, Bergur Pálsson, HSK, sigraði allar sín- ar glímur, sem voru miklar baráttu- glímur, enda studdur vel af heima- mönnum. Dómaraúrskurður í +78 kg flokki voru Suðurnesja- mennirnir sterku, Sigurður Bergmann og Magnús Hauksson, í nokkrum sér- flokki. Úrslitaglíma þeirra var æsispennandi og kom það nokkuð á ó- vart þar sem Sigurður er núverandi Is- lands- og Norðurlandameistari í yfir- þungavigt, en Magnús, sem er marg- faldur íslandsmeistari, hefur lítið keppt undanfarin ár. Eftir að þessir firnsterku Stig keppenda í júdó komu félögum þeirra ekki til góða, þar sem ekki reyndist vera þdtt- takafrá nœgilega mörgumfélögum. menn höfðu glímt í fullar fimm mínút- ur af miklum krafti, hafði hvorugum tekist að skora. Því kom til dómaraúr- skurðar og dæmdu dómarar Sigurði einróma sigur. Þáttur dómara var mjög stór í þessu móti eins og jafnan í íþróttakeppni. Þeir dæmdu af miklu öryggi og er Ijóst að dómaranefnd ÍSÍ er að gera góða hluti undir stjórn hins kunna júdó- kappa, Sigurðar Kr. Jóhannssonar. Hnökralaust mót Mótið tókst í alla staði með ágætum og gekk hnökralaust fyrir sig. HSK sigraði heildarstigakeppnina og er það í fyrsta sinn sem HSK vinnur júdó- keppnina á landsmóti, en sigurvegari undanfarinna landsmóta, UMFG, varð í 2. sæti. Það urðu keppendum hins vegar mikil vonbrigði þegar í ljós kom, að þau stig sem þeir höfðu aflað komu fé- lögum þeirra ekki til góða. Þar komu til reglur sem kveða á um að keppend- ur skuli vera frá fimm félögum til að stig teljist gild. Þessar reglur samræm- ast varla hinum sanna ungmenna- félagsanda sem jafnan ríkir á lands- mótum. Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.