Skinfaxi - 01.08.1994, Side 19
Eiríkur Ágústsson:
Mikil körfuboltaveisla
Það var allt lagt undir í úrslitunum í körfunni, enda voru viðkomandi lið búin að standa ým-
islegt afsér til að ná svo langt, svo sem hörku forkeppni.
Það kom fljótlega í ljós þegar undir-
búningur fyrir körfuboltakeppnina
vegna landsmótsins hófst, að þetta mót
yrði með talsvert öðru sniði en fyrri
landsmót. Það sem helst ber að nefna
er að fjöldi liða sem skráðu sig var
meiri en nokkru sinni fyrr. Einnig var
af flestum talið að fleiri sterk lið væru í
þessum hóp en áður.
I upphafi skráðu 18 lið sig til keppni
og þá var einsýnt að eitthvað þyrfti að
gera til að fækka þeim, því á sjálfu
landsmótinu yrði útilokað að koma öll-
um þeim leikjum fyrir sem þyrfti, ef
öll þessi lið mættu. Því var ákveðið að
hafa forkeppni þar sem átta efstu liðin
kæmust í úrslitakeppnina á sjálfu
landsmótinu.
Niðurstaðan úr þessari forkeppni
varð sú, að úrvalsdeildarliðin og 1.
deildarliðin sem mættu til leiks komust
öll áfram, en riðlaskipunin varð hins
vegar að mati margra nokkuð athyglis-
verð þar sem Suðurnesjaliðin lentu öll
saman í riðli ásamt Snæfelli. En riðl-
arnir í úrslitakeppninni urðu sem hér
segir:
A-riðill B-riðill
UMSB UMFN
UÍA UMFG
UMSS UMFK
UMSK HSH
í A-riðli var talið að baráttan yrði
milli UMSB og UMSS. Fentu þessi lið
saman í fyrsta leik og var þar um
hreint ótrúlega spennu að ræða. En
lokatölumar urðu 99:100 fyrir UMSB.
Hjá UMSS skoraði Ómar Sigmarsson
37 stig, en hjá liði UMSB voru þeir
stigahæstir Ari Gunnarsson með 23
stig og Henning Henningsson með 22
stig. Eftir þennan leik var leið UMSB
nokkuð létt í úrslitaleikinn og hjá
UMSS í leikinn um 3. sætið. UMSK
sigraði síðan UÍA 79:69 í viðureign
þessara liða og lék því lið UMSK um
5. sætið, en UÍA var úr leik, þar sem
ekki var spilað um 7.-8. sætið.
Oft mjótt á mununum
í B-riðlinum var talið að slagurinn
stæði milli Grindavíkur, Njarðvíkinga
og Keflvíkinga og Snæfell var til alls
líklegt. Keflvíkingar voru með unga og
spræka stráka, en þeir eldri og reyndari
mættu ekki. Það sem háði þessu liði
var, að þeir voru yfirleitt ekki nema 6-
7 á leikskýrslu og lentu því í miklum
villuvandræðum og þurftu því að ljúka
leikjum með ekki fullskipað lið inni á
vellinum. Það er skemmst frá að segja
að úrslitaleikurinn í þessum riðli var á
milli UMFG og UMFN. Þessi leikur
endaði með sigri UMFG 115:104 og
var hann jafnari en þessar tölur gefa til
kynna. Stigahæstir í þessum leik voru
Jóhannes Kristbjörnsson, UMFN, með
46 stig, Marel Guðlaugsson, UMFG,
með 24 stig, Hjörtur Harðarson,
UMFG, með 23 stig og Valur Ingi-
mundarson, UMFN, með 23 stig. Leik-
urinn um neðri sætin í þessum riðli var
því milli HSH og UMFK. Var þetta
hörkuleikur og lokatölur hans 103:100
fyrir UMFK. HSH kærði leikinn og var
þeim dæmdur sigur í honum. HSH lék
því um 5.-6. sætið, en UMFK var úr
leik. Urslitaleikurinn um 5,- 6. sætið
var því milli UMSK og HSH. Endaði
hann með sigri HSH 80:74.
Leikurinn um 3.-4. sætið var milli
UMFN og UMSS. Lauk honum með
sigri UMFN, en lokastigin urðu
101:91.
Úrslitaleikurinn var svo milli
UMFG og UMSB. Var þar um hörku-
leik að ræða. Grindvíkingar leiddu
mest allan tímann, en þó var oft mjótt á
mununum. Endaði leikurinn með sigri
þeirra og urðu lokatölurnar UMFG 83
stig, UMSB 77 stig. Grindvíkingar
urðu því landsmótsmeistarar og Borg-
nesingar í 2. sæti. Stigahæstu leikmenn
úrslitaleiksins urðu: Hjörtur Harðar-
son, UMFG, 25 stig, Alexander
Ermonlinski, UMSB, 25 stig, Ari
Gunnarsson, UMSB, 23 stig og Pétur
Guðmundsson, UMFG, 19 stig.
Lokaröð liða á landsmótinu á Laug-
arvatni varð því þessi:
1. UMFG
2. UMSB
3. UMFN
4. UMSS
5. HSH
6. UMSK
7.-8. UÍA
7.-8. UMFK
Það má segja að lokum að ekkert
hafi komið sérstaklega á óvart nema þá
helst útkoma liðs Keflavíkur sem lenti
í 7.-8 sæti. Að sjálfsögðu bar keppnin
þess augljóslega merki að hún var á
miðju sumri og liðin því ekki í sama
formi og meðan á íslandsmótinu stend-
ur. Einnig vantaði ýmsa lykilmenn í
flest liðin. Samt má segja að keppnin
hafi staðið vel fyrir sínu og áhorfendur
fengið heilmikla körfuboltaveislu á
stuttum tíma.
Skinfaxi
19