Skinfaxi - 01.08.1994, Side 20
„Kvennakeppnin nú var ekki svipur hjá sjón miðað við landsmótið í Mosfellsbœ, “ segir
Einar m.a.
Einar Sigurðsson skrifar um úrslit í knattspyrnu:
HSB var lið keppninnar
Knattspyrna á landsmóti var að
þessu sinni fjörleg, mörg mörk skoruð
og óvænt úrslit litu dagsins ljós bæði í
karla- og kvennakeppninni. Það setur
þó svip á knattspymukeppnina á lands-
mótinu að íslandsmótið í knattspyrnu
stendur sem hæst og sum sambandanna
sjá sér ekki fært að senda sitt besta lið
á landsmótið. Knattspyrnusamband ís-
lands hefur ekki viljað taka tillit í nið-
urröðun sinni til landsmótanna hvorki
nú né á fyrri landsmótum. Þennan þátt
verða aðildarfélögin að vinna innan
KSI til að knattspyrna á landsmóti nái
þeim sess sem hún á skilið.
Unnu verðskuldað
Njarðvíkingar unnu nokkuð óvænt-
an en verðskuldaðan sigur á Keflvík-
ingum í úrslitaleik í karlakeppninni.
Sigur Njarðvíkinga var sigur liðsheild-
arinnar, en þeir tefldu fram sama liði
og þeir hafa teflt fram í fjórðudeildar-
keppninni í sumar, en Keflvíkingar
voru með sambland af leikmönnum
sem leika í 1. deild og með 2. flokki.
Þessi samblanda Keflvíkinga gekk
ekki upp gegn sterkri liðsheild Njarð-
víkinga. I leik um 3. sæti sigraði ungt
lið UMSK fjörlegt lið HSB, en UMSK
tefldi fram flokki UBK. Þessi tilhögun
UMSK fellur að hugmynd sumra að
keppnislið í knattspyrnu miðist við
leikmenn í 2. flokki en ekki í meistara-
flokki. Þessari hugmynd hefur oft ver-
ið haldið á lofti, en knattspyrnukeppni
á landsmótum er oft ekki svipur hjá
sjón miðað við að í öðrum íþrótta-
greinum er leitast við að tefla fram því
allra besta sem samböndin eiga. í leik
um 5. sætið sigraði lið HSH lið UÍÓ í
vítaspyrnukeppni eftir að jafnt hafði
verið í venjulegum leiktíma.
Eins og fyrr segir var karlakeppnin
ofl á tíðum fjörleg og mikið skorað af
mörkum. Njarðvíkingar gerðu vel í því
að sigra keppnina, en lið keppninnar
verður samt að teljast stórskemmtilegt
lið HSB sem lét leikgleðina ráða í
leikjunum og gerði að meðaltali fimm
mörk í leik. Fyrirmyndarlið sem
skemmti með fjörlegum leikjum.
Ekki svipur hjá sjón
Kvennakeppnin nú var ekki svipur
hjá sjón miðað við landsmótið í Mos-
fellsbæ. Sömu helgi var sett á heil um-
ferð í 1. deild og því var til dæmis lið
UMSK mestmegins skipað kornungum
stúlkum og var því fall þess mikið frá
síðasta móti. Þá mætti lið USÚ ekki til
leiks, en því var spáð góðu gengi á
mótinu.
Stór plús
Lið UIA sigraði örugglega í kvenna-
keppninni, en það var að mestu skipað
leikmönnum í Hetti. Höttur leikur sem
kunnugt er í 1. deild og átti leik í deild-
inni á laugardeginum, en fékk honum
frestað án vandræða. UIA fær stóran
plús fyrir þessa ráðstöfun. UMSS
hreppti 2. sætið, UMSK það 3. og
HSH það 4.
Að lokum skal þess getið að margir
af þeim dómurum sem störfuðu á mót-
inu dæma í efstu deildum íslandsmóts-
ins og er þar þáttur Suðurnesjamanna
stór.
Það má því segja að knattspyrnu-
keppnin hafi farið vel og löglega fram.
20
Skinfaxi