Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 8
Landsmótið í Borgarnesi Kristmar er bjartsýnn á að framkvœmdum Ijúki tímanlega fyrir mótið og finnst gott að þurfa ekki að hafa áhuggjur af þeim. •X X |/| nX / i / rið að lita oðruvisi a þessar framkvæmdir Undirbúningur fyrir Landsmótið í Borgarnesi sem haldið verður næsta sumar er nú kominn vel af stað. Kristmar Olafsson, framkvæmdastjóri mótsins, er þessa dagana að koma sér fyrir á skrifstofu UMSB en hann starfar sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Skallagríms á sumrin. Kristmar settist niður með blaðamanni og spjallaði um undirbúninginn. Hvernig bar það að að þú sóttir um framkvæmdastjórastarfið? „Eg sá bara auglýsinguna í Mogganum eins og aðrir en fyrst þegar ég heyrði á þetta minnst var ég á UMSB-þingi hérna í Borganesi þar sem Ingimundur sagði frá því að það ætti að fara að auglýsa. Ég vissi því kannski af þessu tveimur dögum fyrr en flestir." Nú þarf mikið að undirbúa fyrir stórt mót eins og þetta, kvíður þú allri vinnunni? „Ég kvíð nú ekki beint fyrir henni en maður veit vel að síðustu mánuðirnir fyrir mót verða ansi erfiðir og það verður mikil vinna. Við verðum nota þann tíma vel sem við höfum og reyna að klára þá hluti sem hægt er að klára núna en þá ættum við ekki að lenda í neinum verulegum vandræðum þegar nær dregur móti. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því þótt ég sé framkvæmdastjóri hérna að þetta er mál allrar stjórnarinnar, allra félaga innan UMSB og í rauninni allrar hreyfingar- innar. Aðalmálið er að fá fólk til að vinna að þessu með okkur og ég hef ekki trú á því að það verði neitt mál." Hefur þú sjálfur tekið þátt í Landsmóti? „Ég hef alla tíð fylgst mikið með íþróttum en sjálfur hef ég alltaf verið mest viðloðandi knattspyrnuna. Ég hef aldrei verið beinn þátttakandi á Landsmóti en þegar mótið var á Akranesi fylgdist ég vel með og var síðan óbeinn þátttakandi á unglingalandsmótinu á Blönduósi þar sem ég fór með hóp krakka." Nú er undirbúningurinn hjá ykkur hafinn fyrir Landsmótið og miklar framkvæmdir í gangi, hvernig gengur? „Framkvæmdirnar ganga mjög vel og það er allt á áætlun og Landsmótsnefnd er mjög ánægð með það sem gert hefur verið hérna. Okkur sýnist allt stefna í það að við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af þessum þætti. Borgarbyggð sér um þessi mál, gerir það mjög vel, og ég held að við getum verið alveg viss um að þetta verður allt tilbúið." Hvenær er ráðlgert að öllum framkvæmdum ljúki? „Skallagrímsvöllur verður nánast tilbúinn núna í haust en framkvæmd- irnar við sundlaugina og annað bíða þar til næsta vor. Það verður farið af stað í undirvinnu fyrir sundlaugina fljótlega en síðan gengið frá öllu næsta vor." Nú kosta þessar framkvæmdir mikið, hvernig er hljóðið í bæjarbúum? „Við finnum það greinilega að fólk er farið að líta öðruvísi á þessar 8 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.