Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 32
Ungmennaskipti T ír á kostum á diskótekunum Rökkvi Vésteinsson fór til Svíþjóðar nú í sumar á vegum UMFI. Rökkvi skemmti sér konunglega í þrjá mánuði og til að upplýsa okkur um ferðalag hans sendi hann okkur á Skinfaxa ferðasögu sína. Rökkvi Vésteinsson með gedduna sem hann veiddi Ég mátti engan tíma missa eftir að ég kom út úr stærðfræðiprófinu morguninn 20. maí síðastliðinn. Gjaldeyrir, skór, föt og utankjördæmiskosningar forseta íslands, allt jafn ómissandi fyrir för mína til Svíþjóðar þann 22. sama mánaðar. Þá er ég allt í einu tveimur kílómetrum yfir hinu endalausa skógarflæmi Smálandanna og mér til mikillar furðu í verra veðri en heima. Eftir ágæta lendingu þakkaði ég foriögunum fyrir að vera á Norðurlöndum og gróf upp ökuskírteinið mitt á meðan ég hugsaði til vegabréfanna sem ég hafði gleymt heima á íslandi. Maria Anderson sem tók á móti mér þekkti mig strax á skírteininu sem ég hafði fengið hjá UMFI og við keyrðum burt frá Vaxjö-flugvelli. Emil í Kattholti Umhverfið var eins og klippt út úr Emil í Kattholti. Skógar, skógar og aftur skógar með einstaka hvítum húsum með rauðum þökum inn á milli, þar á meðal hús minnar fjölskyldu. Eg sá strax að mér myndi líka vel þarna en heimilið var mitt í skóginum en þó ekki lengra en 20 kílómetra frá Vaxjö. Fjölskyldan var fimm manna, hjónin á fimmtugsaldri, 18 ára strákur og 16 og 7 ára stelpur. I næsta húsi bjuggu síðan foreldrar konunnar og systir hennar bjó einnig skammt frá. Gedda í hádegismat Sænskan var ótrúlega fljót að koma. Ég byrjaði strax að tala dönsku með sænskum hreim og ég skildist ágætlega. Það leið ekki á löngu þar til við fórum í „safari" bíltúr um skógana og sáum hvorki meira né minna en 4 elgi og 28 rádýr! Stuttan spöl í burtu var frekar stórt vatn sem við fórum stundum að veiða á. Eitt skiptið fór ég með systurdóttur og bróðursyni konunnar út að veiða og það átti eftir að verða mjög eftirminnilegt. Það varð uppi fótur og fit þegar spriklandi, 30 sentimetra löng geddan var dregin upp í bátinn. Við lömdum hana með öllum handbæru og næsta dag var gedda í hádegismat. Tívolí í Gautaborg Ég fór einnig alla leiðina til Gautaborgar í Liseberg-tívolíið, þar sem ég af tilviljun rambaði á einn skólafélaga minn í MH, til Kolmgarden dýra- og safarígarðsins en einnig sá ég það merkasta í Vaxjö. Þar er t.d. stór vatnsturn þar sem borað er eftir vatni. Turninn hefur einn sérstakan og skemmtilegan eiginleika en þið verðið að fara að sjá hann sjálf því ég ætla ekki að segja ykkur hver hann er. Einn af Svíunum Strax föstudaginn 14. júní keyrði ég síðan með tveimur sænskum stelpum og fyrrverandi „IFYEs" til að hitta alla hina útlensku „iffarana". Þau höfðu öll komið sama daginn og voru því afar þreytt, greyin. Þegar hér var komið kunni ég orðið sænsku og margir héldu að ég væri einn af Svíunum frekar en „iffari". Við sváfum öll á litlu bóndabýli í eigu 4H samtakanna en þarna voru samankomnir „iffarar" frá Sviss, Holl- andi, Astralíu, Englandi og Skotlandi. Svíarnir drykkfelldir Á sunnudaginn fór ég eftir góðan sundsprett í næsta vatni til Söder- manlands og næstu fjölskyldu. Það voru ung hjón með þrjú lítil börn, tvo stráka 4 og 6 ára og eins árs stelpu. Þar komst ég í gott form við að vera stöðugt að bera strákana á hestbaki og háhesti og snúa þeim í hringi. „Jag vill uuuup", „jag vill riiida", „jag vill snurra". Ég náði ekki að svara eftirspurninni fullkomlega en ég gerði mitt besta. Maðurinn var bóndi en vann af og til við ýmislegt annað. Konan var atvinnulaus þá stundina. Bæði fengu þau éinnig vinnu við gæslu á börum og dansleikjum annað slagið en þá fékk ég stundum að fylgja með og lærði að Svíarnir eru engu skárri í drykkjumálum en Islendingar. Þarna sá ég líka haldið upp á „midsommar" í grenjandi rigningu. Ég hjálpaði til annað veifið við verk sem þurfti að vinna á bænum en það var ekki mikil vinna. Heilsaði á ensku Gotland var næsti áfangastaður og fór ég þangað 3. júlí. Gotland er eyja f Eystra- saltinu sem tilheyrir Svíþjóð. Landslagið á Gotlandi er mjög sérstakt og allt öðruvísi en allir hinir staðirnir sem ég kom til í Svíþjóð. Satt að segja mun fallegra ef ég á að gera upp á milli. Það fyrsta sem ég sá á höfninni var pabbinn í fjölskyldunni með gríðarstórt skilti með nafninu mínu. Hann heilsaði mér á ensku, en ég var fljótur að svara honum með „jag pratar svenska". Þau voru ekki bændur, en bjuggu samt úti í sveit. Þau höfðu býflugnabú í garðinum sínum og seldu hunangið. Kvenfólkið fallegast Þetta var án nokkurs efa langskemmti- legasti tími ferðarinnar. Ég hafði alls 32 Skiníaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.