Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 45
Frjálsar --------------------------------▼----------- Snýst allt um peninga Hjá Frjálsíþróttasambandi Islands er í gangi mikið verkefni sem kallast FRI2000 verkefnið. Margir úrvalshópar eru virkir en eitthvað virðast sumir unglingar óvissir með stöðu mála í hópnum og hvernig verkefnið gengur. Við hjá Skinfaxa hringdum í Knút Oskarsson, framkvæmdastjóra FRI, og spurðum hann út í þetta verkefni. Hvernig er staðan hjá FRÍ2000 hópnum? „Hún er bara mjög góð." Nú virðist ríkja óvissa hjá sumurn krökkunum hvernig staða þjálfaramála er og hvort þau séu enn í hópnum? „A haustin er valið að nýju í hópana og krakkarnir gera sér grein fyrir því að þegar þeir eldast verða þeir að ná hærri takmörkum til að halda sér í hópnum. Það virðist hins vegar allt á íslandi snúast um peninga en við hjá FRI erum ekki að henda miklum peningum í þetta verkefni heldur erum við að reyna að skapa samkeppni og þá halda krökkunum við efnið á meðan lítið er að gerast hjá þeim. Krakkarnir gera sér líka grein fyrir því að þeir geta alltaf unnið sér sæti í hópnum og ég veit um marga sem æfa mjög stíft og reyna að bæta Jón Arnar er í undirbúningshópnum fyrir nœstu Olympíuleika. árangur sinn til að komast inn. Meðlimir í þessum hópum fá svo einnig afslátt á íþróttavörum og við sendum þá í tvennar til þrennar æfingabúðir á ári. Það er engin óvissa urn þetta verkefni og allar upplýsingar er hægt að fá í handbókinni okkar fyrir árið 1996."» 4 Almenn skyndihjálp Námskeiðið er opið öllum 15 ára og eldri. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Fjallað er um grundvallarreglur í skyndihjálp; endurlífgun, meðvitundarleysi, lost blæðingu, sár, beinbrot, brunasár, rafmagnsslys, kal, ofkælingu, ofhitun, bráða sjúkdóma, aðskotahluti í hálsi, sálræna skyndihjálp, umbúðir og flutning slasaðra. Grunnnámskeiðið er lágmark 16 kennslustundir. 4 Slys á börnum Námskeiðið er öllum opið. Vakin er athygli á þeim slysum sem algengast er að börn lendi í og hvaða fyrstu hjálp skuli veita. Einnig er fjallað um hvernig megi hugsanlega koma í veg fyrir slík slys. Námskeiðið er 8 kennslustundir. (Námskeiðin stytta biðtíma atvinnulausra) Einnig: ^ Móttaka þyrlu á slysstað 4 Sálræn skyndihjálp 4 Starfslok ^ Námskeið fyrir nýbúa á íslandi M Námskeið fyrir barnfóstrur -4 Upprifjunarnámskeið ■ skyndihjálp Skráning á námskciðin er hjá Rauða kross dcildum cða hjá aðalskrifstofu RKÍ í síma: 562 6722 RAUÐI KROSS ÍSLANDS UMFÍ Skinfaxi 45 A Plús, auglýsingastofa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.