Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 24
Það þýðir að það má ekkert gera, það er ekkert gertog verður ekkert aert m áður en það kernur endalega í ljós hvar hún muni lenda og þá er það líka spurning hvað hún muni velja. Hún á eftir að æfa heilan helling til að átta sig sjálf á því og þótt grindin sé ofan á í dag þarf það ekki að vera nein endanleg grein. Nú kepptir þú fyrir KR og ólst upp hinum megin á land- inu, hvernig kemur það til að þú endar hér á Egilsstöðum? Hreinn: Konan mín er frá Reyðarfirði og hún er ástæða þess að við flytjum hingað austur. Hvenær flytjið þið hingað? Hreinn: Það var árið 1982 sem við fluttum hingað. Hefur þú eitthvað verið við þjálfun eftir að þú fluttir hingað? Hreinn: Ekki neitt að ráði. Ég hef eiginlega engan áhuga á að segja mikið til nema þeim sem hafa virkilegan áhuga og nenna að leggja mikið á sig. Ég nenni ekki að fara út í það að segja einhverjum til sem svo gleyma því um leið. Hvernig finnst ykkur staðið að íþrótta- málum hérna hjá UIA? Hreinn: Á ég að svara þessu fyrst? Þú mátt það. Hreinn: Mín skoðun er sú að almennt er staðið illa að þessum málum hér í dag þó að aðrir komi til með að segja það er fínt hjá mér. Uppbygging UÍA er léleg í frjálsum íþróttum. Ert þú sammála pabba þínum? Lovísa: Það hefur enginn áhuga á þessu... Hreinn: Þetta er staða mála í dag og þarna eru peningar auðvitað hluti af þessu máli en hitt er annað að það er barátta á milli íþróttagreina. Það má koma fram að stjórn UÍA undanfarin ár hefur haldið illa að málum varðandi frjálsíþróttirnar. Það má hreinlega ekki, nú er ég farinn að tala um hlut sem kemur illa við marga en það er allt í lagi, falla í einhverja meðalmennsku. Það er meðalmennskan sem ræður ríkjurn í dag og þá á ég við að sama gangi yfir allar greinar sem aldrei gengur upp. Það þýðir að það má ekkert gera, það er ekkert gert og verður ekkert gert nema það sé afgerandi stefna í hverri grein fyrir sig. Lovísa: Undanfarið höfum við þurft að gera allt sjálf og jafnvel skrá okkur sjálf á mót. Það er líka erfitt að fá peninga fyrir ferðum og þess háttar en við látum þá... Hreinn: Við skulum nú bara segja að það sé greitt í algjöru lágmarki. Hvernig er aðstaðan fyrir íþróttafólk hér á Egilsstöðum? Hreinn: Innanhússaðstaðan er að verða góð. Það er komin hér ný sundlaug, nýtt íþróttahús kemur vonandi í gagnið næsta haust og þá verður innanhúss- aðstaða með því betra sem þekkist á landinu. Þá komum við að utan- hússaðstöðunni og hún er ágæt svo langt sem hún nær miðað við gamaldags aðstæður, en miðað við nútímann er hún langt á eftir áætlun. Lovísa: Það eru nú t.d. engar grindur nema þær sem við höfum límt saman með límbandi. Vallarvörðurinn er fótboltasinnaður og hugsar lítið um... Hreinn: Það má kannski segja það þannig að það fer mikið eftir því hvað knattspyrnuáhugamenn gera, þar er góð starfsemi og það er af hinu góða. En menn verða líka að sjá það að það eru til fleiri greinar en þá komum við aftur að þessu heildarskipulagi sem ég var að tala um áðan þar sem ég sagði að það þyrfti að sjá framúr öllum greinum. Það er ekki nægilega vel gert í dag og ég ætla ekki að kenna neinum sérstökum um það en svona er staðan í dag. íþróttavöllurinn er í umsjón knattspyrnunnar og það vill stundum verða á kostnað frjálsíþróttanna. Nú er samkeppnin orðin mikil milli íþróttagreina og æfingagjöld fyrir foreldra verða ávallt hærri, er þetta af hinu góða eða slæma? Hreinn: Það verður aldrei til góða að mínu mati að krakkar séu á fullu í of mörgum íþróttagreinum. Nú er hins vegar að fara af stað hér innanhúss íþróttaskóli fyrir krakka 11 ára og yngri þar sem þeir fara bara í þennan skóla - engar aðrar æfingar - og borga bara eitt gjald en fá að kynnast öllum íþróttagreinum. Ég Iield að það sé framtíðin að það þurfi ekki að greiða nema eitt gjald inn í félagið og þá um leið fá leyfi til að æfa hvaða grein sem er eins og efni standa til. Lovísa: Það var t.d. í fótboltanum í sumar æft fimm sinnum í viku svo krakkarnir sem æfðu þar höfðu lítinn tíma fyrir aðrar íþróttir. En á hvaða aldri telur þú að unglingur þurfi að velja sér íþróttagrein til að einblína á ef hann ætlar að ná langt í henni? Hreinn: Horfðu á mig, hversu gamall var ég? Þú ert nú kannski undantekning þar sem þú byrjar ekki fyrr en 19 ára gamall. Hreinn: Ég held að krakkar eigi að kynnast sem flestum íþróttum en í kringum fermingu gætu þeir svo farið að velja - það er óþarfi fyrr. • 24 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.