Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 9
framkvæmdir og hljóðið er orðið miklu jákvæðara en það var til að byrja með. Um leið og almenningur sér t.d. bara hlaupabrautirnar í kringum völlinn og hvað allt verður fallegt þegar þessu er lokið sætir hann sig betur við þetta. Umræðan var hins vegar mjög heilbrigð og það voru að sjálfsögðu ekki allir sáttir við að leggja alla þessa peninga í framkvæmdirnar en svo er tekin ákvörðun og þá stendur fólk bara að baki og reynir að gera það besta úr því. Ef við tökum þessa umræðu aftur upp eftir svona þrjú ár er ég alveg viss urn að það verður enginn ósáttur við þessa ákvörðun." En er nauðsynlegt fyrir svona lítið bæjarfélag að skarta þessum aðstæðum? „Það má auðvitað alltaf deila um það en ef við ætlum að fara að stjórna því hvar svona aðstæður eiga að byggjast upp verður alltaf hægt að rífast um besta staðinn. Hvert bæjarfélag fyrir sig verður bara að ákveða mikilvægi þess að hafa góðar íþróttaaðstæður og það er ekkert hægt að segja við eitthvað bæjarfélag að af því það er svo fámennt megi það ekki byggja stóra sundlaug eða fullkominn frjálsíþróttavöll. Við búum líka við það að það er stutt frá Reykjavík og tiltölulega stutt vestan af nesi og að norðan þannig að staðsetning er mjög góð fyrir þessa aðstöðu og ég er alveg viss um að þetta á eftir að verða mikið notað." Nú verður sú breyting á að það verður ókeypis fyrir áhorfendur á Landsmótið, áttu von á því að miklu fleiri sæki mótið en tíðkast hefur? „Við höfum nú velt þessu mikið fyrir okkur en ég held að við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Ég er alveg viss um að það verður mikið rennsli í gegn en svo skiptir veðrið auðvitað öllu hvort fólk stoppar lengi eða stutt." Að lokum, heldur þú að auðvelt verði að fá fólk til að starfa í sjálfboðavinnu fyrir Landsmótið? „Ég held það og það var nú bara síðast í morgun að ég rakst á brottflutta konu sem í heimsókn í sveitinni og hún sagðist ætla að koma og vinna með okkur á mótinu. Ég held að almennt reikni fólk bara með því að vera í vinnu hérna meðan á mótinu stendur." Stjórnarmenn UMFI komu í heimsókn og skoöuöu meöal annars nýju hlaupabrautina á Skallagrímsvelli. i Jafnrétti í húsnæðismálum Hlutverk okkar er meðal annars að stuðla að □ 1 jafnrétti í húsnœðismálum og auka möguleika fólks á að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta er eitt af þeim markmiðum sem Húsnœðisstofnun starfar að. Þess vegna er * hún ein af velferðarstofnunum þjóðfélagsins. HUSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS - vinnur að velferð í þágu þjóðar HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI: 569 6900 • BRÉFASÍMI: 568 9422 • GRÆNT NÚMER: 800 6969 9 UMFÍ Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.