Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 12
Körfubolti -T- Holton hættur Tómasi Holton fannst starfiö oröiö of víöáttumikiö. Það kom mörgum á óvart að körfubolta- maðurinn Tómas Holton, fyrrum þjálfari Skallagríms, skyldi segja upp starfi sínu svo skömmu fyrir mót en hver var ástæðan fyrir því að hann hætti? „Ég er búinn að vera hérna í tvö ár og verkefnið var orðið miklu stærra en um var samið í byrjun. Yngriflokkaþjálfun var til dæmis komin inn í þetta og ég lagði til við stjórnina að ég myndi halda áfram með yngri flokkana en hætta með meistaraflokk en stjórnin vildi frekar að ég myndi halda áfram með meistaraflokkinn og minnka umsvif mín á öðrum stöðum. Það var hins vegar ekkert gert í þessum málum og stjórnin vissi hver hugur minn var. Mér finnst ég ekki hafa svikið félagið þar sem ég hafði sagt stjórninni að ég færi ekki aftur í gegnum veturinn eins og hann var í fyrra. Það má líka koma fram að þegar ég segi upp var ég ekki með samning við deildina og því var í raun engu að segja upp." Ætlarðu að spila áfram? „Já, já, það eru engin leiðindi í gangi. Ég vildi bara ekki standa í því sama aftur og ég gerði síðasta vetur." Eruð þið Anna kannski farin að hugsa um flutning frá Borgarnesi? „Það er komið haust svo við verðum hérna í vetur en það er mjög líklegt að við förum fyrir næsta vetur og stefnan hefur verið sett á Noreg."* WN'COM ælingar Ráðgjöf fyrir einskaklinga & hópa. <p /i SJUKRAÞJALFUN REVKJAV/KUFf Seljavegi 2, 101 Reykjavík 562 1916 m 12 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.