Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 22
Álltaf gott al hafa pabba mei á mót þar sem han hefur reynsluna Það muna allir íslendingar eftir kúluvarparanum „okkar", Hreini Halldórssyni, sem á sínum tíma vann meðal annars Evrópumeistaratitil í kúluvarpi. Hreinn er nú hættur í íþróttunum en dóttir hans Lovísa w Hreinsdóttir er hins vegar að byrja sinn feril. Lovísa er nú í FRI-2000 hópnum, en hvenær byrjuðu þau í íþróttum? Hreinn: Ég byrjaði í íþróttum þegar ég var nítján ára gamall og þá var það í kúluvarpi, stökkum og svo fiktaði ég við ýmislegt annað. Það var síðan ekki fyrr en seinna að einhver alvara var í þessu og þá varð kúluvarpið ofan á og svo var kringlan alltaf með. Þú byrjar semsagt ansi seint? Hreinn: Ég byrja ansi seint miðað við það sem þekkist í dag og var aldrei neitt á þeim stöðum sem íþróttir voru til staðar. Ég var alltaf uppi í sveit og var bara í búskapnum og því sem fylgir þar til ég var plataður í þetta. Hvenær byrjaðir þú, Lovísa? Lovísa: Ég byrjaði fimm ára í fimleikum en ætli ég hafi ekki verið orðin svona sex eða sjö þegar ég byrjaði í frjálsum? Hver er ástæðan fyrir því að frjálsar verða ofan á hjá ykkur báðum? Hreinn: Hjá mér voru boltaíþróttir ekki til staðar og aðeins um héraðsmót að ræða. Það kom fljótlega í ljós að mér hentaði ágætlega að kasta kúlunni en t.d. kom knattspyrna aldrei til greina þar sem ég kynntist henni aldrei. Lovísa: Ég var nú eitthvað í körfubolta en ég veit nú ekki af hverju frjálsar urðu fyrir valinu. Helga Alfreðsdóttir var að þjálfa hérna á þessum tíma... Hreinn: Hún var mjög áhugasamur þjálfari og mjög góð. Hún ýtti á eftir krökkunum til þess að æfa og við það fengu þeir meiri áhuga. Hvenær ferð þú að gera þér grein fyrir því að þú ert kúluvarpari á heimsmælikvarða? Hreinn: Það varð nú ekki fyrr en seinna að ég sé þann möguleika opnast. Raunverulega ekki fyrr en 1971, þegar ég er 22 ára gamall, eftir Landsmótið á Sauðárkróki sem ég sé að það er einhver möguleiki. Ég æfði sæmilega fyrir það mót en gekk nú frekar illa en náði svo árangri seinna urn sumarið og sá þá að ef ég myndi halda áfram gæti ég kannski náð langt. Það er svo árið 1974 að ég sé fyrir alvöru að það var möguleiki að ná langt. Er gott að hafa Hrein Halldórsson fyrir pabba, getur hann leiðbeint þér í því sem þú ert að gera? Lovísa: Alltaf gott að hafa hann með á mót og annað þess háttar þar sem hann hefur reynsluna og þekkinguna. Ert þú eitthvað farin að einblína á einhverja sérstaka grein? Lovísa: Ég er farin að leggja aðeins meiri áherslu á grindahlaupið. Hreinn: Hún er í FRÍ2000 hópnum og þá útaf grindahlaupi. Hvernig er staðan í FRÍ2000 hópnum í dag? Lovísa: Þráinn er hættur og ég veitt ekki hvort Ragnheiður ætlar að halda áfram. Það virðist vanta einhverja peninga til að halda þessu gangandi og vonandi verður haldið vel utan um þetta fram að leikunum í Sydney. Nú settir þú íslandsmet í kúluvarpi á sínum tíma og settir þú ekki líka nýtt Evrópumet? Hreinn: Ég setti nú ekki Evrópumet en ég vann hins vegar Evrópumót. Pétur Guðmundsson er svo búinn að taka af mér íslandsmetið en ég kastaði 21,09 en hann fór í 21,26. Síðan tók hann af mér innanhússmetið líka svo ég er allslaus í dag sem er reyndar ágætt. Ert þú farin að feta í fótspor pabba og setja einhver met? Lovísa: Ég á Austurlandsmet í grindinni og í þrístökki án atrennu. Er einhver grein sem þú heldur að Lovísa eigi mesta framtíð fyrir sér í? Hreinn: í dag sé ég ekki alveg fyrir mér hver greinin verður en ég held að það verði styttri vegalengdarhlaupin og stökkin sem koma tií greina. Það á hins vegar eftir að renna mikið vatn til sjávar 22 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.