Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 43
Allir þekkja orðið hinn 28 ára gamla hlaupara Michael Johnson en hann sló svo sannarlega í gegn á Olympíuleikunum í Atlanta. Það vita hins vegar færri að Johnson hafði lítinn áhuga á því að verða hlaupari og þegar hann var barn í skóla í Texas lagði hann mikið kapp á námið og stundaði engar íþróttir. Þegar í háskóla kom ætlaði hann að verða viðskiptafræðingur en þjálfari hlaupaliðs skólans sá að þarna var á ferðinni mikið efni. Árið 1995 varð Johnson svo fyrsti einstaklingurinn til að vinna 200 og 400 metra hlaup á heimsmeistaramóti. Árangur hans á Olympíuleikunum í Atlanta þekkja allir en það verður gaman að fylgjast með þessum ótrúlega íþróttamanni í framtíðinni. Monica Seles var besta tennis- kona lieims árið 1993 en þá stakk áhorfandi hana í bakið þegar hún var við keppni í Þýskalandi. Hún er nú komin á fullt að nýju en hún vann t.d. 11 fyrstu leikina sína eftir að hún sneri aftur. Tom Dolan er astmaveikur en hann hefur ekki látið það hindra sig því í dag er hann einn besti sund- maður heims. Tom er aðeins tvítugur og á sér önnur áhugamál en sund því hann semur lög og syngur fyrir Iuktum dyrum. Á Ólympfuleikunum árið 1972 sló Olga Korbut eftirminnilega í gegn. Hún var kannski ekki besta fimleikakona heims en hún er frægust fyrir afturábakstökk sitt á jafnvægisslánni. Olga eignaðist aðdáendur út um allan heim og er dag ein þekktasta fimleikakona heims. gerszegi Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul tók Krisztina Egerszegi þátt á Ólympíuleikunum í þriðja sinn nú í sumar. Árið 1988 varð Krisztina yngsti sundmaður sem unnið hefur gull á Olympíuleikunum en hún var þá aðeins 14 ára gömul. Fjórum árum seinna vann hún til þrennra gullverðlauna en hún á einnig heimsmet í 200 metra baksundi kvenna. UMFÍ Skinfaxi 43

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.