Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 17
Handbolti ------------------y Afturelding sfgurstrangl Það hafa orðið miklar breytingar á liðum Nissan-deildarinnar í handbolta og nær ómögulegt að spá í spilin fyrir veturinn. ÍBY komum öllum á óvart með sigri í opna Reykjavíkurmótinu en KA, Valur og FH koma greinilega veikari til leiks en undanfarin ár. Einari Cunnari og félögum hjá Aftureldingu er spáh sigri í deildinni í vetur. leikmönnum saman verða þeir firnasterkir. Spá: 1 .-3. sæti. Valur Það er erfitt að horfa á eftir leikmönnum eins og Óla Stefáns, Degi Sigurðs, Sigfúsi Sigurðs og Júlíusi Gunnarssyni en Valsmenn þurftu að sætta sig við það að þessir leikmenn leituðu fyrir sér annars staðar og nú reynir Jón Kristjánsson að byggja á þeim leikmönnum sem eftir eru. Guðmundur stendur enn í markinu og Skúli Gunnsteins er á línunni. Það mun mikið mæða á hornamönnunum Valgarð Thorodssen og Sveini Sigurðssyni því lítil ógnun er í skyttum Valsmanna, þeim KA sakna Patreks í vetur og verða að báast við miklu af Islendingnum Julian Róbert Duranona. Afturelding Siggi Sveins, Bjarki Sigurðs, Páll Þórólfs, Bergsveinn, Sigurjón og Einar Gunnar eru meðal leikmanna hjá sigurstranglegasta liði Nissan-deildarinnar. Afturelding hefur aldrei náð sér almennilega á strik í deildinni en margir telja að hennar tími sé kominn. Ef Einar nær að púsla þessum ólíku Ara Allanssyni og Inga Rafni. Spá 4.-6. sæti. KA Patrekur Jóhannesson var allt í öllu hjá KA í fyrra en nú er hann farinn til Tusem Essen. Rússinn Sergei Zisa á að fylla skarð Patreks en sérstaklega er mikill munur á þessum leikmönnum varnarlega. Duranona fór vel af stað í fyrsta leik liðsins gegn Haukum og skoraði 13 mörk. Ef Sergei og Duranona ná vel saman er aldrei að vita hvað Alfreð getur gert en liðið verður ekki qsigrandi eins og í fyrra. Spá: 1.-3. sæti. Haukar Sigurður Gunnarsson hefur tekið við liðinu en hann hefur sýnt það áður að hann er mjög fær þjálfari. Haukar misstu engan leikmann en hafa fengið til sín menn eins og Rúnar Sigtryggsson og Magnús Þórðarson. Haukar léku illa á opna Reykjavíkurmótinu en þegar leikmenn ná meiri samæfingu hrökkva þeir í gang. Spá: 1.-3. sæti. FH Þarna er stórveldi að hruni komið. FH verður að treysta á að „gömlu" karlarnir Guðjón, Hálfdán og Gunnar standi sig og að Kóreumaðurinn Lee nái að loka markinu. FH fer hins vegar langt á reynslunni og ef allt smellur hjá liðinu verður það í toppbaráttunni. Spá: 4-6 ÍBV Eyjamenn komu mjög á óvart með sigri sínum á Reykjavíkurmótinu. Guðfinnur Kristmannsson og Erlingur Richardson eru báðir komnir heim að nýju og styrkja leikmannahóp liðsins verulega. Gunnar Berg virðist finna sig mjög vel og Zoltán er að komast í gott form að nýju eftir meiðslin. Spá: 4.-6. sæti (framhald á bls: 18) UMFÍ Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.