Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 28
Einar Már segir þaö nauösyniegt aö hafa einhver áhugamál og sér ekkert sem hindrar þaö aö hann haldi áfram sem formaöur UIA. Hvenær tókst þú við sem formaður UÍ A og hvernig kom það til? „Það er rúmt ár síðan og ef ég á að setja dagsetningu þá var það 1. maí 1995 hlýtur að vera. Hvernig kom það til - váá - á ég að fara að reka það í smáatriðum? Ég hef haft takmarka- lausan áhuga fyrir þessu og ég var svona óvenjulega mikið á lausu og þá aðallega þar sem ég var í pólitísku orlofi. Þess var farið á leit við mig að ég tæki þetta að mér en fyrst fannst mér það býsna sérkennileg beiðni. En þegar ég fór að íhuga þetta nánar sá ég að þetta starf féll afskaplega vel að áhuga mínum á því að starfa á þessu sviði og ef ég sá leið til að leggja eitthvað örlítið á þær vogarskálar fannst mér það sjálfsagt mál. Það endaði svo á því að samstaða var um það á þinginu að ég tæki við formennskunni og eftir að það var ljóst átti ég enga undankomuleið. Það kom líka inn í þessa ákvörðun mína að það voru fjárhagsörðugleikar hjá sambandinu, menn höfðu áhyggjur af því og í skúmaskotum fóru að heyrast raddir um úrsagnir svo það var því ákveðið verkefni að halda saman aflinu í stað þess að fara að dreifa þessum kröftum. Ég tel að menn hafi kannski litið til mín þar sem ég þekki töluvert inn á sveitarstjórnargeirann og hef starfað þar. Ég hafði þekkingu á svæðinu og það gæti auðveldað þá vinnu að njóta góðvildar þar sem á því þyrfti að halda. Það má segja að þetta hafi allt gengið vonum framar frá því ég tók við en að vísu hef ég ekki náð lendingu í samskiptum íþrótta- hreyfingarinnar og sveitarfélaganna. Þar hef ég haft ákveðnar skoðanir sem ég vona að nái í gegn hjá héraðsnefnd í næsta mánuði. Hún er sú að í stað þess að hvert sveitarfélag sé að styrkja sín félög og eins UÍA þá yrði það þannig að héraðs- nefndin sæi um styrkina til UÍA og hvert sveitarfélag sæi svo um sitt íþróttafélag. Mér finnst það ómögulegt að UIA sé í samkeppni við íþróttafélögin inni í sveitarstjórnunum og ég veit að menn líta á þetta sem einn pakka og það er það sama einbeiti sér að öðrum markaði en íþróttafélögin. pólitísku orlofi Ertu ánægður með starfsemina hjá UÍA undanfarin ár? „Já, ég held að maður verði að vera það en auðvitað er alltaf hægt að gera betur. Á ákveðnunr sviðum væri eflaust hægt að bæta árangurinn og má þar t.d. nefna að fyrir nokkrum árum áttum við afreksfólk í frjálsum íþróttum sem við höfum kannski ekki í dag en aftur á móti eigum við íslandsmeistara í blaki kvenna og fleiri íslandsmeistaratitla hjá yngri iðkendum og því kannski erfitt að kvarta. Aðstæður eru líka alltaf að breytast og því erfitt að bera sarnan það sem gerist í ár við það sem gerðist fyrir tíu árum. Ég held hins vegar að aðalmarkmið okkar sé að efla félagsstarfið en þar held ég að séu helstu vandamálin. Ég er hins vegar ekki að segja að það sé bara hjá okkur því þetta er vandamál hjá allri íþróttahreyfingunni. Við samþykktum það t.d. á síðasta þingi að það yrði átak gert í þessum málum á næstu árum og við vonum að það skili sér svo í auknu afreksfólki. Við þurfum svo líka að standa saman með öðrum aðilum að ákveðnu forvarnarstarfi gegn fíkniefnum og öðru slíku. Nú náði KVA, sameinað lið Vals og Austra, að komast upp úr 4. deildinni í knattspyrnu en Höttur féll niður. Er ekki kominn tími á viðameiri sameiningu í flokkaíþróttum hér á Austurlandi? „Ég held að það sé alltaf eitthvað að gerast í þeim málurn og smærri félög hafa verið að sameinast og það hefur líka gerst í frjálsum. Ég held að það þurfi að hugsa þetta mál mjög alvarlega og ekki stefna að því að vera með nokkur lið í 3. deild heldur eitt gott lið í 1. eða 2. deild. Það hlýtur að vera eðlilegt að við reynurn að finna lausnir til að eignast fleiri lið sem geta komist á meðal þeirra bestu á landinu. Það verður líka gaman að fylgjast með þeirri þróun sem verður þegar nýja aðstaðan verður komin upp hérna og hægt verður að fara að stunda handknattleik, hver veit nema þar verði eitt öflugt lið." Nú haldið þið Landsmótið árið 2001, eru allar aðstæður hér í lagi eða þarf mikið að laga? „Bæjaryfirvöld á Egilsstöðum voru komin með áætlun í uppbyggingu íþróttamannvirkja hér og það fellur alveg ótrúlega vel inn í þann undirbúning sem við þurfum að gera fyrir Landsmótið. Þeir eru byrjaðir á viðbyggingu við íþróttahúsið, búnir með sundlaugina, ætla sér að fara í endurbætur við umhverfið hér við íþróttaleikvanginn, svo er hér í nágrenninu golfvöllur og skeiðvöllur og því held ég að við höfum allar aðstæður nema tartan í hlaupabrautum. Landsmótið er nú 2001 og við þurfum því kannski ekki að örvænta strax en bæjaryfirvöld höfðu þann fyrirvara að þau ábyrgðust ekki tartanbraut og það hefur aldrei verið falið. Það er hins vegar ýmislegt í gangi og okkur finnst ekkert óeðlilegt að ríkisvaldið getið komið hér inní og tryggt einn slíkan leikvang í hverjum landsfjórðungi. Maður á nú ekkert að vera að tala um Laugarvatn og annað þess háttar og því best að sleppa því." Nú ert þú byrjaður í nýju starfi, hefur þú tíma til að halda formennsku í UIA áfram? „Það verður nú framtíðin að leiða í ljós en ég held að það sé öllum mönnum hollt að hafa einhver áhugamál fyrir utan vinnuna. Ég sé ekkert í dag sem kemur í veg fyrir að ég haldi áfram en það er líka töluverður tími í næsta aðalfund svo við skulum nú ekki vera að velta okkur neitt mikið upp úr því." • 28 SKINFAXI Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.