Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 40
Vignir Örn Pálsson brenna eins og til dæmis áldósis. Eigendum þeirra var bent á að áldósir Stœrsta verkefnié í jtessum málum er ad breyta bugarfari fólks gagnvart umgengni viÓ náttúruna Hvar er ruslafatan? Hver kom með allt þetta rusl? Af hverju tæmir engin ruslatunnuna? Eflaust eru þetta spurningar sem flest okkar hafa heyrt og það oftar en einu sinni. Er nútíma- þjóðfélagið að sökkva í einhverja ruslakistu? Tilheyrir það nútímaþjóð- félaginu að einhver félagasamtök verða á hverju ári að standa fyrir átaki gegn ruslinu, skipuleggja hreinsunarflokka til að hreinsa upp drasl sem einhver hefur hent eða skilið eftir úti í náttúrunni. UMFÍ hefur staðið fyrir slíku átaki bæði í fyrra og nú í ár með ágætum árangri. Ungmennafélagar víða um land hafa reynt að leggja sitt af mörkum til að Island verði áfram hreint og fagurt land. Því fleiri sem taka þátt í slíkum átaki á einhvern hátt því betra. Þá skapast meiri umræða úti í þjóðfélaginu og vonandi fer fólk að hugsa sinn gang. Af hverju þarf að hreinsa þetta svæði? Við hreinsuðum það í fyrra. Stærsta verkefnið í þessum málum er að breyta hugarfari fólks gagnvart umgengni við náttúruna, margt smátt getur gert eitt stórt, það er ekki í lagi að henda rusli frá sér bara einhvers staðar þó það sé bara lítið plast eða bréfsnifsi. Fólk verður að skilja að umhverfið er í okkar höndum. Ferðamönnum fylgir ýmislegt drasl Ég á heima á Grund rétt sunnan við Hólmavík í Strandasýslu. Þessari jörð tilheyrir nokkuð löng strandlengja sem liggur fyrir opnum Húna- flóanum. Miklum tíma hefur oft þurft að fórna til að hreinsa fjörurnar á vorin eftir norðaustan- storma. Ég ferðaðist um Hornstrandir í sumar fótgangandi með bakpoka í fjölmennum gönguhóp. Þetta svæði þarna norðurfrá er einstök náttúruparadís. Ferðamanninum fylgir ýmislegt dót og drasl og þegar haldið er af stað á hverjum morgni höfðu safnast upp tómar umbúðir undan matvöru og fleiru sem fólk vildi ekki bera með sér lengur. Ruslinu var safnað saman í fjöruna og það brennt. Það voru reyndar ótrúlegustu hlutir sem fólk ætlaði að brynnu ekki vel, þá kom svarið, það er allt í lagi sjórinn tekur þær bara. Ég varð fyrir svörum og benti á að hugsanlega skilaði sjórinn dósunum aftur á land á fjörurnar heima hjá mér eða einhvers staðar annars staðar. Þetta atvik olli því að ég fór að hugsa um það hvort enn þann dag í dag væri til fullt að fólki sem héldi að sjórinn tæki allt ruslið sem hent væri í hann og losaði okkur við það fyrir fullt og allt. Það er líklega stór hákarl í sjónum sem gleypir allt ruslið og ropar Sumstaóar er islensk náttúra ósnert og hreint ótrúlega falleg á meöan aörir staöir láta verulega á sjá eftir slœma umgengni okkar. 40 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.