Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 34
Sjúkraþjálfun Núna vitum við nákvœmlega hvar einstaklingur er staddur íþjálfun og þetta tœki er nauðsynlegt fyrir afreksfólk í íþróttum. tæki fyrir afreksfólk Sjúkraþjálfun Reykjavíkur tók nýlega til notkunar nýja tölvu sem mælir vöðvastyrk. Tölvan hefur lengi verið notuð erlendis og þykir þar ómissandi td. við uppbyggingu afreksmanna og við endurhæfingu. I dag eru menn að kynnast þessarí nýjung hér á landi en knattspyrnulið KR og handboltalið Gróttu þjálfa sig nú í fyrsta sinn samkvæmt niðurstöðum tölvunnar. Við hjá Skinfaxa kíktum í heimsókn til Gauta Grétarssonar hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur og forvitnuðumst um þessa nýjung á íslenskum markaði. Hvenær hóf Sjúkraþjálfun Reykjavíkur sinn rekstur? Við byrjuðum vorið 1988 og vorum þá eingöngu í sjúkra- þjálfun og endurhæfingu. Seinni árin höfum við einnig farið út í það að aðstoða íþróttafólk og trimmara í því að mæla úthald, búa til áætlun og höfum verið með svokallaða fjarþjálfun þar sem fólk kemur hingað í mælingar. Við gefum því áætlun og mælingar en fólk heldur svo áfram að þjálfa sig sjálft. Síðan erum við auðvitað með endurhæfingar- þáttinn þar sem við tökum fólk sem lent hefur í slysum eða er með vöðvabólgu, bakverki eða annað þess háttar og þjálfum það upp. Það sem mér hefur alltaf fundist vanta í endurhæfingu er að fá fleiri mælanlegar staðreyndir. Maður getur mælt liðleika og úthald og þess vegna fórum við í það núna að kaupa tæki þar sem hægt er að mæla kraft. Það er mjög mikilvægt í allri þjálfun að vita hvað er að þegar kraftminnkun hefur orðið og geta borið saman heilbrigðan útlim við þann sem hefur orðið fyrir einhverjum áverka. Það er nauðsynlegt að geta vitað nákvæmlega hvar viðkomandi er staddur og mæla svo framfarirnar sem hann tekur í þjálfuninni. Nú sjáum við nákvæmlega hvar viðkomandi er staddur og hve rnikið vantar uppá en fólk áttar sig oft ekki á því hvað rýrnunin er orðin mikil. Einstaklingur meiðir sig kannski í öxl eða olnboga eða baki eða fótlegg og nú getum við séð miklu betur hvað þarf að laga og hvar hver og einn þarf sérstaka athygli. Aður var þetta allt bara áætlað með því að setja höndina á móti og svo var þetta bara einhver óþekkt stærð en nú getum við séð nákvæmlega með tölvumælingum hvað vantar uppá. Þetta er mjög nákvæm greining og svo er hægt að þjálfa út frá niðurstöðunni sem greiningin gefur. Þessi tölvumæling er mikið notuð erlendis í sambandi við sjúklinga- og örorkumat og annað slíkt. Hérna er þetta alveg óplægður akur og fólk hefur ekki alveg áttað sig á því hvað hægt er að gera með þessari tækni. Við sáum til dœmis í mœlingunum hjá KR-ingunum fyrír sumaríð að það var mikið ósamrœmi á milli vöðvahópa 34 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.