Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 29
Vmahópurinn vinsæll Hvernig stytta unglingarnir á Egilsstöðum sér stundir í félagsmiðstöðinni Nýung? „Félagsmiðstöðinvar opnuð fyrir fjórum eða fimm árum en áður var starfsemin í skólanum og hér fer allt félagslíf skólans fram undir stjórn æskulýðs- og íþróttafulltrúa. Starfið byggist mikið á 8.-10. bekk en þau hafa húsið alveg fyrir sig í þrjá daga. 5.-7. bekkur hefur húsið einn dag í viku en svo byggist þetta líka aðeins á þörfum hvers bekkjar fyrir sig." Hvernig hópar eru starfræktir hérna? „Það á eftir að velja þá fyrir veturinn. Það kemur allt milli himins og jarðar til greina en við reynum að komast sem næst því sem krakkarnir vilja sjálfir. Við vorum að kjósa í nemendaráð í morgun svo þetta er allt að fara af stað." Eru svo líka diskótek hér fyrir þau um helgar? „Já, við erum með opið hús og böll fyrir krakkana." Hvernig eru reglur um tóbak og áfengi? „Það er gjörsamlega bannað að neyta þess. Sígarettur eru bannaðar hér og reyndar í nágrenni skólans svo við erum ansi stíf á þessu og það þýðir ekkert annað." Hafa verið í gangi hér klúbbar sem koma inn á forvarnarmál? „Það hefur verið í gangi hér mjög forvitnilegur klúbbur sem heitir vinahópurinn. Þar koma saman krakkar sem hafa kannski orðið meira undir og aðrir með þeim sem eru þar til stuðnings. Þar er unnið mjög gott starf og þetta er okkar langdýrasti klúbbur en það hefur alltaf gengið vel að fjármagna hann." Markmiðið hjá þeim klúbbi er þá að fá krakka sem hafa ient út af braut til að starfa með ykkur? „Já, bæði krakka sem hafa verið útundan og aðra sem okkur hefur fundist nauðsynlegt að virkja." Er eitthvað annað á döfinni hjá ykkur í vetur? „Það er eitt sem við ætlum að prófa í vetur og það er að bjóða mennt- skælingunum að vera hér tvö kvöld í viku. Þessir krakkar eru búnir að vera hjá okkur og svo lenda þeir í rauninni úti á götu í tvö ár eða þangað til þeir verða 18 ára og geta farið á aðra staði. Þetta er alls ekki nógu gott og því hef ég komið með þá hugmynd að reyna að virkja þá í vetur. Það hefur hins vegar verið reynt að virkja þá áður en þá gekk það ekki svo við verðum bara að sjá hvað gerist í vetur."* Hermann Valsmann segir að krakkarnir ráði sjállir hvaða hópar verða starfrœktir í vetur <:Jj'ó[(jTi£ytt þjónuíta ví uitjíxSíncja Úr samþykktum KHB Tilgangur Kaupfélags Héraðsbúa er m.a.: - að útvega félagsmönnum og öðrwn viMiptavinum góðar vörur og ná hagstceðum innkaupum á þeim. - að efla atvinnulífáfélagssvœðiriu. / L &rJ áx VERSLANIR EGILSSTÖÐUM REYÐAFIRÐI ESKIFIRÐI SEYÐISFIRÐI BORGARFIRÐI SÖLUSKÁLI BRAUÐGERÐ MJÓLKURSAMLAG SLÁTURHÚS FRYSTIHÚS BYGGINGAVÖRURDEILDIR TIMBUR- 0G FÓÐURSALA STOFNAÐ 1909 UMFÍ Skinfaxi 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.