Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1996, Page 11

Skinfaxi - 01.12.1996, Page 11
Glíma T- Sigrún og Rut eigast við en Rut hafnaði í 3. sœti á mótinu. ■T. .1,5 íl'i Bikarglíma Reykjavíkur var haldin í Melaskóla ekki alls fyrir löngu og þar mætti stór hópur unglinga frá Ungmennafélaginu Fjölni til keppni. Sigrún Arnadóttir, 9 ára, var að taka þátt í sínu fyrsta glímumóti en hún gerði sér lítið fyrir og sigraði í stúlknaflokki. Félagi hennar hjá Fjölni, Rut Ingólfsdóttir, 8 ára, tryggði sér svo þriðja sætið en alls keppu um tíu stelpur. Það er ekki algengt að stelpur glími en þær Sigrún og Rut hafa mikið gaman af. Rut byrjaði að glíma þegar hún var aðeins sex ára en Sigrún byrjaði hins vegar fyrir aðeins þrem mánuðum og má því segja að þar sé á ferðinni mikið efni. Þær eru ekki margar stelpurnar sem mætta á æfingar. Rut og Sigrún verða oftast að glíma hvor við aðra en aðeins þrjár stelpur æfa glímu með Fjölni. Stelpurnar æfa á sama tíma og strákarnir en þær Rut og Sigrún segjast sjaldan glíma við strákana. „Ég glími stundum við bróður minn," sagði Rut og bætti við að það væri miklu skemmtilegra ef fleiri stelpur myndu koma á æfingar. En Rut og Sigrún æfa líka aðrar íþróttir og þær eru sammála um að fimleikarnir séu skemmtilegir en báðar segjast þær ætla að halda áfram á fullu í glímunni. • Sigrún Arnadóttir og Rut Ingólfsdóttir. Sigrún ánœgi eftir eina af úrslita- glímum mótsins. Sigrún vann allar sínar glímur. Cb LYFJA Lágmúla 5 • Sími: 533 2300 s [ iundlaug )alvíkur MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA Austurvegi 65, 800 Selfoss. Sími 482-1600 • Alþýóubandalagió UMFÍ Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.