Skinfaxi - 01.12.1996, Blaðsíða 12
Körfu "stúfar
fjerbert fer
IR-ingar uröu fyrir mikilli blóðtöku
þegar landsliðsmaðurinn Herbert
Arnarson ákvað að reyna fyrir sér í
atvinnumennsku. Herbert sagði í
blaðaviðtali að hann liti á þetta
tœkifœri sem stökkpall fyrir sig.
Lengjubikarinn
Það voru þrjá ungmennafélög sem
tryggðu sér sœti í undanúrslitum
hins svokallaða Lengjubikars sem
haldinn var í fyrsta skipti í vetur.
Grindvíkingar slógu út Tindastól,
Keflvíkingar söltuðu ÍR-inga og
Njarðvíkingar unnu Ungmenna-
félagið Skallagrím. Kef/avík og KR
tryggðu sér svo sœti í úrslitum en
þar sigruðu þeir fyrrnefndu í
spennandi leik.
Hörmulegt slys
linn albesti leikmaður DHL-
deildarinnar, Torrey John, Njarðvík,
varð fyrir miklu áfalli fyrir stuttu
þegar barnsmóðir hans og barn
létust í bílslysi í Bandaríkjunum.
Torrey fór utan til að vera við-
staddur jarðarförina en er nú
mœttur aftur til leiks hjá Njarðvík.
Herra Skandinavía
Björn Steffensen sem valinn var
herra Skandinavía árið 1995 hefur
nú tekið fram körfuboltaskóna að
nýju. Björn lék áður með ÍR-ingum
en hœtti í fyrra. Hann hefur nú
gengið til liðs við Þór í Þorlákshöfn
í 1. deildinni.
Keflavík, Grindavík og KR virðast vera hvað sterkust en þau
hafa öll verið að reyta stig af hvert öðru. Haukarnir virðast
ekki vera alveg jafn sterkir og í fyrra en liðið féll t.d. út úr
Lengjubikarnum þegar það tapaði fyrir KR. Vesturbæjarliðið
hefur kannski komið hvað mest á óvart í vetur en þeir hafa
innanborðs sterka leikmenn eins og Ingvar Ormarsson,
Jonathan Bow og útlendinginn David Edwards. Keflavík er
á pappírnum með sterkasta liðið í deildinni en meiðsli hafa
sett strik í reikninginn hjá liðinu. Damon Johnson, útlend-
ingurinn hjá Keflavík, er líklega sá besti í deildinni en fyrir
utan hann eru Keflvíkingar með menn eins og Guðjón
Skúlason og Friðrik Friðriksson. Grindvíkingar hafa verið
misjafnir í sínum leikjum en ef leikur þeirra smellur saman á
liðið að geta haldið vel í við toppliðin. Hermann Myers
hefur leikið vel en það er ekki hægt að líkja þessu liði saman
við Grindavíkurliðið í fyrra sem var nær óstöðvandi.
A botninum berjast svo
Tindastóll, KFÍ, Þór
Akureyri og Breiðablik. Þau
tvö síðastnefndu verða að
taka sig verulega á ef ekki á
að fara illa fyrir þeim í
vetur. Bæði þessi lið treysta
allt of mikið á útlending
sinn og lítið sem ekkert
gerist í kringum hina
leikmenn liðsins. Það má
svo til bóka það að annað
þessara liða spili í 1.
deildinni á næsta ári og
jafnvel má búast við því að
bæði liðin leiki þar.
12
Skinfaxi
UMI'Í