Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1996, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.12.1996, Qupperneq 14
Frétta "stúfar Fréttir -------T-------------------------- Unglingalandsmót í Grafarvogi Spmeining athuguð Akveðið var á íþróttaþingi 151 að skipa nefnd til að skoða mögulega sameiningu 01 og 151. Þessi sameiningarmál hafa verið mikið í umrœðunni að undanförnu og hver veit nema ná sj'ást fyrir endann á þessum vangaveltum. Heimasíða í virjnslu Ungmennafélag Islands vinnur ná að gerð heimasíðu og er vonast til að hán komist í gagnið fljótlega á nœsta ári. A síðunni verður hœgt að fylgjast með því helsta sem er að gerast hjá UJÍ/IFI og skoða fréttir ár fréttabréfinu og að sjálfsögðu ár Skinfaxa. umfi@mmediajs Ungmennafélag Islands er ná komið með netfang. Ná er því hœgt að senda upplýsingar og fréttir til okkar beint á skrifstofuna en heimilisfang okkar í tölvuheiminum er umfi@mmedia.is. Umbrotstölva , Ungmennafélag Islands festi nýlega kaup á öflugri umbrotstölvu og nú sjá starfsmenn UMFI um að brjóta um Skinfaxa, ársskýrslur, fréttabréf og annað er viðkemur útgáfumáfum. Stjórn Ufl/IFI ákvað að Ungmennafélagið Fjölnir í Crafarvogi myndi halda nœsta unglingalandsmót UMFI. Mikil upp- bygging er í Crafarvogi og blómlegt og öflugt starf hjá Fjölnismönnum sem án efa munu sinna þessu verkefni vel. Það verður gaman að fylgjast með undir- báningnum hjá þeim fyrir mótið og við hjá Skinfaxa munum vera í góðu sam- bandi við þá Fjölnismenn á meðan á undirbúningi stendur. 30. sambandsráðsfundur UMFI 30. sambandsráðsfundur UMFt var haldinn í Borgarnesi 19. október síðast- liðin. Aðalmál fundarins var Landsmót UMFI sem haldið verður í Borgarnesi nœsta sumar og skoðuðu fundargestir til dœmis hinar glœsilegu aðstœður sem komið hefur verið upp fyrir mótið. Á myndinni að ofan er Ingimundur Ingimundarson, formaður Landsmótsnefndar, í rœðupúlti en hann flutti eftirfarandi vísu á fundinum: Velkomin öll þið verið í víðfeðman Borgarfjörð, þar sem Egils saga hins unga öll verður skráð og gjörð. Hinn aldni var illur og grimmur, hinn ungi var mildur og hlýr, en enginn veit þó hvað undir, annars stakki býr. 14 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.