Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Síða 23

Skinfaxi - 01.12.1996, Síða 23
Þau eru systkini, hún er tíu ára og heitir Eyrún en hann er sextán og heitir Þorsteinn. Bæði voru þau svo ung þegar þau stigu fyrst á skíði að minningarnar eru horfnar úr huga þeirra en í dag renna þau sér niður brekkur á ógnarhraða á köldum vetrarmánuðum fyrir norðan. En hvernig kviknaði áhugi þeirra á skíðum Eyrún: Ég veit nú ekki hvernig áhuginn kviknaði en ég hef bara alltaf verið á skíðum. Þorsteinn: Ég held að við höfum bara verið sett á skíði þegar við vorum lítil og síðan höfum við verið á þeim. Það eru til myndir af okkur ansi ungum á skíðum en sjálfur man ég nú ekki hvenær þetta byrjaði allt. Er áhuginn á skíðaíþróttum mikill hérna fyrir norðan? Þorsteinn: Hann er þokkalegur og það er til dæmis mjög stór hópur sem æfir á Akureyri. Ég held samt að áhuginn hafi minnkað í eldri flokkunum á meðan hann hefur svo aftur aukist í yngri flokkum. Eyrún: Það eru ekkert ofsalega margir krakkar á mínum aldri sem keppa á skíðum en ég held að áhuginn sé að aukast. Þorsteinn: Það hefur sést vel til dæmis á Andrésarandar-leikunum að áhuginn er að aukast og greinilegt að áhuginn er mikill hjá yngstu krökkunum. Er æfinga- og keppnisaðstaða til fyrirmyndar hjá ykkur? Eyrún: Já, mér finnst aðstaðan góð en það er kannski helst veðrið sem er slæmt. Þorsteinn: Aðstaðan er ágæt hérna á Islandi en ef maður ætlar að ná langt verður maður að æfa úti í löndum. Ég hef farið í æfingabúðir til Svíðþjóðar einu sinni og þá kynntist maður aðstæðum eins og þær gerast bestar. Svo er það líka rétt að veðrið setur mikið strik í reikninginn hérna heima og erfitt að ná löngum og góðum æfingum vegna slæms veðurs eða snjóleysis. En er ekki erfitt að koma sér af stað á æfingu á köldu vetrarkvöldi? Þorsteinn: Maður æfir svo lengi sem lyftan gengur en auðvitað er oft mjög erfitt að koma sér af stað. Það liggur við að maður sjái heitt bað í hillingum þegar maður er að enda sumar æfingarnar. Er snjótímabilið nógu langt hér á Islandi til að æfa skíði af einhverjum krafti? Þorsteinn: Þetta er í góðu lagi þangað til rnaður er svona tólf ára gamall en þá virðast aðrar þjóðir komast framúr okkur og margir vilja meina að það sé vegna snjóleysis hér á Islandi. Hvað með mót? Eru þau nægilega mörg til að halda unglingum áhugasömum? Eyrún: Það eru nú nokkur mót sem ég keppi í og svo er mikið um þrautaleiki fyrir yngstu krakkana en ég tek oftast þátt í þeim. Þorsteinn: Það er meira um mót innan Dalvíkur þar sem enginn utanað- komandi getur tekið þátt. Þegar maður verður eldri er svo yfirleitt nóg af móturn en í fyrra var ég til dæmis að keppa um aðra hverja helgi frá janúar fram í apríl. Er hættulegt að vera á skíðum? Þorsteinn: Hraðinn getur oft orðið mjög mikill en sem betur fer er hjálmanotkun að aukast. Það varð slys fyrir nokkru þar sem ungur strákur lenti á staur og slasaðist illa. Eftir þetta atvik hefur borið mun meira á hjálmum og sjálfur nota ég alltaf hjálm. Eyrún: Ég nota alltaf hjálm og ef ég gleymi mínum heima fæ ég bara annan lánaðan. En er þetta ekki dýr íþrótt? Þorsteinn: Jú, þetta getur verið mjög dýrt og til dæmis þarf ég að kaupa tvö pör af skíðum á ári. Ég hugsa að ég geti fengið tvö pör á þrjátíu þúsund en svo þarf að kaupa festingar sem kosta jafn- mikið og skíðin. Eyrún: Það verður dýrara þegar maður eldist en í dag er það ekkert svo dýrt fyrir mig. Þorsteinn: Svo er líka annar kostnaður eins og ferðakostnaður sem við þurfum oft að borga sjálf en félögin hafa haft mjög litla peninga til að standa við bakið á okkur. • UMFÍ Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.