Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1996, Page 33

Skinfaxi - 01.12.1996, Page 33
„Maður er alltaf að reyna að bæta sig í tugþrautinni og gleymir að hugsa urn einstök met í hverri grein," sagði Jón Arnar sem fékk einmitt símtal frá þjálfara sínum eftir að hann hljóp 100 metrana á 10,3 sek á æfingarmóti og hafði þar jafnað gamalt Islandsmet en ekki gert sér grein fyrir því. Þetta er langt frá því að vera eina Islandsmetið hjá Jóni því hann á til dæmis líka metið í 200 metra hlaupi, 110 metra grind og langstökki. Jón Arnar sagði í viðtali við Skinfaxa fyrir um ári að tugþrautarmaður yrði að vera góður í öllum greinunum til að eiga einhverja möguleika á að ná langt en hann á sér samt uppáhaldsgreinar. „Það er alltaf gaman að stökkva og sjá hvað maður kemst langt. Einnig finnst mér stangarstökkið skemmtilegt." Æfingarnar fyrir mót eins og Olympíu- leikana eru langar og strangar en íþrótta- menn verða að „toppa" á réttum tíma og mikilvægt að vera með góð tæki sér til aðstoðar. Mjólkursýrumælingar hafa notið mikilla vinsælda um allan heim að undanförnu en Jón Arnar notaði þessa nýju tækni á undirbúningstímabili sínu. „Við vorum að prufa þetta fyrst núna svo það er erfitt að gera sér grein fyrir því hversu mikið það hjálpaði mér fyrir Olympíuleikana. Hitt er annað mál að þetta er mjög nauðsynlegt tæki og leiðbeinir manni mjög vel með undir- búningi fyrir mót." Jón Arnar og Lýra voru að prófa þetta tæki í sumar og sagðist Jón stundum hafa verið orðin ansi aumur í puttanum eftir um tíu stungur á dag en í hvert skipti sem mjólkursýran er athuguð þarf að fá einn blóðdropa til að mæla. „Það mega vera mest 4 millimól af mjólkursýru án þess að það hafi áhrif á getu en án mjólkursýrumælingarinnar hefði maður enga hugmynd um magnið í blóðinu. Þetta tæki segir manni líka hversu mikið maður getur lagt á sig á æfingum og hvað púlsinn má vera hár svo þetta tæki aðstoðar mann mikið." Nú er Jón Arnar einn frægasti íþrótta- maður okkar Islendinga og í surnar leið varla sá dagur að ekki væri fjallað um hann í fjölmiðlumá Islandi en Jón Arnar finnur ekki mikið fyrir þessu en tók eftir einum ummælum sem honurn fannst skemmtileg. „Það var viðtal við Pál Oskar í DV þar sem hann er spurður að því hver sé uppáhalds- íþrótta- maðurinn hans en flestir vita nú að Palli er „antis- portisti". Hann svaraði hins vegar þessari spurningu og sagði þessi flotti með litaða skeggið. Mér fannst gaman að þessu og greinilegt að skeggið hefur vakið einhverja athygli."• hér á landi sé ekki sú besta. „Aðstaðan er ekki góð en maður er ekkert að kvarta yfir henni. Það er samt fyndið að þegar ég er að segja tugþrautarmönnunum frá hinum löndunum hvernig ég æfi trúa þeir því varla og finnst ótrúlegt að land svona norðanlega eigi ekki góða innanhússaðstöðu," sagði Jón Arnar. Islendingar eru ekkert öðruvísi en aðrir og það gefur alveg augaleið að ef okkar fólk æfir ekki við sömu aðstæður og samkeppnisaðilar þeirra úti í hinum stóra heimi, verðum við aldrei með neitt meira en meðalmennskuna. Fyrir síðustu Olympíuleika fengu sumir keppendur okkar að undirbúa sig mjög vel fyrir leikana og sýndu t.d. Jón Arnar og Guðrún Arnardóttir að þegar þau sitja við sama borð og aðrir keppendur má fara að gera kröfur til þeirra. Jón Arnar er aðeins 27 ára og getur vel bætt sig fyrir næstu Ólympíuleika en skiljanlega er erfitt fyrir fjölskyldumenn að stunda bæði sína vinnu og æfa eins og atvinnu- mennirnir út í heimi gera. „Ég hef nú alltaf reynt að æfa sem mest hérna heima og það hefur kannski hjálpað mér að fá styrki til æfinga. Núna virðist samt allt liggja niðri og enginn virðist vilja taka neinar ákvarðanir." Framtíðin er því nokkuð óljós hjá Jóni Arnari þessa dagana en hann bíður eftir svörum hjá Ólympíunefnd og afreksmannasjóði um framhaldið. „Það hefur alltaf verið ' mín stefna að fara í jarðfræði þegar íþróttunum lýkur en ég vona að ég verði nú með á næstu Ólympíuleikum. Þá verð ég 31 árs og á besta aldri en eins og íþrótta- áhugamenn vita er Dan O'Brien, besti tugþrautar- maður heims, einmitt á þeim aldri." Það er ekki algengt að íslands- met í einstökum greinum séu slegin af tug- þrautarmanni, en Jón Arnar sýnir það kannski best hversu mikla yfirburði hann hefur yfir aðra frjáls- íþróttamenn þegar hann krækir í nokkur Islandsmet. UMFJ

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.