Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 3
ritstjórinn SPENNANDI LANDSMOT FRAMUNDAN Landsmót UMFÍ er ávallt beðið eftir með mikilli eftirvæntingu af ungmennafélögum sem og öðrum landsmönnum. Margir hafa lagt hönd á plóginn við undirbúning 23. Landsmóts UMFÍ, sem fram fer á Egilsstöðum dagana 12-15 júlí. Keppnisaðstaðan á Egilsstöðum hefur tekið miklum stakkaskiptum og er orðin hin glæsilegasta. Fróðlegt verður að sjá hvernig Eeppnismönnum reiðir af á mótinu og verður sjálfsagt hart barist þótt léttleikinn sé ávallt í fyrirrúmi á Landsmótum UMFI. Skinfaxi er nú að miklu leyti litaður Eandsmótsumfjöllun. Við tökum smá forskot á sæluna og |engum þá Jón Sævar Þórðarson og Tryggvi Guðmundsson til aö spá fyrir um úrslit í frjálsum og sundi. Rætt er við Loga Gunnarsson körfuknattleiksmann sem fór á kostum í vetur en hann, ásamt félögum sínum í Njarðvík eiga titil að verja frá Landsmótinu í Borganesi. Rætt er við Bjarna Hafþóri Guörnundsson bæjarstjóra á Egilsstööum, Björn Ármann Ólafsson formanni ÚÍA, Svein Jónsson formann Landsmótsnefndar og fleiri aðila á Austurlandi sem á einhvern hátt koma að Landsmótinu ótt Landsmótið skipi stórann sess í blaðinu hafa ungmennafélagar verið að gera marga góða hluti að undanförnu. Rætt er við ísak N. Halldórsson og Úelgu Dögg Helgadóttur sem liafa heillað alla upp úr skónum með frábærum árangri á dansgólfinu. Þá hafa Ungmennafélagar verið að gera góða hluti í þjóðaríþrótt °kkar íslendinga, glímunni og vert er að minnast sjötta sigurs higibergs Sigurðssonar í röð í Íslandsglímunni. Þá fór fríður hópur ungmennafélaga nýverið í kynnisferð til Danmerkur °g fjöldi áhugaverðra mála voru rædd á Samráðsfundi UMFl á Isafirði. Auk þessa er margt fleira spennandi í blaðinu. Með landsmótskveðju Valdimar Tryggvi Kristófersson Skinfaxi ritstjóri Valdimar Tryggvi Kristófersson blaðamaður Ijósmyndir Gunnar Guðmundsson Sigurjón Ragnar Sigurður Aðalsteinsson Umbrot og hönnun Valdimar Tryggvi Kristófersson Framkvæmdastjóri Ábyrgðarmaður Sæmundur Runólfsson Þórir Jónsson Auglýsingar Markaðsmenn Prentun Svansprent Pökkun Vinnustofan Ás Dreifing Blaðadreifing ehf. Ritstjórn Sigurbjörn Gunnarsson Anna R. Möller Vilmar Pétursson Sigurlaug Ragnarsdóttir Stjórn UMFÍ Þórir Jónsson Björn B. Jónsson Kristján yngvason Jóhann Ólafsson Kristín Gísladóttir Anna R. Möller Sigurbjörn Gunnarsson Sigurður Aðalsteinsson Helga Guðjónsdóttir Kjartan Páll Einarsson Helga Jónsdóttir Skrifstofa Skinfaxa Þjónustumiðstöð UMFÍ Fellsmúla 26 108 Reykjavík sími: 568-2929 fax: 568-2935 netfang: umfi@umfi.is heimasíða: www.umfi.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.