Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 41
Samráðsfundur á ísafirði - Valdimar Gunnarsson Samráðsfundur á ísafirði n9imundur Ingimundarson. Valdimar Gunnarsson kynnti Leiðtoga- skólann en mjög góð þátttaka hefur verið á námskeiðunum bæði frá ungmennafélög- unum og einnig frá öðrum félagasamtökum. í máli Valdimars kom fram að almenn ánægja hefur verið með fyrri hluta skólans sem haldinn var á fjórum stöðu í vor. Seinni hluti skólans verður síðan í haust á sömu stöðum. Það er von manna að þessi námskeið verði til að við fáum fleiri til þess að taka að sér forystuhlutverk innan félaganna. Valdimar Gunnarsson Samráðsfundur UMFÍ var haldinn á ísafirði 12.-13. maí á Hótel safirði. Á samráðsfundi mæta forystumenn hreyfingarinnar, orrnenn og framkvæmdastjórar sambanda og stilla saman strengi 1 sfarfi ungmennafélaganna. Góð mæting var á fundinn sem hófst á laugardagsmorgun. Þórir Jónson setti fundinn og kynnti góðan gest sem var Holger Vestergard frá DGI (Dansk gymnastik og idrætsforeninger) sem eru systursamtök ung- mennafélaganna í Dan- mörku. Hann var með fyrirlestur um mikilvægi lýðræðis í starfi félaga- samtaka. Hjá Dönum er skipulag íþróttamála með sama hætti og hjá okkur þ.e. tvö stór samtök sem hafa yfir- hisjón með íþróttamálum í landinu. Sú umræða hefur skotið upp 0|Hnum af og til að sameina skuli þessi samtök. í fyrirlestri Holgers 0rn fram að það væri vilji stjórnvalda að samtökin störfuð áfram í óbreyttri mynd því það væri mikilvægt til að viðhalda lýðræði. Að sama skapi væri það líka nauðsynlegt að fólk hafi valmöguleika. Góður rómur var gerður að tali Holgers og með hans málflutningi fengu menn nýja sýn á sameiningar mál UMFÍ og ÍSÍ en eins og menn vita hafa þau einnig verið ofarlega á baugi hér hjá okkur. félaga" á 23. Landsmóti UMFÍ. Nefndin stóð fyrir því að kaupa og flytja inn ,frá Danmörku, vagn með fjölbreyttum íþróttaáhöldum fyrir eldriborgara. Vagninn verður kynntur á Landsmótinu og stendur til boða og afnota þeim félögum sem þess óska. Ingimundur Ingimundarson kynnti Landsmótið og undir- búning fyrir það. í máli Ingi- mundar kom fram að allur undirbúningur gangi vel og allt bendi til að allt verð klárt á tilsettum tíma. Á fundinum var kynnt Landsmótslagið sem samið hefur verið og einnig var sýnt kynningarmyndband. Það er Ijóst á öllu að við munum eiga von á frábæru landsmóti á Egilsstöðum í sumar. Þórir Jónson greindi frá fyrir- hugaðri samkeppni um hönnun landsmótsmerkis sem nota skal til frambúðar. Sérstök nefnd mun vinna úr tillögum og velja merkið sem mun vera kynnt á Landsmótinu á Egilsstöðum. Þórir greindi einnig frá því að verið væri að athuga með hvaða hætti Landsmótseldurinn verði fluttur austur. Kjartan Páll Einarsson kynnti 5. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Stykkishólmi 2002. Nefnd hefur verið starfandi síðan í nóvember á sl. ári. Fulltrúar nefndarinnar fara á unglingalandsmót DGI í Danmörku í júní til að kynnast því hvernig frændur okkar framkvæma slík mót. HSH menn ætla að nota sama merki og notað var á Unglingalandsmótinu fyrir vestan og verður það vonandi til þess að þetta verði merki mótanna í framtíðinni. Gestgjafarnir fóru með fundarmenn í óvissuferð sem fólst í siglingu með farþegabáti um Djúpið. Þetta var ógleymanleg ferð og fengu fundarmenn þar nasasjón af "hrikalegri" náttúru Vestfjarða. Eftir sjóferðina var farið og skoðuð íþróttamannvirki í Bolungarvík og á ísafirði þar sem 24. Landsmót UMFÍ verður haldið 2004. Þórir Jónson kynnti hugmyndir að flutningi höfuðstöðva UMFÍ í nýja íþróttamiðstöð í Grafarvogi. UMFÍ hefur verið boðið að flytja sig í þetta nýja húsnæði en engar ákvarðanir hafa verið teknar og er málið aðeins á könnunarstigi. Fram komi í máli nokkura fundarmanna að skoða þyrfti þessi mál gaumgæfilega áður en ákvarðanir verða teknar. Pálmi Gíslason kynnti þátttöku nefndar "(þróttir eldri ungmenna- 41

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.