Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 32
Bjarni Hafþór Guðmundsson bæjarstjóri á Egilsstöðum Fjárfest til framtíðar Miklar framkvæmdir hafa veriö viö íþróttamannvirki á Egilsstööum undanfarin ár. Pó aö menn vilji ekki tengja þær allar við Landsmót Ungmennafélaganna sem verður þar í sumar er þó óhætt að segja að Landsmótið hafi ýtt við mörgum framkvæmdum í bænum. Björn Hafþór Guðmundsson er bæjar- stóri Egilsstaða og hefur staðið í eldlínunni í mörgum málum sem viðkoma Landsmótinu. Hann er fæddur 16. janúar 1947 og uppalin á Stöðvarfirði. Eftir að hann lauk Stú- dentsprófi frá MA 1968 kenndi hann við Grunnskólan á Stöðvarfirði í fjórtán ár. í maí 1982 tók hann síðan við stöðu sveitastjóra Stöðvar- hrepps og var þar sveitarstjóri til ársins 1991. Hann tók þá við starfi framkvæmdarstjóra Sambands sveitarfélaga Austurlandskjördæ- mis og gengdi því þangað til að hann tók við sem bæjarstjóri á Egilsstöðum í júlí árið 1998. Björn Hafþór er ekki ókunnugur íþróttum og félagsstarfi. Hann var í mörg ár formaður Ungmennafélagsins Súl- unnar á Stöðvarfirði, eða á gull- aldarárum félagsins eins og hann segir sjálfur. Gunnar Guðmunds- son ræddi við Bjarna Hafþór. Stundaöir þú sjálfur einhverjar íþróttir? ,,Já, ég var meira aö segja Austurlands- meistari í langstökki án atrenu af því aö þaö mættu ekki nema einhverjir tveir þrír skarfar eins og ég. Ég var mikið í frjálsum íþróttum á mínum yngri árum svona í kringum 1960 bæöi stökkum og hlaupum en var slakur í köstum enda vantaði mig alltaf einn fingur, síöan var ég líka mikið í knattspyrnunni." Hver eru þín kynni af Landsmótum? ,,Ja, þau voru á Laug- um 1961. Síðan fór ég á Landsmótið á Eiöum 1968 og ég var einnig í Keflavík þegar Unnar Vilhjálmsson setti ís- landsmet í hástökki 1984. Svo var ég á Akureyri 1981 og þá sem fararstjóri á vegum ÚÍA. Ég starfaöi lengi í frjálsíþróttaráöi ÚÍA und- ir stjórn Helgu Andrés- dóttur og Magnúsar Ste- fánssonar frá Fáskrúös- firði". Hvernig upplifðir þú Landsmótin? ,,Ég hef bara góöar minningar frá þeim og þetta eru mjög merkilegir atburöir á margan hátt. Þetta er ein stærsta íþróttakeppni á mælikvaröa okkar íslendinga, allavega sú fjölmennasta. Þaö var mjög gaman aö vera viö setningarhátíðir og fleira. Sem íþrótta- viöburöur þá fannst mér þetta alltaf stór- kostleg hátíö og svo var þarna auðvitað margt annað í tengslum viö þetta sem aö maður nýtti sér kannski ekki nóg. Þarna voru fjölmargar keppnisgreinar sem menn áttu aö geta fylgst meö en af því að ég var það mikið viöriðinn frjálsu íþróttirnar þá gaf ég mér ekki tíma til þess, ég var mest að snúast í kringum þær. Svo eignaðist maður auðvitað marga góöa vini og kunningja þarna sérstaklega hérna fyrir austan. Þaö eru ýmsir sem heilsa manni í dag sem að maður kynntist í gegnum þessi mót. Þannig aö ég á bara góöar minningar um þau þar aö auki gekk ÚÍA þokkalega á þessum árum.“ Snúum okkur aö Landsmótinu hér á Egilsstööum. ,,Já, þetta er búiö aö eiga sér nokkuð langan aödraganda. Þegar núverandi bæjarstjórn tekur viö í júní 1998 þá lá fyrir samningur milli fyrrverandi bæjarstjórnar Egilsstaöa og Ungmennafélagshreyfingar- innar um aö sveitarfélagiö mundi bjóöa til Landsmóts og í því var fyrirvari um slitlag á hlaupabrautir. Þaö lá fyrir eiginlega strax að ef þetta slitlag yrði ekki til staöar þá treystu menn sér ekki til aö halda Landsmótiö hér, þá á ég viö hreyfinguna. Auðvitað fannst okkur áhugavert aö stuðla aö því að fá mótiö hingað en við vorum hrædd um peningamálin. Þannig aö þaö var farið út í þaö aö leita hófanna hjá ríkisvaldinu. Eftir nokkuö mikla vinnu lá þaö fyrir að við fengjum 35 milljónir í þessa framkvæmd, en hún var vegna frjálsíþróttavallar fyrir Austurland. Viö höfum ætíö litið á þetta sem 32

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.