Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 45
séum bæði tilbúin þegar keppnin hefst og ég fer því yfirleitt niður f niorgunmat á meðan og kem með eitthvað upp fyrir hana svo hún geti nært sig áður en við stígum á gólfið." Það er ekki langt síðan að þiö komuð heim af Heimsmeistara- niótinu í Köblens í Þýskalandi Þar sem þið enduðu í 8-10 sæti sem er frábær árangur. Er þetta hesti árangurinn sem þið hafið náð? ”Já, á Heimsmeistaramóti. Okkur hefur ekki gengið neitt sérstaklega Vel á þessum mótum enda spilar Pólitíkin stóra rullu. Þ.e.a.s. að úrslitin snúast oft á tíðum mikið um hverjir sitja í dómnefndinni. Dóm- ararnir eru í flestum tilvikum einnig Þjálfarar sem þjálfa dansarana og Þekkja því mörg pörin sem taka Þátt í keppnunum. Þannig að þeir Þafa þá tilhneigingu til að hygla s'nu fólki þótt það sé ekki alltaf ^eðvitað," segir Helga. Hvernig stöndum við þá að vígí Qagnvart þessu? ”Ekki vel. Flestir okkar þjálfarar eru Þó erlendir en þeir dæma ekki ^ikið. Við höfum ekki keppt eða æft mikið á Englandi því við erum ekki ^eð enskan þjálfara. Okkur gengur Pví yfirleitt ekki vel þar. Pólitíkin hefur því mikið áhrif og spilar oft s(órt hlutverk," segir ísak og Helga Árangur ísaks og Helgu Þegar árangur dansparsins er skoðaður hér að neðan þarf að hafa í huga að þau hafa dansað á yngra ári i keppni og eiga eitt ár eftir í sínum flokki. Áriö 1999 Opið mót í Þýskalandi, ein sterkasta keppni sem haldin er í dansheiminum. í keppni í 10 dönsum lentu þau í 19 sæti af 164 keppnispörum sem þátt tóku. Flokkur 16 til 18 ára Hong Kong Open: 1 sæti í suður-amerískum dönsum og 2 sætið í standard dönsum. Flokkur 19 ára og eldri. Danshátíð Jóns Péturs og Köru: 1 sætið í suöur-amer- ískum dönsum. íslandsmeistarar í suður- amerískum og standard dönsum 16-18 ára. íslands- meistarar í suður-amerískum dönsum 19áraog eldri. Norðurlandameistarar í Danmörku í 10 dönsum í aldurflokknum 16-18 ára. Þessi frábæri ár- angur vakti mikla athygli þar sem dans- parið átti 2 ár eftir í aldursflokknum. \ i’t : 'rlösÉ 1 q _____________________________ 'ekur við; „T.d.í Úkaraníu, Lettlandi 9 löndunum þar í kring getur aöur gleymt því að ná góðum ^rangri þótt maður sé að dansa vel. etta hefur þó farið batnandi í essum löndum að undanförnu." ^rslitin geta því oft á tíðum verið °kkuð óvænt og ósanngjörn? l’’ a' °9 Þetta getur verið ofboðs- 9a svekkjandi sérstaklega þegar Veaear er viss um að maður hafi 'ö að dansa vel, en svo eru pör Oriflame Open haldið í Danmörku. Þar sigruöu þau í suður-amerískum dönsum og lentu í 2 sæti í standard dön- sum. Flokkur 16-18 ára ZB Arið 2000 ■ . Opið mót í Danmörku. ® Íí suður-amerískum dönsum lentu þau í 1. sæti af 50 keppnispörum sem þátt tóku og 2. sætið í standard dönsum. Evrópumeistaramót í Dan- mörku í suður-amerískum dönsum í flokki 19 ára og eldri. Þar lentu þau í 35.sæti, af 65 pörum sem skráð voru til keppni, mjög sterk keppni þar sem þau fengu dýrmæta reynslu. íslandsmeistarar í suður- amerískum og standard dön- sum 16-18 ára. íslands- meistarar í suður-amerískum og standard dönsum 19 ára og eldri. Heimsmeistaramót í Lett- landi í suður-amerískum dönsum í flokki 16-18 ára lentu í 38 sæti. Opin keppni í Riga í Lettlandi í standard dönsum og lentu þau í úrslitum og náðu 5.sæti. Heimsmeistaramót í Linz í Austurríki í 10 dönsum í flokki 16-18 ára og lentu þau í 14.sæti en 36 pör voru skráö til keppni. Opin keppni í Austurríki í suður-amerískum og stan- dard dönsum í flokki 16-18 ára og lentu þau í 8.sæti í þeim suður-amerísku og 12.sæti í standard. Bikarmeistarar f suður-amer- ískum dönusum í flokki 16-18 ára. Einnig kepptu þau í flokki 19 ára og eldri og lentu þar í 2.sæti. German Open. Þar tóku þau þátt í þremur greinum og urðu úrslit sem hér segir: í standard dönsum lentu þau í 16.sæti af 180 pörum. í suður-amerískum dönsum lentu þau í 7.sæti af 260 pörum. í 10 dönsum komust þau í úrslit og lentu í 5.sæti af 140 pörum. Þetta er besti árangur sem íslenskt par hefur náð í Þýskalandi. Fjórar opnar keppnir í Austurríki í flokki 19 ára og eldri á jafnmörgum dögum. 14 pörum frá 12 þjóðum var boðið á þetta mót og var þaö mikill heiður fyrir ísak og Helgu. Fyrsta daginn kepptu þau í standard dönsum og lentu í 4.sæti annan daginn var keppt í 10 dönsum og náðu þau 4.sæti þriðja daginn var keppt í suður- amerískum dönsum og náðu þau 4.sæti og þá var líka keppt í standard dönsum og lentu þau í 3.sæti. Síðasta daginn var keppt í suður- amerískum dönsum og lentu þau í 5.sæti en voru valin vinsælasta parið af áhorfendum. Kaisersiautern Open opin keppni í 10 dönsum í flokki 19 ára og eldri haldin í 33. sinn. Þar lentu ísak og Helga í 3.sæti. Norðurlandamót 2000 í flokki 16-18 ára þar sem ísak og Helga gerðu sér lítið fyrir og vörðu Norðurlandameistartill sinn frá því árinu áður og hefur þaö aldrei gerst áður að íslenskt danspar vinni tvö ár í röð. Arið 2001 Opin keppni í Pfortzheim í Þýskalandi í flokki 16-18 ára. Náðu þriðja sæti. íslandsmeistaramót í suður- amerískum dönsum og stan- dard dönsum. Fyrsta sæti í báðum dönsunum, íslandsmeistaramót í 10 dönsum. Fyrsta sæti. Bikarkeppni DSÍ. Fyrsta sæti. Heimsmeistaramót í suður- amerískum dönsum í flokki 16-18 ára í Koblenz í Þýskalandi. Alls tóku 73 pör þátt og þau komust í undanúrslit og enduðu 8-10 sæti. Glæsilegur árangur. Keppnisfyrirkomulag. í samkvæmisdönsum er keppt í þremur greinum sem lýst verður lítillega hér að neðan. Greinarnar eru suður-amerískir dansar, standard dansar og 10 dansar. Suður - Amerísku dansarnir eru Samba, ChaCha, Rumba, PasoDoble og Jive. Standard dansarnir eru Enskur vals, Tango, Vínarvals, Slow-foxtrot og Quick-step. 10 dansarnir eru allir áðurnefndir dansar. Til að sigra keppni í fyrri tveimur greinunum þarf að vinna a.m.k. 3 dansa og í keppni í 10 dönsunum er samanlagður árangur úr öllum dönsunum sem ræður úrslitum og þarf sigur að vinnast í a.m.k. 6 dönsum. í danskeppnum raða dómarar pörum f sæti 1 til 6 og er lægsta einkunnin 1 o.s.frv. Yfirleitt eru ekki færri en 7 dómarar sem dæma í hverri keppni og geta þeir verið allt að 13. í keppni þar sem 7 dómarar dæma þurfa pör að fá einkunnir frá 4 dómurum til að sigra. Sérhönnuð tölvuforrit eru notuð til að reikna út úrslit og raða pörum í sæti.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.