Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 46

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 46
Danspariö Helga Dögg og ísak tekin inn í úrslitin sem maður veit að hafa verið að dansa verr en við," segir ísak. Skiptir þá miklu máli að hafa þjálfara víðsvegar um heiminn? ,,Já, það getur gert það. Það eru mörg danspör sem reyna að fá kennslustund hjá sem flestum þjálfunum til að kynnast þeim. En þrátt fyrir pólitíkina getur það líka verið slæmt fyrir þig að flakka svona á milli þjálfara því hver þjálfari hefur sinn stíl og útfærslurnar geta því verið fjölbreyttar. Þetta getur gert dansparinu erfitt um vik," segir ísak Eru þið sátt við árangurinn sem þið náðuð í Köbiens? ,,Já, ég verð að viðurkenna það en vissulega hefðum við viljað gera betur. Það voru tvö pör fyrir ofan okkur sem við höfum unnið á mótum en þau hafa einnig unnið okkur þannig að við erum mjög sátt við árangurinn á mótinu," segir Helga. Ef það væri engin pólitík hjá dómur- unum. Gætuð þiö þá staðiö framar en þiö gerið í dag? „Ég veit það ekki. Mér fannst pólitíkin ekki ráða ferðinni í Köblens þannig að hún kom ekki í veg fyrir að við næðum lengra," segir Helga. Hvað þýðir þaö fyrir ykkur að lenda í 8- 10 sæti á Heimsmeistaramótinu? „Það verður náttúrlega tekið betur eftir okkur. En það er enginn styrkleikalisti í okkar aldursflokki og með tilliti til þess þá hefur það lítil áhrif. Maður byrjar alltaf upp á nýtt í hverju móti. En um áramótin förum við síðan upp í efsta flokk þ.e. 19 ára og eldri og þar er styrkleikalisti sem gildir. Þá skiptir miklu máli að vinna sig upp listann og vera ofarlega því þá eigum við möguleika á styrkjum og ekki veitir af þar sem það er mjög dýrt að stunda dansinn," segir ísak og Helga bætir við. ,,Það eru aðallega ferðirnar erlendis, gisting, þjálfarar og svo kjólarnir sem vega þungt. En ég þarf að eiga nokkra kjóla til skiptanna og þeir geta kostað allt upp í 100.000 kr. hver." Er þá ekki eina ráðið að gera dansinn aö atvinnu ykkar - aö fá borgað fyrir að dansa? „Auðvitað væri það gaman en við eru kannski ekki alveg kominn með hugann við það. Það er mikil atvinumennska erlendis og ágætis peningar í þessu, en maður verður að vera mjög góður til að komast alla leið. Ég á tvö ár eftir í skólanum, en ég stunda nám í MK og Helga er að byrja á öðru ári í Versló í haust og við viljum klára skólann fyrst áður en við förum að velta þessu alvarlega fyrir okkur," segir ísak Þótt þiö standið framarlega í dansinum í dag hafið þið sjálfsagt átt ykkar slæmu daga líka. Hvernig bregðist þið við ef einn dans gengur ekki upp hjá ykkur og svo þurfiö þið að fara beint í næsta dans? „Mér finnst það ekki erfitt en ég veit að Helga á dálítið erfitt með að rífa sig upp aftur." „Mér finnst erfitt að gíra mig upp aftur, breyta hugarfarinu og sætta sig við mistökin. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif en maður reynir samt að útiloka þetta og einbeita sér að næsta dansi. En maður verður líka að gæta sín á því að stundum er maður ekki sáttur við dansinn hjá sér en svo þegar maður kemur af dansgólfinu eru allir ánægðir og hrósa manni. Það þarf því ekki alltaf að haldast hendur hvað okkur finnst og hvað dómurum og áhorfendum finnst. Það er því nauðsynlegt að halda einbeitingu allan tímann og reyna að svekkja sig sem minnst þótt það geti verið ansi erfitt oft á tíðum." Hvernig er það þegar annað ykkar gerir mistök. Verðið þið þá ekkert pirruð út í hinn aðilann? „Jú, það getur gerst en það kemur þó ekki oft fyrir. Það er frekar að maður verður svekktur með sjálfan sig að gera mistök, en svo er líka oft á tíðum erfitt að greina mistökin hjá dansfélaganum þegar maður er að einbeita sér að dansinum sjálfur," segir ísak. Hafið þiö gert einhver alvarleg mistök í keppnum? „Já, blessaður vertu," svarar ísak á augabragði. „Ég held að ég hafi dottið fimm sinnum í keppnum. Svo er nokkuð um árekstra á dansgólfinu á milli para. Við erum yfirleitt minnst á dansgólfinu og einu sinni vorum við keyrð niður og lágum bæði hálf rugluð á gólfinu. Helga var í kjól og ég flæktist einhvern veginn í hann þannig að við gátum ekki staðið upp. Þetta var hálf vandræðalegt," segir hann hlæjandi við tilhugsunina. Og eru þiö þá úr leik? „Nei, alls ekki. Dómararnir taka tillit til þessa enda gerist þetta reglulega. Stundum fær maður enn meiri athygli því áhorfendur klappa þá fyrir manni og hvetja mann áfram." Hefur þú aldrei stigiö á fótinn á henni ísak? „Nei, það hefur ekki enn komið fyrir og verður vonandi ekki en ég hef stigið á kjólinn hennar og eyðilagt hann. Aftur á móti hefur hún kýlt mig nokkrum sinnum, en það hefur þá verið óvart og gerst í snúningnum hjá henni. Það versta sem við höfum þó lent í var þegar ég var keyrður niður af öðru danspari. Ég fékk olnbogann í andlitið og datt á gólfið hálf rotaður. Það þurfti að leiða mig út af og við þurftum að hætta keppni." En þið hafiö heldur betur sannað ykkur á síðustu árum. En hver eru markmiðin ykkar í framtíðinni? „Við höfum voðalega lítið planað hlutina fram í tímann enda erfitt. Við tökum þó þátt í Heimsmeistaramótinu í 10 dönsum í Kiev í Úkarníuí lok desember og þar ætlum við okkur stóra hluti. Hvað gerist eftir það verður að koma í Ijós," segja þau að lokum- I VIKUR PRJÓN i Ný verslun á netinu Verslaöu sokkana þína á vikurprjon.is I VIKUR PRJÓN I 46

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.