Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 16
Efnilegir íþróttamenn á Landsmóti - Ólafur Sigfús Björnsson ÚÍA Ungir og efnilegir íþróttamenn eiga eftir að láta mikið af sér kveða á Landsmótinu enda eiga ungmennafélögin mikið af hæfileika- ríku fólki sem getur náð langt í sinni íþrótta- grein. Heimamenn í ÚÍA eiga að sjálfsögðu sína fulltrúa og í þeim hópi er m.a. Ólafur Sigfús Björnsson hlaupari. Þá eiga Blikarn- ir unga og bráðefnilega frjálsíþróttakonu, Sigurbjörgu Ólafsdóttur sem getur náð langt á mótinu og sömu sögu er að segja af hinum unga Jóni Oddi Sigurðssyni sem keppir fyrir Njarðvík í sundinu. Skinfaxi fékk þetta ágæta íþróttafólk í stutt spjall. Stefnir á verðlaunapall Árið 1998 var stofnaður úrvalshópur ÚÍA í frjálsum íþróttum þar sem ungir og efnilegir frjálsíþróttamenn af Austurlandi voru valdir til að undirbúa sig sem best fyrir Landsmótið. Einn úr þessum hópi er Ólafur Sigfús Björnsson, 19 ára nemi við Menntaskólann á Egils- stöðum. Gunnar Guðmundsson hitti kappann. Olafur bió fyrstu átta ár æfinnar á takamarkað. Eg meiddist aðeins í vetur og Seyðisfiröi áður enn hann fluttist til Egilsstaöa. Hann hefur komið víöa við í íþróttaiðkun sinni m.a. stundað hand- bolta, skíöi, körfubolta og knattspyrnu. Hann segir systur sína hafa dregiö sig út í frjálsar á sínum tíma og í dag einbeitir hann sér eingöngu að frjálsum íþróttum. Ólafur hefur verið aö skipa sér í fremstu röð meöal 800 metra hlaupara á landinu og hefur nú í annað sinn verið valinn í úrvalshópi FRÍ 2000. í hvaöa greinum keppir þú á Landsmótinu? ..Ég keppi í 800 metra hlaupi sem er mín aðalgrein og líklega í 400 metra hlaupi en við eigum eftir að sjá til með það".“ Ert þú búinn að setja þér einhver markmiö fyrir mótiö? ,,Ég stefni að því að komast á verðlaunapall á mótinu og vonast einnig til þess að geta hlaupið á tveimur mínútum sléttum í áttahundruð metrunum." Hvernig kemur þú undirbúinn fyrir mótiö - hefur þú æft vel í vetur? ,,Það er nú reyndar búið að vera svolítið 16 var einnig slappur í æfingaferð sem við fórum í til Spánar í vetur. En ég er orðinn mjög góður núna og kominn á fullt.“ Hverjir veröa þínir helstu keppinautar? ,,Þá sem ég tel helsta fyrir Landsmótið eru nokkrir keppendur frá UMSS. Annars hafa þetta helst verið keppinautar frá Reykjavík en þau fá ekki að keppa á Landsmótinu." Hefur þú áður keppt á Landsmóti? ,,Já, þetta verður þriðja Landsmótið sem ég keppi á í sumar. Á fyrsta Landsmótinu mínu á Laugarvatni 1994 keppti ég reyndar bara í sýningargrein og var þá tólf ára gamall. Síðan keppti ég í Borgarnesi 1997." Hvað er eftirminnilegast frá þessum mótum? ,,Á fyrsta mótinu mínu á Laugarvatni var ég nú lítið farinn að ná einhverjum árangri en lenti samt í fimmta sæti að mig minnir í því hlaupi sem ég tók þátt í. Á síðasta móti tel ég mig hafa náð góðum árangri sem yngsti keppandinn. Ég lenti í tólfta sæti í 800 metra hlaupinu sem er svona í miðjum hóp keppenda og hljóp auk þess á ágætis tíma." Hvernig er andinn í ÚÍA hópnum? „Hann er mjög góður enda er búið að vera þjappa liðinu saman. Það er reyndar ekki erfitt að skapa stemmningu fyrir Landsmót og hvað þá þegar maður er á heimavelli. Úrvalshópur ÚÍA hefur verið starfandi í tvö til þrjú ár og á þessum tíma hefur hópurinn verið að kynnast æ betur. Þetta er sennilega stærsti og elsti hópurinn sem hefur verið hjá ÚÍA í mörg ár þó að við séum ekki orðinn mjög gömul. Ég er sennilega elstur. Já ég tel hópinn bara orðin nokkuð góðan saman. Við þekkjumst betur og erum flest orðin góðir vinir". Hefur það verið hvatning fyrir ykkur að fá Landsmótið hingað? ,,Já það er búið að vera helsta markmiðið hjá öllum í hópnum að undirbúa sig fyrir þetta mót.“ Er kominn spenningur og tilhlökkun i þig? ,,Já, ég er búinn að vera að undirbúa mig betur núna að undanförnu og eins í vetur. Núna síðasta mánuðinn tek ég vel á og passa vel upp á aðra hluti eins og mataræðið til að koma sem best undirbúinn fyrir mótið." Hefur þú sett stefnuna á eitthvað ákveðiö í framtíðinni hvað varðar íþróttir? ,,Nei, ekki neitt. Ég veit ekki hvernig þetta verður eftir Landsmót en vona að ég geti haldið áfram.“ í//i*æ/ J

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.