Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 14
Hreinn Halldórsson forstöðumaður íþróttamannvirkja á Egilsstöðum Allt búið að vera á haus! Paö veröur í nægu aö snúast hjá þér þegar aö Landsmótinu kemur? ,,/Etli að mesta törnin verði ekki yfirstaðin þegar kemur loks að Landsmótinu .Þá verður allt búið., en það er allt búið að vera á haus. Bæði hvað varðar útboðin á tólum og tækjum, búnaðinn fyrir völlinn og íþróttahúsið og svo þarf sundlaugin líka að vera klár. Við höfum þurft að fá sumt lánað en annað höfum við keypt. Við fáum t.d. lánaðar snúningsgrindur fyrir sundið, stangastökksdýnur og -búnað, sem við fáum frá Borganesi." Hreinn Halldorson fyrrverandi íslands- og Evrópumeistari í kúlu- varpi er forstöðumaður íþrótta- mannvirkja á Egilsstöðm. Það hefur verið í mörg horn að líta hjá honum við undirbúning aðstöð- unnar fyrir Landsmótið á Egils- stöðum. Gunnar Guðmundsson leit við hjá Hreini og skoðaði aðstöðuna, sem er hin glæsi- legasta og til mikils sóma fyrir Egilsstaði og Austurland. Þannig aö aðstæður veröa hinar bestu þegar mótið hefst? ,,Já, það er alveg ljóst.“ Hvert er þitt mat á áhrifum Landsmótsins á íþróttalífið á Austurlandi til lengri tíma litið? ,,Það er kannski rétt að það komi fram í byrjun að það voru margir og eru á móti þessari framkvæmd og telja að hún eigi ekki rétt á sér. Það er álitamál hvert peningarnir eiga að fara og eins hitt að íþróttafólk hér á Austurlandi væri ekki nægilega vel á sig komið til þess að fá svona mót. Það þyrftu að vera fleiri góðir. Menn horfa gjarnan til baka og vitna í tímann þegar Austfirðingar áttu lið í fyrstu deild í frjálsum íþróttum. Eitthvað slíkt ætti að vera uppi þegar verið væri að taka að sér Landsmót. En í mínum huga er þetta rangt því að svona mót ýtir á eftir, hvetur og dregur marga áfram til þess að koma sér í æfingu eða þá að halda áfram. Þetta eru vissulega ungmenni sem eru hér á ferð hjá okkur núna. Ég er ekki að tala um einhverja gamla sem geta komið aftur og aftur heldur hina sem eru á uppleið. Þetta eru ungmenni sem eru við fermingu og rúmlega það sem hafa verið að gera góða hluti á íslandsmeistaramótum barna og unglinga. Þau hafa verið að koma heim með verðlaunapeninga í bak og fyrir. Þannig að efniviðurinn er til staðar og það er vonandi að þessir krakkar haldi áfram. Þetta er það sem ég sé ef litið er til framtíðar að þessi mannvirki og þessi uppbygging hafi þau áhrif. Ef að þetta hefði ekki verið gert núna þá hefði ekki þessi vakning sem nú er komin átt sér stað. Þá hefði þetta farið enþá lengra niður en nú erum við þó farin að sjá til sólar hvað þetta varðar." Þú hefur semsagt oröiö var viö aö það er einhver vakning í gangi hér? "Ég hef svona fundið fyrir því utan að mér já. Og eins á því að þegar almenningur er farinn að snúa við blaðinu spilar það stóra rullu inn í þetta. Það skiptir mjög miklu máli þegar upp er staðið að almenningur sé sæmilega sáttur við þetta. Það er svipað og gerðist í Borgarnesi. Fólk breytti um skoðun eftir því sem nær dró og þegar það sá að þetta var alvara og að það væri hægt að gera þetta. Það sama er að gerast hér, fólk er þegar farið að skokka á brautunum og farið að sjá að þetta er ekki bara fyrir einhverja útvalda. Við sjáum þetta bara með íþróttahúsið hér. Raunverulega má ekki tengja þetta allt Landsmóti því þetta hefði komið hvort eða var. Það er bara spurning hvenær. íþróttahúsið átti samkvæmt skipulagi að vera löngu klárað. Landsmótið ýtti fyrst og fremst á eftir því að það yrði klárað. Stærð hússins tvöfaldaðist sem þýðir að við erum í dag með þrjá sali í gangi í staðinn fyrir einn, þar sem við getum skipt salnum með tveimur tjöldum. Við erum með þrjár mismunandi greinar á ferðinni í einu og afköstin eru því orðin langt um meiri en þau voru. Við skulum athuga það að nú sér hin almenni maður langt um fleiri tíma hér í húsinu heldur en áður hefur verið. Hvað þá með annað, eins og þegar völlurinn er kominn í fullt gagn líka. Þá verður þessi almenna þátttaka vonandi miklu betri og meiri. Menntaskólinn hérna er með íþróttabraut og þetta kemur til með að nýtast honum líka. Allt þetta dregur vonandi fólk inn á svæðið og er þá ekki tilganginum náð ef við getum aukið fjölda þeirra út á þessa aðstöðu?“ Hreinn ætti að kunna vel við sig á kúluvarpsvellinum! 14

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.