Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 44
Dansparið Helga Dögg og ísak Ungmennfélagar gera víöa vart viö sig eins og þeirra er von og vísa. Heitasti dansparið í dag eru þau ísak N. Halldórsson og Helga Dögg Helgadóttir en þau byrjuöu aö dansa saman sumariö 1999 og fljótlega kom í Ijós að metnaður þeirra og hæfileikar njóta sín vel á dansgólfinu. Þau dansa mest suður-ameríska dansa og hafa keppt víða bæði hér á landi og erlendis og náð mjög góðum árangri. Það má með sanni segja að þau hafi verið landi sínu og íslenskri æsku til mikils sóma. Þau hafa lengst af stundað dans í Dansskóla Sigurðar Hákonar- sonar en í dag eru þau meðlimir í og keppa fyrir Dansfélagið Hvönn í Kópavogi. Valdimar Kristófers- son tók þau tali. Heitasta danspar landsins Hvenær byrjuðuö þið að dansa? „Við byrjuðum að dansa þegar við vorum fjögurra ára. Við lærðum bæði hjá Sigurði Hákonarsyni en það eru þó ekki nema tvö ár síðan við byrjuðum að dansa saman þótt að við höfum sótt sömu danstímana lengi. Við þekktumst því mjög vel fyrir," segir ísak. Þau dansa í aldurshópnum 16-18 og fara upp um flokk um áramótin. fsak er ári eldri en Helga sem þýðir að hún færist ári fyrr upp um flokk en eila.“ Hvernig stóð eiginlega á því að þið fóruð fyrst að dansa saman fyrir tveimur árum? ,,Minn dansfélagi hætti og ég þurfti því nýjan dansfélaga og Helga var laus. ,,Við vorum bæði búin að vera með öðrum dansfélaga. Ég var t.d. búinn að hafa sama dansfélagann frá fimm ára aldri þegar hann hætti." segir Helga. Þið hafiö staöiö ykkur frábærlega á undanförnum mánuðum, en eftir hverju eru dómararnir að leita þegar þið eruð á gólfinu? „Þeir þurfa sannarlega að hafa augun opin því það er margt sem þeir þurfa að fylgjast með. Helst má kannski nefna rútínuna og tæknina þ.e.a.s. hvernig maður stendur, beygir sig o.s.frv. í raun má segja að þeir fylgist með hverju einasta spori sem er liður í rútínunni. Ég held að fólk sem þekkir kannski ekki mikið til dansins geri sér ekki alltaf grein fyrir því hvað dansinn er í föstum skorðum því hvert spor er fyrirfram ákveðið. Maður verður að gera allt rétt. Öll sporin hafa ákveðna merkingu í dansinum," segir Helga En nú eru dansarar oft brúnir og ein- staklega brosmildir þegar þeir eru á gólfinu. Skiptir útlitið og útgeislunin miklu máli? „Já, þetta verður allt að fylgja með enda makar maður á sig brúnkukreminu áður en maður stígur á gólfið. Stelpurnar verða að vera vel meikaðar, með gervineglur og - augnahár og kjóllinn verður að vera í lagi," segir Helga og ísak bætir við: „Ég er reyndar ekki mikið fyrir það að brosa þegar ég er að dansa. Þetta er bara eitthvað sem ég hef ekki í mér. Einbeitingin er öll í dansinum og ég gef mér yfirleitt ekki tíma til að brosa." ísak þarftu aldrei að lyfta Helgu upp og sveifla henni aöeins fram og til baka á gólfinu? „Ég þarf nú að gera lítið af því enda er þetta ekkert rokk, en það koma þó spor inn á milli þar sem ég þarf nota kraftana." Þú veröur þá ekkert var viö það ef Helga fitnar aðeins á milli keppna? „Nei, alls ekki," segir hann hlæjandi „En það hefðir varla mikil áhrif því hún er svo nett fyrir að nokkur aukakíló mundu ekki ganga frá mér." Þannig að strákarnir þurfa ekkert að vera stærri og meiri en stelpurnar til að ráða við þær? „Nei, alls ekki. Það eru nokkur pör þar sem stúlkurnar eru hærri en strákarnir en þeir virðast ráða vel við þær. Aftur á móti finnst mér danspar þar sem stelpan er stærri ekki koma nógu vel út." En dansinn er samt líkamlega erfiður? „Já, vissulega og það er roslega erfitt að halda út fimm dansa í röð sem hver tekur eina og hálfa mínútu. Þetta er því ekki jafn auðvelt og það lítur út fyrir að vera. Svo getur líka verið erfitt að halda út heila keppni sem byrjar kannski klukkan 10 að morgni og lýkur ekki fyrr en á miðnætti- Þegar keppnir byrja klukkan 10 á morgnana þarf ég að vakna klukkan sex tij að gera mig klára þ.e. meika mig, fara í hárgreiðsla, laga kjóllinn o.fl.," segir Helga- „Ég nota þá oft tækifærið og sef klukkutíma lengur þar sem minn undirbúningur tekur ekki eins langan tíma," segir hann glottandi og bætir síðan við- „Það skiptir náttúrulega miklu máli að við 44

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.