Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 49

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 49
Ingibergur Sigurðsson glímukóngur Sjötti sigurinn i röð Ingibergur Sigurðsson er flestum kunnur enda einn fremsti glímumaður íslendinga á síðustu árum. Ingibergur gerði sér lítið íyrir á dögunum og vann Grettisbeltið í sjötta skiptið í röð, sem er frábær árang- ur. Valdimar Kristófersson hitti Ingiberg og ræddi við hann um sigurinn og Þjóðaríþrótt íslendinga, glímuna. Ir>gibergur byrjaöi aö stunda glímuna 13 ara en hvernig stóö á því aö hann ákvaö a& stunda glímu? ,,Ég horföi heillaöur á allar dollurnar sem pabbi var með upp á hillu og það var til þess aö ég fékk ahugann. Hann var mikill glímumaður og e9 fylgdi honum oft eftir á æfingar. Þaö má Því eiginlega segja þaö aö ég hafi fengið ahugann í gegnum hann. Ég fann mig strax vel þegar ég byrjaöi og þaö hjálpaði ^ upp á framhaldiö. Síðustu sex árin hef e9 einnig stundað júdó meö glímunni." En ln9ibergur er 27 ára í dag. ?etta er í sjötta skiptið sem þú vinnur 'slandsglímuna og þaö hefur fáum fekist aö leika þann leik. Hver er 9aldurinn á bak viö þessa velgengni? "h’aö er metnaður og miklar æfingar. Þetta er eins og meö allar aðrar íþróttir að það Parf aö spá og spekúlera mikiö í andstæðingnum og þaö geri ég. Ég horfi jP'kið á videó og ef eitthvað fer útskeiðis þá er ég yfir það fram og til baka á spólunni.” Þú ert nýbúinn aö vinna Grettisbeltið sJötta áriö í röö. Var þetta erfiðasti ei9urinn til þessa? ,,Ég veit þaö ekki. Jú, Petta var náttúrulega mjög jafnt en þaö eem háði mér töluvert í mótinu voru °kklameiðsli sem ég lenti í fyrir fimm Pfánuöum síðan. Það gerði þetta kannski J^fnara en ella en ætli megi ekki segja að e9 hafi unnið þetta á keppnishörkunni nuna. Ég var ekki í nógu góðu standi en Pfsöur gat ekki ýtt því frá sér að eiga ^öguleika á að vinna sinn sjötta sigur í röð °9 komast með þvi í hóp nokkurra góðra rrianna- Ég varð því að vera með þótt ég Jf?ri ekki heill heilsu." ú ert búinn aö lýsa því yfir aö þú ætlir . . talra þátt í Íslandsglímunni á næsta ari- Attu von á aö taka Grettisbeltið enn e|tt áriö? ,,Já, og ég ætla að leggja mikið g mi9 til að ná beltinu á næsta ári. Ég ætla . yera með í eitt skipti í viðbót til að stefna sigur. Ég ætla ekkert að leyna því, en siöan a eg eftir að taka þátt í fleiri íslands- glimum meira til gamans. Mér finnst emmtilegt að glíma og því er ég ekki að nastta." m lrnan er þjóöaríþrótt íslendinga. Hver- ekk Stendur 9|iman 1 da9? »Hún stendur Ki vel. Þag þqIj,. verj5 samj keppenda- uinn f gifmunni ár eftir ár a.m.k. í essum eldri flokkum. Ég er því mikið að viö^a v'^ s°mu keppendurna en þó bætist svona einn og einn nýr á milli ára. Aftur á móti er tölu- vert að yngri kynslóðinni sem er að pru- fa að glíma en iðkendafjöl- dinn virðist þó alltaf vera sá sami. Mér þæ- tti skemmtileg- ra að sjá meir- a líf í kringum glímuna og að iðkendahópurinn stækkaði." Hvernig er hægt aö auka veg og virðingu glímunnar aö nýju? ,,Þetta er erfið spurning. Ég held að það sé með þetta eins og allt annað að það þarf peninga til að búa til gott og öflugt starf. Einnig vantar hæfa leiðbeinendur. Þeir finnast ekki um víðan völl. Það þurfa allir að fá borgað fyrir sína vinnu og því er erfitt að fá góða menn í þetta. Svo er glíman ekki vinsælt efni hjá fjölmiðlum landsins og því fáum við litla auglýsingu." Nú er ungmennafélagar í farabroddi í glímunni. Hvernig stendur á því? ,,Ég hef nú kannski ekki svarið við þessari spurningu. En glíman hefur verið stunduð meira úti á landi í gegnum tíðina og þar er hefðin." Landsmótið er í sumar á Egiisstööum. Á aö taka þátt í því? ,,Ég stórefast um það. Ég þarf að ná mér í fætinum og læknararnir tala um að það taki fimm til sex mánuði. Ég hef keppt á Landsmótum og það er virkilega gaman. Það er því svekkjandi að missa af þessu enda mikil stemmning á þessum mótum. En ég verð að vera skynsamur og hugsa fyrst og fremst um að ná mér í stað þess að taka áhættuna á að rífa upp meiðslin á Landsmótinu." En hvaö gerist ef Ingibergur verður ekki meö á Landsmótinu? Hver verður þá líklegur sigurvegari? ,,Sá sem stendur manni næst glímulega séð er Pétur Eyþórsson. Hann gerir oft góða hluti en hann er reyndar ekki í mínum þyngdar- flokki. Svo er Ólafur Sigurðsson, HSK. Hann er í þyngri flokknum og á sjálfsagt eftir að gera góða hluti. Ég gæti jafnvel talið upp fleiri glímumenn því þetta hefur verið jafnt að undanförnu eins og Íslandsglíman bar með sér." Ungmennafélagar hirtu öll verðlaunin Það er óhætt að segja að dagarnir 4- 5. maí hafi verið dagar glímunnar. Því föstudaginn 4. maí opnaði Glímu- samband Islands sína heimasíðu. Slóðin er www.glima.is. Laugar- daginn 5. maí fór Islandsglíman fram eins og lesa má um hér í blaðinu. Að kvöldi 5. maí var fyrsta lokahóf GLI haldið hátíðlegt. I lokahófinu voru veitt nokkur verðlaun. Ungmenna- félagar fengu þau öll, Jón M. Ivarsson Umf. Samhygð var kosinn félags- málamaður ársins, Kjartan Lárusson Umf. Laugdælum var kosinn besti dómari ársins og Hjálmur Sigurðsson Umf. Víkverja var kosinn besti þjálfari ársins. * Mikið kynningarstarf hjá GLI Glí hefur staðið fyrir miklu kynningarstarfi á glímu í vetur eins og mörg undanfarin ár. Starfsmaður GLI hefur farið í grunnskóla landsins og kynnt glímu fyrir nemendum. I vetur var farið í 68 skóla og 9822 nemendur fengu tilsögn í glímu. Ungmennafélagar í efstu sætum á styrkleikalista GLÍ Á styrkleikalista GLÍ sem gefin var út á dögunum eru bara Ungmenna- félagar. Þetta sýnir hve glíman er sterk hjá Ungmennafélögunum. Því má búast við spennandi keppni á Landsmótinu í sumar. Hér kemur listi yfir sex efstu: Karlar: 1-2. Ingibergur Sigurðsson Víkverja 1-2. Pétur Eyþórsson Víkverja 3. Kristján Yngvason HSÞ 4. Lárus Kjartansson HSK 5. Ólafur Sigurðsson HSK 6. Ólafur Kristjánsson Víkverja Konur: 1. Hildigunnur Káradóttir HSÞ 2. Soffía Björnsdóttir HSÞ 3. Svana Jóhannsdóttir GFD 4-5. Brynja Hjörleifsdóttir HSÞ 4-5. Hugrún Geirsdóttir HSK 6. Berglind Kristinsdóttir HSK 49

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.