Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 24
Tryggvi Magnússon sundþjálfari á Selfossi spáir í sundkeppnina á Landsmótinu Spennandi keppni Heiöar Ingi Marinóson er mikið efni. Tryggvi Magnússon sund- þjálfari á Selfossi veltir hér fyrir sér möguleikum liða og einstaklinga í sundkeppninni á Landsmótinu. Sundíþróttin hefur ávallt skipaö veglegan sess á Landsmótum. Synt verður í Ijómandi góöri sundlaug á Egilsstöðum og er aöstaöa þar til fyrirmyndar, ávallt boöiö upp á skemmtilega keppni og óvænt úrslit. Svo mun veröa í ár, þrjú lið eru líkleg til aö bítast um sigur í stigakeppninni og veröur keppnin væntalega jafnari nú en oft áöur. Aö þessu sinni veröa færri stórstjörnur en oft áöur, íslandsmetin í sundi eru flest í eigu sundfólks sem ekki er í Ungmennafélögum. Sundkeppnin ætti ekki aö líða fyrir þaö, þeir sundmenn sem næstir koma hafa tækifæri til aö láta Ijós sitt skína og munu efalaust gera þaö svo um munar. Mikilvægt er aö hafa í huga aö Landsmótið kemur í lok mikillar tarnar hjá sundfólkinu. Aldursflokkameistaramót íslands (AMÍ) er þrem vikum fyrir Landsmót og Sundmeist- aramót íslands helgina fyrir Landsmót. Ekki má gleyma öllum kempunum sem taka sundfötin af hillunni og synda fyrir sitt félag og velgja hinum yngri undir uggum. Þá ber aö geta þess aö einhverjir af þeim ungu og efnilegu sundmönnum sem líklegir eru til afreka á Egilsstööum veröa á Ólympíu- dögum Æskunnar sem fara fram á Spáni á svipuöum tíma og Landsmót. Þaö er því ansi erfitt aö spá fyrir um sigurvegara í ákveönum greinum því ekki er Ijóst á þessari stundu hverjir keppa á mótinu og því síður hvaða greinar fólk syndir. Eftir aö hafa rætt viö þjálfara toppliðanna er niöurstaöan sú aö þaö eru UMFN, UMSK og Keflavík sem eru líklegust til aö blanda sér í baráttuna um toppsætið í stiga- keppninni. Þessi lið fengu flest stig ungmennafélag- anna í deildarkeppni Sund- sambandsins í nóvember síöastliönum. Öflugt starf fer fram hjá þessum félögum allt áriö og þau hafa á aö skipa tölverðri breidd sem nauösynleg er ef sigur á aö vinnast. Njarövíkingar (UMFN) hafa vaxið mjög á þessu kepp- nistímabili og Steindór Gunnarsson þjálfari hefur náð að byggja upp skemmtilega liösheild og mikið stemm- ningsliö. Njarövíkingar koma til meö aö taka stig í öllum greinum og fara mjög langt á því. Þaö er baráttuandi í liöinu sem kemur þeim langt. Sundfólkiö jafnt aö styrkleika, en vagnin dreginn af tveim jöxlum sem smita út frá sér. Þaö eru þau Sigurbjörg Gunnarsdóttir og Jón Oddur Sigurösson sem eru lang sterkust Njarövíkinga ásamt hinni stórefnilegu Erlu Dögg Haraldsdóttur sem veröur líklega á Ólympíudögum Æskunnar. Njarövíkingar gætu misst einn til tvo pilta á Ólympíudaga Æskunnar en þaö verður ekki Ijóst fyrr en eftir AMÍ. Jón Oddur verður nýkomin af Evrópumeist- aramóti unglinga (EMU) og á að vinna bringusundin án erfiöleika og mun veröa á palli í þeim greinum sem hann syndir. Eina spurningin meö Jón Odd er hve vel honum tekst aö halda forminu frá EMU og hvort hann veröur ferskur andlega. (Ég hef reyndar fulla trú á því). Sigurbjörg er mjög fjölhæf, gæti synt allar kvennagreinarnar og veriö samkeppnishæf í þeim öllum og unniö nokkrar greinar. Mín tilfinning er aö Njarðvík sigri stigakeppnina. Kjalnesingar, UMSK verða meö sterkt lið sem samanstendur aö mestu af sundfólki frá UBK. Blikar fengu nýjan þjálfara í haust Mark Taylor og hann hefur skilaö góöu starfi, liöiö er mjög jafnt og hirðir líklega stig í flestum greinum. Þaö er ekki Ijóst hve sterkt liö Blika veröur en þeirra sterkasti sundmaöur er Þuríöur Eiríksdóttir baráttu- jaxl sem er framúrskarandi í bringu-, flug- og fjórsundi. Liö UBK verður samsett úr sundmönnum í A- hópi og Mark þjálfari leggur mikla áherslu á aö sundfólk úr B- hópi félagsins keppi á mótinu og upplifi stemmningu stórmótsins og læri aö leggja sín lóö á vogarskálarnar fyrir liöið. Breidd liösins og stemmning sú sem Mark hefur sýnt aö hann getur byggt upp mun skila liöinu ööru sæti í stigakeppninni. Keflvíkingar eru meö sterkt lið og hlutu langflest stig þessara liöa í Bikarkeppni SSÍ í haust. Hins vegar er óljóst hve stór hluti þess liös mætir á Landsmót. Þaö er hinsvegar klárt aö systurnar íris Edda Heimisdóttir og Eva Dís Heimisdóttir munu keppa og þær eru mjög sterkar. íris Edda keppti á síðustu Ólympíuleikum og er gríöarlega öflug í bringusundi.synti vel á Smáþjóðaleikunum og viröist vera að komast í gott form á ný. íris ætti aö vinna bringusundin og fleiri greinar ef hún er í stuði. Eva Dís er slyng í skriösundi og getur gert góöa hluti ef hún er í formi. Þeir Magnús Sveinn Jónsson og Guðlaugur Már Guömundsson leiöa jafnt karlalið Keflvíkinga aö öllu jöfnu og eru liðtækir í flestum sundum. Ég tel Keflvíkinga vera líklegasta til aö veröa í þriöja sæti mótinu. Af öörum liðum er þaö aö frétta aö HSK er ekki eins sterkt og undanfarið, mikil kynslóöaskipti aö eiga sér staö þar. Vestfirðirngar veröa meö liö og er HSV sem saman stendur af sundfólki frá Vestra á ísafirði þeirra sterkast. ísfiröingar gætu velgt hinum liöunum undir uggum en liðið er ungt og reynslu lítiö, því erfitt aö geta sér til um styrk þeirra í sumar. ísfiröingar hafa innan sinna raöa efnilegasta pilt íslands- mótsins 2000, Heiöar Inga Marinóson. Heiöar er gríöarlegt efni og synti vel á Smáþjóðaleikunum og vill örugglega slá Landsmótsmetin í 50m og 100m skriösundi og mun væntalega takast þaö. Þessi tveggja metra maður mun líka veröa skeinuhætttur í baksundi og flugsundi ef svo ber undir. Þetta eru þau liö sem hafa verið aö mæta á stóru mótin á þessu tímabili og gera góöa hluti. Því miður hefur iökun keppnissunds á landsbyggðinni dregist saman frá því sem var á síðustu tveim til þrem landsmótum. Þaö má þó telja víst aö efnilegt sundfólk komi fram á sjónarsviðið og láti til sín taka þó ekki hafi veröi minnst á þaö í þessari stuttu samantekt. Og þá aö því mikilvægasta, mætum á Landsmót. leggjum okkur fram, skemmtum okkur og njótum góöa veðursins-— LOKSINS!!!!!!! 24

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.