Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.2001, Blaðsíða 10
LOGI GUNNARSSON KÖRFUKNATTLEIKSMAÐUR „Ég man vel eftir Landsmótinu í Borganesi. Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkur komst ekki og því þurfti pabbi (Gunnar Þorvarðarson) að stjórna liðinu í mótinu og að sjálfsögðu leyfði hann mér að spila með. Ég spilað meira að segja nokkuð mikið og við unnum titilinn með glæsibrag eftir úrslitaleik við Grindavík. Þetta var í fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið á Landsmót." Og þú hefur skemmt þér vel? „Já, þetta var voðalega gaman. Það er ekki jafn mikil keppni á Landsmótinu og þegar leikið er á íslandsmótinu. Ég man að menn höfðu fyrst og fremst gaman af þessu en auðvitað var lagt upp með sigur. Ég náði þó ekki að upplifa þessa ekta Landsmótsstemmingu því ég var með fjölskyldunni í sumarbústað rétt fyrir utan Borganes og var því lítið á svæðinu nema þegar við spiluðum." Mega landsmótsgestir á Egilsstööum eiga von á aö sjá Loga Gunnarsson spila meö Njarövík á mótinu? „Já, ég hef trú á því. Það er búið að skrá mig og mig langar til að koma. Ég verð reyndar í fríi erlendis vikuna fyrir Landsmótið, kem á miðvikudag fyrir Landsmótshelgina þannig að ég hef varla tíma til að taka upp úr töskunum. Það er vonandi að ég komist og ég hlakka þá til að upplifa stemmninguna. Ég horfi meira á þetta sem skemmtum en alvöru þrátt fyrir að við eigum titil að verja. Það veröur líka spennandi að koma á Egilsstaði en ég hef bara einu sinni komið þangað áður." Hvaö finnst þér mest heillandi viö Landsmótiö? „Það sem mér finnst mest heillandi við Landsmótin er að þarna koma saman öll ungmennafélög landsins til að etja kappi sín á milli. Þá gefur þetta mönnum mikið félagslega og mér skilst að stemmningin sé alltaf góð. Þetta eru hálfgerðir Ólympíuleikar íslands og ég ætla að njóta þess að taka þátt í þeim ef ég kemst." Eru einhverjar aðrar greinar en körfuboltinn sem þú ætlar aö fylgjast meö á mótinu? „Já, ég hef trú á því. Þegar ég var á Smáþjóðarleikunum í síðasta mánuði þá fylgdist ég aðeins með íslendingum sem kepptu í öðrum greinum. Mér þótt það mjög gaman og ég á því von á að ég fylgist með Njarðvíkingum sem taka þátt I mótinu óháð því í hvaða grein þeir taka þátt í." Ef viö snúum okkur aö körfuboltanum í vetur þá veröur sjálfsagt ekki skemmtilegt aö glíma viö ykkur á Landsmótinu eftir frábæran árangur á íslandsmótinu þar sem þiö uröur íslandsmeistarar meö glæsibrag. Áttir þú von á þessum árangri íuppafi móts? „Já, við vissum strax í upphafi að við værum með sterkt lið og þess vegna stefndum við á alla titla sem í boði voru fyrir mót. Við náðum reyndar ekki að fylgja því eftir og duttum út úr Kjörísbikarnum og Bikarkeppninni. Eftir þessa lægð ákváðum við að taka okkur á og leggja allt I sölurnar. Það gekk eftir og við náðum þeim titlum sem eftir voru þ.e. Deildar- og íslandsmeistaratitli.” Veröiö þiö meö öflugt liö? „Já, ég á von á því. Samkvæmt leikmannalistanum sem við sendum þá verðum við með ágætislið og ættum að eiga góða möguleika að verja titilinn." Þið unnuð úrslitakeppnina nokkuö sannfærandi. Kom þaö þér á óvart hversu létt þið fóruö í gegnum úrslitakeppnina? „Nei, en í rauninni var þetta ekki eins lét og úrslitin gefa til kynna. Við lentum t.d. í tveimur mjög jöfnum og erfiðum leikjum á móti KR. En það sýndi kannski best styrk okkar að við náðum að innbyrða sigur í báðum leikjunum. Við höfðum óbilandi trú á okkur og sjálfstraustið var I botni. Það gekk því allt eftir og boltinn rúllaði fyrir okkur. Við vorum því vissir um allan tímann að við ættum eftir að hampa íslandsmeistaratitlinum." Þaö hefur löngum veriö sagt aö heimavöllur körfuboltans sé á Suöurnesjum enda koma þrjú sterk lið þaðan þ.e. Grindavík og Keflavík ásamt ykkur. En eru þiö risinn á Suöurnesjum? „Já, það er engin spurning. Við höfum unnið flesta titlana." Er ekki mikill rígur á milli félaganna? „Jú, það er rosalegur rígur og sérstaklega á milli okkar og Keflavík. Það er hálfgert "hatur" á milli félaganna. Þetta eru stærstu leikirnir á tímabilinu og manni leiðist aldrei að vinna þá. Það er svo skrýtið við þessa leiki að leikmenn sem eru ávallt vanir að gefa sig alla í hvern einasta leik virðast alltaf eiga einhvern aukakraft þegar spilað er á móti Keflavík." Fara menn þá í felur þegar þeir tapa fyrir Keflavík? „Nei, ég segi það nú ekki. Maður reynir að halda haus þótt orrahríðin frá bæjarbúum gangi yfir mann." Njarövík hefur hampaö mörgum titlum á undanförnum árum. Hver er lykillinn af þessari velgengni liösins? „Ég held að þaö sé hefðin á bak við félagið. Yngsta kynslóðin í Njarðvík elst upp við það að horfa á liðið vinna titla ár eftir ár og sjá hvað leikmenn hafa gaman af leiknum. Ég man það t.d. þegar ég var yngri þá fylgdist ég vel með liðinu og maður átti sína uppáhldsleikmenn t.d. var Teitur Örlygsson algjört goð í mínum augum. Ég lét mig ekki vanta á leik og ég sá liðið sópa til sín titlunum. Það eina sem ég hugsaði um var að svona ætlaði ég að gera þegar ég yrði stór. Þetta er einmitt hugsunarhátturinn hérna i Njarðvík, titlar er það eina sem menn stefna á." Nú er Teitur aö þjálfa þig í dag. Er hann enn sama goðið í þínum huga? „Já, ég ber jafn mikla virðingu fyrir honum í dag og þá. Ég er enn með eiginhandaráritun frá honum upp á vegg heima hjá mér sem ég fékk þegar ég var 10 ára. Mér líður mjög vel í dag þegar hann er með boltann í leikjum." Þú ert 19 ára en orðinn besti leikmaöur liösins í dag og í miklu ábyrgöarhlutverki. Finnst þér ekkert erfitt aö höndla þessa á ábyrgö svona ungur aö árum? „Nei, aldurinn skiptir ekki miklu máli þegar þú ert kominn í svona mikla keppni. 10

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.