Skinfaxi - 01.02.2005, Síða 8
Jörgen Ágústsson nemandi við Laugalækjarskóla:
„Ég var búinn að hlakka lengi til að fara að Laugum enda heyrt góðar sögur frá þessum stað. Móðir
mín er skólastjóri en bekkur úr skólanum hennar kom hingað og gaf Laugum bestu dóma. Mér finnst
Ungmenna- og tómstundabúðirnar mjög skemmtilegar, góð fræðsla og markvisst efni er það sem
boðið er upp á. Ég er alveg handviss um það að veran hér á Laugum eflir tengslin á milli nemend-
anna og skerpir um leið á vináttunni. Mér fmnst mjög sniðugt að brjóta upp skólastarfið með þessum
hætti og mikil tilbreyting. Við erum að fræðast hér
um ýmsa hluti en umhverfið og andrúmsloftið að
Laugum er með allt öðrum hætti en í hefðbundnu
skólastarfi, “ sagði Jörgen Ágústsson nemandi í 9.
bekk Laugalækjarskóla hress í bragði í samtali við
Skinfaxi þegar blaðið leit við í búðunum.
Jörgen sagði ennfremur þrosk-
andi að dvelja í búðum á borð við
Laugar Ekki skemmdu aðstæður
fyrir en þær væru frábærar f
alla staði. Hann sagðist bera þá
von í brjósti að Ungmenna- og
tómstundabúðirnar ættu bjarta
framtíð fyrir sér.
„Ég mæli eindregið með því
að skólar komið hingað og nýti
þær aðstæður og þjónustu sem
þar væri boðið upp á,“ sagði
Jörgen.
Jörgen Ágústsson og Saga Úlfarsdóttir nemendur úr Laugalækjarskóla í
Reykjavík létu mjög vel að dvölinni að Laugum. Þau sögðust hafa fræðst um
ýmsa hluti í búðunum og sniðugt væri oð brjóta upp hefðbundið skólastarf
með bessum hætti.
4
Saga Úlfarsdóttir í Laugalækjarskóla:
„Ég var búin að hlakka rosalega mikið til að
koma hingað að Laugum. Við fengum að vita
nokkrum vikum óður að til stæði að fara í ein-
hverjo ferð með níunda bekkinn. Ég sé ekki eftir
því að hafa farið því ferðin hefur verið í einu orði
sagt stórkostleg. Við höfum aldrei dvalið svona
lengi saman allur árgangurinn en það er a/veg
Ijóst að vinátta krakkanna í milli hefur skerpst
til muna, “ sagði Saga Úlfarsdóttir í Laugalækjar-
skóla.
Sögu fannst það bráðnauð-
synlegt að fá að komast út úr
venjulegu skólastarfi og dvölin að
Laugum hefði verið frábær í alla
staði.
„Það gerðust margir skemmti-
legir hlutir; bæði í starfinu og á
meðal krakkanna. Mér finnst
starfslið búðanna gott og ég mæli
hiklaust með því að nemendur
fari til dvalar að Laugum. Ég sé alla
vega ekki eftir því að að hafa farið
og ég á skemmtilegar minningar
frá dvölinni," sagði Saga.
i
Stíhlað d söguDní - fréttir úr hreyjingnnni
- Fyrsta félagsheimilið sem reis í landinu var byggt af Ungmenna-
félagi Reykdæla í Borgarfirði 1909.
Félagsheimilin hafa sett mikinn svip á allt þjóðlíf í gegnum tíðina
og verið samkomustaðir fólks vítt og breitt um landið.
SKINFAXI - tímorit Ungmennafélags íslands