Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.2005, Page 16

Skinfaxi - 01.02.2005, Page 16
Námskeið á vegom Leiðtogashólans Ungmennafélag Islands setti á stofn Leiðtogaskólann árið 2001 til að halda utan um fræðslustarf UMFI. Hlutverk skólans er að sjá félagsmönnum UMFI fyrir fræðslu í félagsstarfi og stuðla að nýjung- um í starfi hreyfmgarinnar. Leiðtogaskólinn býður upp á kröftug námskeið fyrir alla sem vilja ná betri árangri f félagsstörfum. Leið- togaskólinn leitast við að bjóða upp á vönduð námskeið með mjög hæfum leiðbeinendum. Ndmskeii lejðtogashálans 1001 Þátttakendur á námskeiðinu sem haldið var á Hvanneyri. 1. Fundarstörf og fundarstjórnun: Þátttakendur fá góða tilfinningu fyrir mikilvægi faglegrar fundar- stjórnar; jafnt stærri sem smærri funda og hvernig þeir geta sjálfir fengið sem mest út úr fundarsetu sem fundarmenn. Farið er yfir öll grundvallarat- riði fundarskapa. Þátttakendur fá þjálfun í réttum fundarsköpum og að stjórna fundum.Tilgangurinn er að þjálfa þátttakendur í að taka virkan þátt í fundarstörfum og tryggja markvissan og góðan fund. Námskeiðið er 6 tímar 2. Ræðumennska I Eflir hæfni einstaklingsins til að taka til máls og tjá sig fyrir framan hóp af fólki. Námskeiðið byggist upp á æfingum í framkomu, framsögn og uppbyggingu á ræðum. Farið er í margskonar form á ræðum s.s. söluræðum og tækifærisræðum. Námskeiðið er 6 tímar 3. Ræðumennska II Námskeiðið er ætlað þeim sem lokið hafa námskeiðinu Ræðu- mennska I og/eða öðrum ræðu- námskeiðum. Einnig er æskilegt að þátttakendur hafi einhverja reynslu af ræðumennsku. Að efla þekkingu og þjálfun þátttakenda á málsnilld og fram- komu á opinberum vettvangi. Námskeiðið er 5 tímar 4. Að starfa í stjórn Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar eða ætlar að starfa í stjórn félagasamtaka. Farið verður í gegn- um hlutverk stjórnarmanna. Mikil- vægi nýrra hugsunarhátta ístarfi fé- lagsins. Hvernig fáum við nýtt fólk til að starfa með okkur. Félagsstarf í nútímaþjóðfélagi. Fundarstjórn og framkomuþjálfun. Námskeiðið er 5 tímar 5. Leiðtogaþjálfun Öflugt námskeið ætlað þeim sem áhuga hafa á að starfa í forystu- sveit hvort heldur í félagsstarfi eða atvinnulífinu. Þátttakendur fá þjálfun sem undirbýr þá til að tak- ast á við þau fjölbreyttu verkefni sem forystumaður í félagi þarf að kunna skil á. Meðal annars verður farið í eftirfarandi: Fundarstörf og fundarstjórnun, framkomuþjálfun (ræðumensku), leiðtogafræðslu, samskipti við fjölmiðla, þjálfun fyr- ir viðtöl í fjölmiðlum, greinaskrif í fjölmiðla.ýmsaræfingarsem stuðl- að geta að leiðtogahæfni. Námskeiðið er 4 dagar ó.Annað Auk þess verða í boði styttri námskeið sem verða auglýst sér- staklega. Ndmskeiðshold í sumar / Eins og undanfarin ár hefur Ungmennafélag Is- lands milligöngu fyrir verkefnum á Norðurlöndun- um í sumar. Spennandi kostir eru í boði en þess má geta að þátttakendur sem farið hafa héðan hafa líst yfir mikilli ánægju með ferðir sínar. Lítum á það sem í boði er Útilífsvika NSU Nýtt verkefni á vegum NSU er úti- li'fsvika í Noregi. Þarna gefst ungu fólki kostur á að taka þátt í spenn- andi viku þar sem áhersla verður lögð á útiveru í fögru norsku umhverfi.Vikan verður haldin I -7. ágúst 2005. Nánari dagskrá er á í sumar: heimasíðunni.Takmarkaður fjöldi þátttakenda og valið verður úr umsóknum sem berast. Leiðtogaskóli NSU Leiðtogaskóli NSU verður haldinn í Færeyjum 10.-17. júlí 2005. Leið- togaskóli NSU er fyrir ungmenni á aldrinu 18-25 ára sem hafa reynslu af því að vera í forystu. A námskeiðunum er farið í ýmsa þætti sem hjálpa fólki í störfum þeirra sem leiðtogar Þar sem sætafjöldi er takmarkaður þá hafa ekki allir komist að sem þess hafa óskað og verður valið úr hópi umsækjenda. Ungmennavikan 2005 Ungmennavika NSU 2005 verður haldin ÍNoregi 3.-10. júli'2005. Staðsetning er í nágreni Bergen ogVoss, Þema vikunnar er mismun- andi menning á Norðurlöndunum. Ungmennavikurnar eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 16- 20 ára. Allir sem eru aðilar í ungmennafé- lagi geta sótt um að fara. Upplýsingar veittar á þjónustumiðstöð UMFI í si'ma 568-2929 eða gegnum netfangið valdimar@umfi.is. 16 SKINFAXI - tímarit Ungmenna/élags Islands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.