Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.02.2005, Blaðsíða 28
BlftT ÁFRAA/I! Námskeiö á vegum UMFÍ og Blátt áfram: Mdror bama Ungmennafélag Islands og Blátt áfram verkefnlð er nú farlð af stað með námskeiðlð Verndarar barna sem boðar byltingu í fræðslu, forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börn- um. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð. Námsefnið Vernd- arar barna er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem þjóna börnum og ungling- um - sem og einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra. Við viljum hvetja sambands- aðilana og félögin til að kynna sér þetta námskeið.Verkefnisstjóri Blátt áfram mun hafa samband á næstunni þar sem við viljum gefa ykkur tækifæri til að sækja umrætt námskeið í heimabyggð. I leiðinni viljum við bjóða skólum og öllum þeim sem þjóna börnum og ung- lingum í einhverri mynd að sækja námskeiðið. Hvað er í boði? * Gagnvirk vinnubók fyrir hvern þátttakanda sem inniheldur allt námsefnið. * Meðfylgjandi I '/2 klukkustund- ar myndefni á VHS/DVD sem hefur að geyma frásagnir þol- enda þar sem þeir gera grein fyrir ferlinu; bæði ofbeldinu og heiluninni. Einnig er þarna að finna myndbrot með fræðslu og leiðbeiningum frá höfundi námsefnisins og sérfræðingum sem daglega þurfa að takast á við öll þau vandamál sem lúta að kynferðislegri misnotkun. * Upplýsingabæklingur um þau lög sem lúta að kynferðislegri misnotkun;opinberstefnumót- un, viðbrögð, meðferð mála og úrræði. * Upplýsingar um félagsleg úr- ræði, stuðning og aðstoð fyrir þolendur og fjölskyldur þeirra. Hver eru helstu sérkenni námskeiðsins Verndarar barna? * Gagnvirka vinnubókin, þjálf- unin og myndefnið nota grundvallarhugtök á borð við fjáls vilji, meðvitund og máttur einstaklingsins til að auka skiln- ing á eðli og áhrifum kynferðis- legrar misnotkunar á börnum. Þessi sömu grundvallarhugtök eru notuð til að varpa Ijósi á ábyrg viðbrögð og aðgerðir Námsefnið er afar beinskeytt þegar kemur að því að gera alla fullorðna einstaklinga ábyrga fýrir velferð barna almennt - en veitir einnig ráð og stuðning til þeirra sem vilja breyta sjálfum sér; öðlast kjark til að bregðast við á ábyrgan hátt. * Verndarar barna er víðtæk áætlun sem fjallar um alla þá áhrifaþætti sem nauðsynlegt er að þekkja og kunna á þegar stefnumótun og viðbragðs- áætlun stofnana, fýrirtækja og einstaklinga er annars vegar Svava Björnsdóttir verkefnistjórí Blátt áfram. Allt miðar þetta að því að tryggja öryggi barna og auka meðvitund og sjálfstraust þeirra sem starfa með börn- um á einn eða annan hátt. * Til að styrkja þá grunnþætti sem námskeiðið byggir á not- ar Darkness to Light gagnvirkt líkan sem færir þátttakendum aukið sjálfsöryggi og vald - sem eykur likurnar á breyttri meðvitund og viðbrögðum. Námsefnið er hvetjandi, ákveð- ið og sannfærandi. Það kallar þátttakendurtil persónulegrar ábyrgðar á öryggi og velferð barna þó það sýni jafnframt ótta þeirra og áhyggjum skiln- ing. * Meðal námsgagna er einnig bæklingurinn „7 skreftil vernd- ar börnunum okkar", sem er grundvallar fræðsluefni Dark- ness to Light um forvarnir gegn kynferðislegri misnotkun. * Þjálfunarnámskeiðið hentar ekki aðeins stofnunum og að- ilum sem þjóna börnum beint, heldur einníg einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja bregðast við því vandamáli sem kyn- ferðisleg misnotkun á börnum er og þeim áhrifum sem hún hefur í öllum þrepum þjóðfé- lagsins. Hverjum nýtist þetta námskeið? * Stofnunum, félagasamtökum og fyrirtækjum sem leita að þjálfun fyrir starfsfólk og sjálf- boðaliða íforvörnum gegn kynferðislegri misnotkun. * Stofnunum, félagasamtökum og fyrirtækjum sem þrá að leggja sitt af mörkum í þjóð- félaginu með því að fræða fullorðna um verndun barna. * Stofnunum, félagasamtökum og fyrirtækjum sem þurfa að bregðast við kröfum trygginga- félaga sem lúta að verndun barna. * Hugsjónafélögum sem vilja auka frumkvæði einstaklinga og samfélagslega ábyrgð lands- manna. * Einstaklingum sem vilja búa til sína eigin áætlun um forvarnir gegn kynferðislegri misnotkun barna. Til að nálgast nánari upplýs- ingar um námskeiðið fýrir þig, félagasamtök, fyrirtæki og stofn- anin vinsamlegast hafið samband við Svövu Björnsdóttur hjá UMFI á netfangið svava@umfi.is eða í síma 568-2929. 28 SKINFAXI - tímorit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.