Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Síða 7

Skinfaxi - 01.05.2006, Síða 7
Ritstjóraspjall — Jón Kristján Sigurðsson Unglingalandsmótin hafa mikið forvarnagildi Unglingalandsmót UMFÍ hafa skapað sér ríkulegan sess sem ein stærsta íþrótta- og fjöl- skylduhátíð landsins á ári hverju. Um þessi mót er glæsileg umgjörð og má með sanni segja að andi ungmenna- félaganna svífi þar yfir vötnum. Á þessum tímum, þar sem freistingar alls konar blasa við unglingum, þá ekki síst um verslunarmannahelgar, er bráðnauðsynlegt að fjölskyldan geti komið saman og varið þessari helgi saman. Unglingalands- mótin bjóða upp á þennan kost þar sem fjölbreytileg afþreying í heilbrigðu umhverfi er í boði. Unglingar á aldrinum 11 -18 ára geta notið verunnar á Unglingalandsmóti við íþróttakeppni í mörgum greinum og skemmtanir á kvöldin. Það að unglingum stendur til boða þetta mót, einmitt um þessa helgi, er afar dýrmætt. Ennfremur að fjölskyldan sláist öll með í för og eigi saman góða helgi. í þessu hraða samfélagi sem við búum í gefst minni tími fyrir fjölskylduna en áður til að tala saman og verja tímanum hvert með öðru. Á Unglingalandsmóti UMFÍ er hægt að sameina marga þætti og þá ekki síst þann sem snýr að fjölskyldunni. Unglingalandsmótin hafa mikið forvarnagildi og sterkasta vopnið gegn óhollum freistingum er að skella sér á landsmót og etja kappi við jafnaldra sína. Mikið uppbyggingarstarf hefurverið síðustu mánuðina á Laugum í Þingeyjarsýslu en þar er að rísa stórglæsileg íþrótta- aðstaða. Framkvæmdaaðilar og íbúar í sýslunni hafa unnið hörðum höndum og sjá nú laun erfiðisins. Það þarf kjark og þor að ráðast i að halda svona mót en með sameiginlegu átaki allra aðila sem að verkinu koma hefur tekist að koma upp aðstæðum sem allir geta verið stoltir af. í nánustu framtíð munu íbúar á Laugum búa við fyrsta flokks aðstæður til íþróttaiðkana og þá mun framhaldsskólinn á Laugum ekki síst njóta góðs af íþrótta-mannvirkjunum sem risið hafa. Allir hafa fyllst eldmóði og fegrað umhverfi sitt og er óhætt að segja að Laugar skarti sínu fegursta um þessar mundir. Laugar er einstakt bæjarstæði frá náttúrunnar hendi og stutt í fjölda staða sem áhugavert er að skoða. UMFÍ stendur fyrir mörgum góðum verkefnum. Óhætt er að segja að unglingalandsmótin eru eitt af„flaggskipum" hreyfingarinnar. Það er sannarlega álitlegur kostur fyrir fjöl- skylduna að skella sér að Laugum um verslunarmannahelgina, njóta þess sem í boði er á mótinu, frábærrar náttúru og sam- verustundar með fjölskyldunni. Laugar taka vel á móti fólki um verslunarmannahelgina. Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson Ábyrgðarmaður: Björn B. Jónsson, formaður UMFl Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðs- son o.fl. Umbrot/hönnun: Örn Guðnason Prentun: Prentmet Prófarkalestur: Helgi Magnússon Auglýsingar: PSN-samskipti og Gunnar Bender Ritnefnd: Anna R. Möller Sigurlaug Ragnarsdóttir BirgirGunnlaugsson Ester Jónsdóttir Skrifstofa UMFf/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFl, Fellsmúla 26, 108 Reykjavik, sími: 568-2929, netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFf: Sæmundur Runólfsson, framkv.stjóri, Valdimar Gunnarsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Esther Jónsdóttir, ritari, Þóra Kristinsdóttir, bókhald, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa, kynningar-og upplýsinga- fulltrúi. Stjórn UMFl: Björn B. Jónsson, formaður Helga Guðjónsdóttir, varaformaður Björn Ármann Ólafsson, gjaldkeri Ásdís Helga Bjarnadóttir, ritari Anna R. Möller Haraldur Þór Jóhannsson Hringur Hreinsson JóhannTryggvason Einar Jón Geirsson EinarHaraldsson Eyrún H. Hlynsdóttir Forsíðumynd: Yfirlitsmynd frá Laugum þar sem 9. Unglinglandsmót UMFf verður haldið um verslunarmannahelgina. Laugar skarta sínu fegursta um þessar mundir og landsmótsvæðið verður tilbúið til að taka á móti gestum. Neðri myndin er frá setningu Ungl- ingalandsmótsins í Vík í fyrra. Mótið þartókst afar vel í alla staði og var heimamönnum til mikils sóma. SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands ~J

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.