Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2006, Page 16

Skinfaxi - 01.05.2006, Page 16
Arnór Benonýsson, formaður HSÞ: Fjölskyldu- samkoma í heilbrigðu umhverfi „Allur undirbúningur fyrir unglingalandsmótið er á áætlun þrátt fyrir að við vorum óheppin í haust og í vor með veðurfar. Það snjóaði snemma síðastliðið haust og einnig fram eftir vori. Núna er staðan þannig að við erum á áætlun, búin að ná í skottið á sjálfum okkur en við þurftum að vísu smásprett til þess. Þegar öllu er á botninn hvolft er hægt að segja að staðan sé bara góð," sagði Arnór Benónýsson, formaður HSÞ, sem er framkvæmdaaðili 9. Unglingalandsmóts UMFl að Laugum í Þingeyjarsýslu sem haldið verður dagana 4.-6. ágúst í sumar. - Hvernig hefur það verið fyrir Héraðs- sambandið að standa í því að skipuleggja alla þessa framkvæmd fyrirmótið? „Það er gríðarlega áskorun því samfara að halda mót sem þetta. Þetta hefur þó verið um fram allt mjög skemmtilegt, bæði fyrir Héraðssambandið og ekki síður fyrir sveitarfélagið. Þær framkvæmdir sem sveitarfélagið stendur fyrir hér á staðnum, til þess að gera okkur kleift að framkvæma þetta mót, munu standa eftir og verða gríðarlega mikils virði fýrir allt svæðið. Auðvitað er þetta skemmtilegt, en þetta er erfitt stundum og mikill sprettur. Svo verður þetta vafalaust enn skemmtilegra því að nú er endaspretturinn eftir. (mínum huga eiga Laugar og sveitirnar hér í kring eftir að njóta góðs af þessu móti í nánustu framtíð. Við fórum þá leið að velja góð efni við völlinn sjálfan til að gera hann sem best úr garði sem frjálsíþróttavöll þar sem hægt er að halda flest helstu mót hér innanlands. Fyrst og fremst vorum við þó að hugsa um æfingaaðstöðuna, ekki bara fyrir sveitarfélagið heldur einnig fyrir sveitarfélögin hér í kring. Þangað til að Akureyringar eignast sinn völl munu þeir eflaust sækja æfingar hingað. Framhaldsskólinn hér á Laugum fær feikilega góða aðstöðu en hann mun hafa ókeypis aðgang að þess- um velli samkvæmt samn- ingi við sveitarfélagið. Með íþróttahúsinu og sundlaug- inni ber þessi skóli, hvað íþróttaaðstöðu snertir, af öllum framhaldsskólum í landinu," sagði Arnór Benónýsson, formaður HSÞ. Arnór segir menn hafa verið ansi bratta þegar þeir ákváðu að sækja um að halda Unglingalandsmót. Hann segir marga aðila styðja vel við bakið á sveitarfélaginu, fjárveitingavaldið, UMFf, og eins hefur komið fjármagn frá einkaaðilum, stofnunum og Laugar og sveitirnar hér í kring eiga eftir að njóta góðs af þessu móti í nánustu framtíð actavis hagur I heilsu ÁK SMÍÐI KB BANKI t98c BakkavOr ÍSTAK SUDURLAHDSSKÓGAR ili 16 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.