Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2006, Qupperneq 17

Skinfaxi - 01.05.2006, Qupperneq 17
fyrirtækjum víða að. Þessir aðilar hafa allir komið mjög myndar- lega að þessari framkvæmd þannig að sveitarfélagið sem slíkt er að koma upp aðstöðu með kannski hagstæðari hætti en það gæti ella, ef mótið hefði ekki komið til. Arnór segir að ef mótið væri ekki þá hefði þessi aðstaða aldrei komið upp. Það má því með sanni segja að það er gríðarlega mikils virði fyrir sveitarfélög og þá ekki síst þau minni að halda þessi mót og og fá stuðning til að koma sér upp aðstöðu hvert á sínum stað. Hann segir að menn megi ekki vanmeta þann þátt í mikilvægi Ungiingalandsmótanna sem er merkilegur hlekkur í starfi Ungmennafélags fslands. Honum finnst þessi þátturfrekarfara stækkandi en hitt. - Hvað eru Unglingalandsmótin íþínum huga? „Þau eru fyrst og fremst fjölskyldusamkoma þar sem fólk kem- ur saman og eyðir tímanum við heilbrigða keppni í fjölmörgum íþróttagreinum. Foreldrar og þeir sem yngri eru geta notið úti- vistarinnar, fylgst með og fengist við afþreyingu sem er ekki endi- lega fólgin í keppni. Mótin eru fjölskyldu- og íþróttahátíðir sem skipta feikilegu máli um verslunarmannahelgar ár hvert. Mótin eru svar ungmennafélagshreyfingarinnar við útihátíðunum vítt og breitt um landið þessa umræddu helgi,"sagði Arnór. - Hvernig hefur almenningur hér í sveitinni tekið þessum framkvæmdum öllum? „Alveg ótrúlega vel. Þeir sem búa hér í nánasta umhverfi hafa sýnt því raski, sem svona framkvæmdir hafa í för með sér, feikilega mikinn skilning og duglegastir við sjálfboðaliðastarfið hafa verið þessir einstaklingar sem eru hér í næsta nágrenni og búa við mesta ónæðið við framkvæmdirnar. Kannski skilja þeir líka best hvað mikils virði hvað það er að fá þessa aðstöðu. Hér er andrúmsloft allt feikilega jákvætt og mikill spenningur að komast nær samfélaginu með þessu móti. Þetta er á flestum sviðum mjög jákvætt, við svitnuðum svolítið í vor en í dag er þetta allt saman á góðu róli," Arnór sagði að nú styttist óðum í mótið og hann væri ekki í nokkrum vafa um að þetta yrði ofsalega skemmtilegt. „Stemningin hér í góðu og fallegu sumarveðri getur orðið ólýsanleg. Mótið á eftir að verða öllum ógleymanlegt sem hingað koma, ég er sannfærður um það. Við búumst við á bilinu 8-10 þúsund manns en við erum alveg tilbúin til að taka á móti 13-15 þúsund. Við stefnum að því að öll þjónusta verði fyrsta flokks og leggjum mikla áherslu á að við séum þess umkomnir að þjónusta allan þennan fjölda. Þetta erfjölskylduhátíð og allir þættir þurfa að ganga upp þannig að við setjum upp þjónustu bara fyrir þennan atburð sem við þyrftum ekki að gera ef við værum stærri staður. Við leggjum áherslu á þennan þátt og að hann gangi upp. Fyrir fjölskyldufólk sem vill fara og gera eitthvað saman um verslunarmannahelgina þá er ákjósanlegasti kosturinn að koma hingað á Laugar í rólegt og afslappað sveitarumhverfi þar sem öll þjónusta er til staðar. Ég held að þetta geti ekki orðið betri uppskrift. Við verðum tilbúnir og ætlum að taka vel á móti fólki sem kemur hingað,"sagði Arnór Benónýsson, formaður HSÞ. MreT^^u™oX;|gipWgS^Uj¥I|yftTWSSAIÆRWÍ Kafí þTót t anmtTgqThversKvnsIi^ni^^^tM Borgarflöt 15:: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is ■ SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands 17

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.