Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2006, Qupperneq 28

Skinfaxi - 01.05.2006, Qupperneq 28
Sveitarfélagið Þingeyjarsveit: Gönguleiðir Akrar - Vestmannsvatn: Vinsælt er að ganga upp frá Ökr- um í Reykjadal, gegnum skógivaxna austurhlíðina að Vest- mannsvatni. Auðveld ganga. Sörlastaðir - Stóruvellir: Farið er upp hjá Sörlastöðum í Fnjóskadal, um Hellugnúpsskarð, suðaustur um Eyjadal, og komið niður við Stóruvelli í Bárðardal. Góð reiðleið, 2-3 klst. Leiðin er vörðuð. Hækkun um 200 m. Áður talsvert farin. Auðveld ganga. Hálshnjúku r: 627 m hár. Farið er upp úr Vaglaskógi, hjá Efri-Vöglum. Stikuð leið. Þaðan er stórkostlegt útsýni. Auðveld ganga. Gönguskarð-ytra: Gengið er upp frá Ytra-Hóli í norðan- verðum Fnjóskadal og komið niður við Háls í Kinn. Hækkun 200 m. Auðveld leið. Flateyjardalur - Náttfaravíkur: Farið er upp úr Flateyjar- dal með Stórskriðubotnum, um skarð norðan Skálavíkur- hnjúks. Stikuð leið í Naustavík, um Vargsnes. Hækkun um 700 m. Mun fleiri gönguleiðir eru frá Fnjóskadal. Sjá bækling um Fnjóskadal og nágrenni. Bakrangi: Fjall yst í Kinnarfjöllum, 702 m yfir sjávarmáli, við Skjálfandaflóa vestanverðan. Austurhlið Bakranga kallast hins vegar Ógöngufjall en af sjó er það kallað Galti. Hægt er að ganga á fjallið frá Nípá og tekur u.þ.b. 2-3 klst. Frekar erfið leið en gífurlegt útsýni þegar upp er komið. Nípárfossar: Frá Nípá í Köldukinn er gönguleið að Nípár- fossum, fallegum smáfossum. Gengið er sunnan megin Nípár. Frekar auðveld leið, um 1 klst. gangur. Fosssel: Eyðibýli í Fljótsheiði, allangt norðan vegar. Þar er mikið skóglendi, nú friðað af Skógræktarfélagi Þingeyinga. Þaðan er fagurt útsýni yfir Þingey, Skipapoll, Ullarfoss og eyrar og kvíslar Skjálfandafljóts. Hægt er að ganga frá Vaði um Fossselsskóg að Fosshóli og tekur gangan 4-5 klst. Frekar auðveld leið. Barnafell: Hægt er að ganga eftir vegarslóða frá Fremsta- felli norður í Barnafell, austan megin Kinnarfells, að Barna- fossi í Skjálfandafljóti. Auðveld leið, um 2ja klst. gangur. Ljósavatn: Falleg gönguleið er í kringum vatnið en hægt er að ganga gamla vegarslóða sem eru hvor sínum megin vatnsins. Auðveld leið, um 2ja klst. gangur. Sexhólagil: Sexhólagil er um 2-3 km sunnan við bæinn Stóruvelli í Bárðardal. Er hægt að ganga þar upp með gilinu norðanverðu. Skemmtileg leið þar sem fjölbreytt gróðurfar er að finna. Gangan upp gilið tekur u.þ.b. hálfa klst. Kálfborg: Kálfborg nefnist sérkennileg klettaborg úr stuðlabergi skammt norðan við eyðibýlið Brennás á vestan- verðri Fljótsheiði. Hægt er að ganga að Kálfborginni frá Arndísarstöðum í Bárðardal, upp gamla Akureyrarveg svokallaðan, og suður eftir heiðinni. Leiðin að Kálfborg er u.þ.b. tveggja klst. gangur en ekki þarf að labba nema í tæpa klst. í viðbót til að komast að Brennási. Halldórsstaðir - Vestmannsvatn: Vinsælt er að ganga frá Halldórsstöðum í Reykjadal, gegnum skógivaxna austur- hlíðina að Vestmannsvatni. Auðveld ganga. Hvítafell: Hægt er að ganga á Hvítafell beint upp af Lauga- skóla. Gangan tekur um eina og hálfa til tvær klst. Frekar auðveld ganga en þó vel upp í móti. Hólaland: Mjög vinsælt er að ganga meðfram Reykjadals- ánni og um jarðmyndanir í Hólalandi. Auðveld ganga. Narfastaðasel: Frá Narfastöðum í Reykjadal erfremur torfær en skemmtileg leið að rústum Narfastaðasels. Laxárdalur:Gönguleið erfrá Hofsstöðum í Mývatnssveit að Ljótsstöðum í Laxárdal. Farið er norðurfrá Hofsstöðum meðfram Laxá austan megin, yfir brúna við Brettingsstaði og svo vestan megin ár að Ljótsstöðum. Mjög falleg leið er meðfram ánni, fallegur gróður og hraunmyndanir. Einnig er hægt að ganga vegarslóða sem liggur frá Máskoti í Reykja- dal yfir Laxárheiði að Ljótsstöðum. Auðveldar leiðir. 28 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.