Skinfaxi - 01.05.2006, Page 32
Guðbjörg 14 ára og Selma 11 ára, báðar í körfu hjá Fjölni, ætla á Unglingalandsmótið að Laugum ásamt pabba sínum Skúla Unnari Sveinssyni.
Fjölskylduskemmtun á besta tíma ársins
Unglingalandsmót UMFÍ verður að venju haldið um verslunar-
mannahelgina, að þessu sinni að Laugum. Á mínu heimili ríkir
jafnan mikil eftirvænting þegar Unglingalandsmót er í vændum
enda hafa þau mót sem ég hef farið á með dætur mínar verið
gríðarlega skemmtileg og vel heþþnuð. Fyrst fór ég á mótið á
ísafirði 2003 þannig að ég missti af rigningunni í Stykkishólmi
(og hugsa því ekki um Hólminn sem eitthvert rigningarþælil).
Veðrið er trúlega það eina sem getur sett leiðinlegan svip á mót
þessi, en á móti kemur að þeir sem voru í rigningunni í Hólminum
muna örugglega eftir mótinu. Allt annað
er skemmtilegt og ef veðrið er gott er fátt
skemmtilegra en að vera með börnunum
sínum á móti sem þessu.
Þetta erfín útilega fyrirfjölskylduna,
með skemmtilegri blöndu af íþróttum,
og fyrir krakka, sem koma frá stærstu
félögunum, finnst mér þetta kærkomið
tækifæri til að krakkarnir nái betur saman.
Þetta á við um krakka frá mismunandi
félögum og kannski ekki síður um krakka
í sama félagi en úr mismunandi íþróttagreinum. Það er nefnilega
mjög skemmtilegur andi á tjaldstæðinu og þar eru allir saman
og það er af hinu góða. Og ekki skemmir fyrir að halda mótið um
verslunarmannahelgi - það er besti tíminn fyrir mót af þessu tagi.
Fólk leggur hvort sem er gjarnan land undir fót um þessa helgi
og Unglingalandsmótin eru ákjósanlegur vettvangurtil aðfara
með fjölskylduna á, skemmtilegar íþróttir og síðan eru dansleikir
og skemmtanir fyrir krakkana síðdegis og um kvöldið - allt að
sjálfsögðu án vímuefna.
Mót þessi hafa vaxið og dafnað og svo gæti farið að erfitt yrði
að halda þau nema í stærri bæjarfélögum landsins. Bæði þarf að
vera þokkalega góð aðstaða til íþróttakeppninnar sjálfrar og tals-
vert stórt landrými fyrir tjaldbúðir, með tilheyrandi hreinlætis-
aðstöðu. Yngsta dóttir mín man alltaf eftir„súkkulaðikörlunum"á
[safirði, en það voru mennirnir sem komu til að hreinsa útisalern-
in. Þeir stóðu sig frábærlega og hreinlætisaðstaðan þar var flott.
Ég verð svona í lokin að viðurkenna að þegar við fórum á
fyrsta mótið var veðurspáin ekkert allt of góð þannig að ég reyndi,
seint og um síðir, að útvega gistingu vestra en án árangurs.
Fellihýsið var því sett aftan í bílinn og ekið sem leið lá til (safjarðar.
Það var þungbúið alla leiðina og þegar
vestar dró voru vegir rennblautir og menn
því misspenntir fyrir útilegunni. En þegar
við renndum inn á tjaldstæðið var komið
hið besta veður, logn, skýjað og þurrt og
þannig hélst það meira og minna allan
tímann. Alveg frábært mót og það sama
er að segja af mótunum á Sauðárkróki og í
Vík í Mýrdal.
Unglingalandsmótin eru frábær og
forysta UMFÍ á heiður skilið fyrir að koma
þeim á fót. Einhverjar raddir heyrðust fyrst í stað um að slæmt
væri að vera með þau um verslunarmannahelgi, en þær raddir
eru þagnaðar. Lögregluyfirvöld hafa síðustu árin reynt að verða
sér úti um tekjur með því að telja sér trú um að nauðsynlegt sé að
vera með lögreglulið eins og um hefðbundna útiskemmtun um
verslunarmannahelgi væri að ræða.Vonandi þarf ekki að hækka
þátttökugjöldin til að standa straum af þeim kostnaði, enda getur
lögreglan á þeim stöðum þar sem mótin hafa verið haldin örugg-
lega vitnað um að varla er þörf á mjög fjölmennu lögregluliði.
Megi Unglingalandsmótin vaxa og dafna enn frekar. Verslun-
armannahelgarnar næstu fimm árin eru fráteknar á mínu heimili.
Skúli UnnarSveinsson:
Verslunarmannahelgarnar
næstu fimm árin eru
fráteknar á mfnu heimili
32 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands