Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2006, Page 38

Skinfaxi - 01.05.2006, Page 38
Tímasetning þessa við- burðar afar snilldarleg Ólafur Rafnsson var á dögunum kosinn forseti ÍSÍ en áður hafði hann gegnt formennsku hjá Körfuknattleikssambandinu um árabil. Ólafur er lögfræðingur að mennt og rekur Viðskiptastofuna í Hafnarfirði. Eftir að Ólafur var kosinn forseti ÍSÍ hefur hann haft í mörg horn að líta og Ijóst að verkefnin verða ærin á næstunni. Okkur lék forvitni á að fá Ólaf í spjall og slógum því á þráðinn til hans. - Þið fjölskyldan ætlið að bregða undir ykkur betri fæt- inum og skella ykkur á Unglingalandsmótið á Laugum um verslunarmannahelgina. Er það kannski í fyrsta skiptið og eru börnin þín ekki á kafi í íþróttum? „Já, ætlunin er að skella sér í Þingeyjarsýsluna og heimsækja Unglingalandsmótið. Því miður hefur mér ekki áður gefist kostur á að sækja Unglingalandsmót og hlakka ég sannarlega til að fá að upplifa þennan viðburð. Börnin mín þrjú hafa verið í ýmsum íþrótta- greinum í íþróttafélögunum í okkar heimabæ, Hafn- arfirði, en ekkert þeirra er innan vébanda UMFÍ og því hefur ekki komið upp sú staða að þau hafi sótt Ungl- ingalandsmót sem þátttakendur. - Nú eru Unglingalandsmótin að festa sig í sessi sem íþrótta- og fjölskylduhátíð. Hvaða þýðingu hafa þessi mót í huga þínum? „Unglingalandsmót UMFÍ eru fyrirbæri sem erfitt er að sjá neikvæða hlið á. Sem forystumaður í íþrótta- 9.UNGLINGA LANDSMQT UMFÍ Laugum 4.-G. ágúst hreyfingunni hlýt ég að fagna öllum slík- um viðburðum almennt, en aukinheldur virðist mér sem þróun á umgjörð og fram-kvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ hafi verið prýðisgóð og öðruvisi hygg ég raunar að erfitt yrði að halda slíkan stór- viðburð ár eftir ár. Sem íþrótta- og fjöl-sky- Iduhátíð að sumri er um að ræða afar góða viðbót við fjölbreytta íþróttaflóru landsins, og ég tel afar snilldarlegt að tímasetja þennan viðburð um verslunarmannahelgi sem valkost fyrir ungmenni til að leggja fremur grunn að heilbrigðri framtíð sinni í góðra vina hópi og í faðmi fjölskyldunn- ar en að láta freistast af skammtímaglysi misinnantómra útihátiða. Samstarf í góðum málefn- um liggur beint við - Nú hafa ÍSl og UMFÍ ákveðið að vinna sam- an að góðum málum í framtíðinni. Varstu ákveðinn íþvíað stefna að þvíeftir að þú settist ístól forseta ÍSl? „Ég held reyndar að í sjálfu sér hafi aldrei skort á vilja til samstarfs ÍSÍ og UMFÍ og meintar deilur hygg ég að séu að stóru 38 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.