Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.05.2006, Blaðsíða 39
Viðtal við Ólaf Ragnarsson, forseta ÍSÍ: Forystumenn UMFlog ÍSI: Frá vinstri Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ, Björn B. Jónsson formaður UMFÍ, Ólafur Rafnsson forseti ÍSl og Stefán Konráðsson framkvæmdastjóri Isl. leyti ýktar eða byggðar á misskilningi. Um er að ræða tvenn sjálfstæð regnhlífarsam- tök ungmenna- og grasrótarstarfs á íslandi þar sem skjólstæðingar samtak- anna eru að mestu leyti þeir sömu. Ég hef ávallt litið svo á að við höfum ekkert leyfi til þess að eyða kröftum okkar í deilur á kostnað grasrótarstarfsins, og samstarf í góðum málefnum liggur því afar beint við í mínum huga. Efling yfirstjórnar eða regnhlífarsamtaka sem slíkra og hvort heldur þau heita ÍSf eða UMFÍ og verður ávallt að vera með það að leiðarljósi að efla hag skjólstæðinganna. í því felst vitaskuld ábyrg ráðstöfun þeirra fjármuna sem við höfum yfir að ráða og tryggð við okkar skilgreindu starfsmarkmið. Hvorsamtökumsig hafa sín sérkenni sem báðir aðilar verða að virða Hvor samtök um sig hafa sín sérkenni, og báðir aðilar verða að virða þau sérkenni. Sem dæmi má nefna afreks- og landsliðs- starf ÍSI og umhverfis- og menningarteng- da starfsemi UMFÍ. Grasrótin sjálf á svo að skilgreina hvert við stefnum í þessum málaflokkum, en hafa ber í huga að í langflestum tilvikum er um sömu félags- menn að ræða. Samstarf í góðum málum liggur því beint við, og hefur aldrei annað komið til greina af minni hálfu en að leita eftir slíku samstarfi við UMFI'. Við Ste- fán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, höfum þegar átt prýðisgóðan fund með þeim Birni B. Jónssyni, formanni UMFl', og Sæmundi Runólfssyni, framkvæmdastjóra UMFl, og gefur sá fundur ekki fyrirheit um neitt annað en sameiginlega eflingu okkar sameiginlegu grasrótar með samstarfi og gagnkvæmum skilningi. - Þú hefur mikla reynslu og yfirsýn yfir íþrótt- ir í landinu, varst lengi formaður KKl'og ert nú forseti ÍSÍ Hvernig sérð þú framtiðina fyrir þér hvað íþróttir snertir og hreyfingu almenntí landinu? „Ég vona sannarlega að mér auðnist að nýta þann bakgrunn sem ég hef fengið í íþróttahreyfingunni til að leiða stefnumót- un ÍSl í rétta farvegi til framtíðar. Ég lít reyndar svo á að ég sé þiggjandi í þessari hreyfingu, og hafi fyrst og fremst notið þeirra forréttinda að leiðast inn í það heil- brigða félagsstarf sem lagt hefur grundvöll að minni lífssýn og þeim ákvörðunum sem ég hef tekið um mína þjóðfélagsstöðu. Innan hreyfingarinnar hef ég eignast marga góða vini, og sá félagsskapur er ekki síst sá drifkraftur semhvetur stjórnendur hreyfingarinnar áfram. Margir þekkja áhuga minn á íþróttum, og t. a. m. skrifaði ég um 150 pistla um íþróttatengd málefni þegar ég var formaður KKÍ. Vissulega geta einhverjir séð sér leik á borði og kafað ofan í þá pistla nú til að reka framan í núverandi forseta hreyfing- arinnar með bros á vör, en ég vona að ég geti verið trúr þeirri sannfæringu sem þar endurspeglast. Hvað varðar framtíð íslenskrar iþrótta- hreyfingar, þá trúi ég því að vægi hennar muni aukast verulega sem eins mikilvæg- asta tækis samfélagsins til þróunar heil- brigðrar framtíðar ungmenna okkar, og sannarlega til forvarna og uppeldisgilda. Mér hefur fundist íþróttahreyfingin á undanförnum áratugum hafa fengið vax- andi virðingarsess í íslensku þjóðlífi. Fyrir nokkrum áratugum var ekki óalgengt að litið væri á boltaspark, sprikl og hopp sem innantóma leiki, og jafnvel til vanvirðingar við vinnandi fólk. í dag er viðurkennt að þetta er ómissan- di hlekkur í menningu okkar og það eru fáir íslendingar sem stunda nú ekki íþróttir með einum eða öðrum hætti og störf inn- an hreyfingarinnar njóta meiri virðingar en áður vegna breyttra samfélagsaðstæðna. Fátt sameinar eina þjóð meira en stoltið í að fylgjast með afreksfólki okkar og landsliðum á alþjóðavettvangi, og árangur þeirra hefur ekki dregið úr samfélagslegu mikilvægi íslenskrar íþróttahreyfingar. Augu almennings hafa jafnframt opnast fyrir almennu heilbrigði þjóðarinnar og nauðsyn á því að takmarka kostnað fram- tíðarinnar af heilsufarstengdum sjúkdóm- um. Þótt afreksstarf okkar sé e.t.v. sá kjarni sem er sýnilegastur, þá er það skoðun mín að vaxtarbroddur okkar sé ekki síst á vettvangi almenningsíþrótta í framtíðinni, sagði Ólafur Rafnsson. Mér hefur fundist íþrótta- hreyfingin á undanförnum árum hafa fengið vaxandi virðingarsess í íslensku samfélagi SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.