Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2006, Qupperneq 48

Skinfaxi - 01.05.2006, Qupperneq 48
Fréttir úr hreyfingunni... Jóhanna Erla Jónsdóttir sambandsstjóri UMSB Ungmennasamband Borgarfjarðar hélt 84. þing sitt í hátíðarsalnum á Bifröst 22. mars. Þingstörf gengu vel en þingfulltrúar voru yfir 50 talsins. Torfi Jóhannesson gaf ekki kost á séráfram í starf sambandsstjóra og í hans stað var kjörin Jóhanna Erla Jónsdóttir.Torfi verður hins vegar varaformaður. Aðrir í stjórn eru Bragi Rúnar Axelsson, gjaldkeri, Guðrún Ebba Pálsdótt- ir, ritari, og Guðmundur Sigurðsson, varagjaldkeri. Starfið innan UMSB er blómlegt um þessar mundir og líta menn þar á þæ björtum augum fram á veginn. Björn Jónsson, formaður UMF(, Helga Guðjónsdóttir, varaformaður UMFÍ og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFf, voru gestir þingsins. Við það tækifæri sæmdi BjörnTorfa Jóhannesson starfsmerki UMFÍ. Torfi Jóhannesson fráfarandi formaður UMSB ásamt Birni B. Jónssyni formanni UMFÍ.. Góðir gestir sóttu þing USVS á Kirkjubæjarklaustri Sambandsþing USVS var haldið á Kirkjubæjar- klaustri sunnudaginn 19. mars. Þingið sótti 31 fulltrúi frá aðildarfélögum USVS. Margt góðra gesta sótti þingið en það voru þau Flelga Guðjónsdóttir, varaformaður UMFf, Flafsteinn Pálsson, stjórnarmaður ÍSÍ, Gísli Páll Pálsson, formaður FISK og Elín Einarsdóttir, formaður Fléraðsnefndar. Stjórn USVS var kosin sem hér segir: Sædís íva Elíasdóttir formaður en aðrir í stjórn Guðný Sigurðardóttir, Sigurður Gunnarsson, Steina G. Harðardóttir og Þorgerður Einarsdóttir. Skoðunarmenn reikninga eru þeir Guðni Einarsson og Jónas Erlendsson. Á þinginu var tilkynnt val á efni- legasta íþróttamanni ársins og íþróttamanni ársins 2005.Tilnefnd til efnilegasta íþróttamannsins voru þau Ásta Alda Árnadóttir, Flarpa Ósk Jóhannesdóttir, Ólöf Lilja Steinþórsdóttir og Sölvi Firafn Sveinsson. Allt frábært íþróttafólk sem á framtíðina fyrir sér. Fyrir valinu að þessu sinni varð Flarpa Ósk Jóhannesdóttir.Til- nefndar í vali á íþróttamanni ársins voru þær Kristín Lárusdóttir, Kristín Marti Kasparsdóttir og Þórunn Bjarnadóttir. Þrjárfrábærar íþróttakonur og var sannarlega ekki auðvelt að gera upp á milli þeirra en fyrir valinu varð Kristín Lárusdóttir, hestakona úr Kópi. 48 SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags Islands

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.