Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2006, Page 53

Skinfaxi - 01.05.2006, Page 53
Glæsileg umgjörð á danska landsmótinu i f' HA ^ Danska landsmótið 29/6 • 2/7 fór fram í Haderslev Landsstævne áJótlandi dagana HADERSLEV2006 «junM.juh sL Motið, sem er hald- ið á fjögurra ára fresti, er hið stærsta sinnar tegundar í Danmörku en um 30 þúsund keppendur tóku þátt í því. Auk gesta er talið að 50-60 þúsund manns hafi verið á mótssvæðinu þegar mest var. Jóakim prins og danski forsætisráðherrann voru við setningu landsmótsins sem sýnd var beint í danska sjónvarpinu. Einstök veðurblíða var alla mótsdagana, sól skein í heiði og hitinn var um 30 stig. Umgjörð mótsins var einkar glæsileg og allir skemmtu sér konunglega. Glímuflokkur íslands sýndi á mótinu og fékk góðar viðtökur. Þá voru unglingalandsmótsnefndirfrá Kópavogi og Akureyri á mótinu en næsta landsmót verður í Kópa- vogi 2007 en þar á eftir á Akureyri 2009. „Það var mikil upplifun að koma á þetta mót, stemn- ingin alveg einstök. Það var eftirtektarvert að sjá hvað allir skemmtu sér vel og öll skipulagning á svæðinu var til fyrirmyndar. Það er alveg Ijóst að við gætum lært margt af Dönunum við skipulagningu og dagskrárgerð á svona mótum. Landsmótsnefndirnar fengu eflaust fullt af hug- myndum sem þær munu síðan nota við undirbúning sinna móta," sagði Valdimar Gunnarsson, landsfulltrúi UMFÍ, sem upplifði danska landsmótið í fyrsta sinn. íþróttakveðjur á Unglingalandsmótið að Laugum Hittumst hress að an á Höfn í Hornafirði usu Qö Ungmennasambandið ^AFJÖ^ Úlfljótur SKINFAXI - tímarit Ungmennafélags (slands 53

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.