Skinfaxi - 01.02.2007, Síða 5
Bjöm B. JáHAWK, jvrwuíðuy UMFÍ:
Gefðu barninu þínu
tækifæri til að vera með
Um miðjan nóvember síðastliðinn
kom saman stór hópur ungs fólks
í Smáralind í Kópavogi og ýtti af
stað nýju forvarnaverkefni sem
Ungmennafélag (slands stendur
að í samstarfi við Lýðheilsustöð.
Þetta verkefni er sett af stað sem
nokkurs konarframhald affor-
varnadeginum 28. september s.l.
sem forseti (slands stóð að ásamt nokkrum félagasamtökum og fyrir-
tækjum. Nýja verkefnið mun standa yfir í nokkur ár og er því ætlað að
höfða til ungs fólks í grunnskólum og framhaldsskólum. Nú þegar hafa
12 klúbbar verið stofnaðir og fleiri eru í bígerð.
Eitt verkefnið enn, hugsa margir. Jú, það er rétt, en það er ekki sama
hvernig staðið er að hlutunum og heldur ekki sama hvernig verkefni eru
hugsuð. Forvarnaverkefnið„Flott án fíknar" er sett af stað með nýrri
nálgun og nýjum markmiðum sem lítt hafa verið reynd hjá okkur. Unnið
er á jákvæðan hátt með ungu fólki og sjónum beint að þeim sem eru nú
þegar til fyrirmyndar og eru án tóbaks, víns eða annarra enn skæðari og
hættulegri fíkniefna. Krakkarnir stofna klúbba og vinna á þann hátt saman
að sínum markmiðum. Enginn er þvingaður til að vera með en þó eru það
aðeins þeir sem vilja undirrita markmið sitt um að vera án vímuefna, sem
geta orðið þátttakendur, eins og sjá má á heimasíðu verkefnisins
www.flottanfiknar.is.
Ég óska verkefnisstjóra og hugmyndasmið að verkefninu, Guðrúnu
Snorradóttur, til hamingju með að koma þessari nýju nálgun í forvarna-
málum af stað og um leið skora ég á alla vel hugsandi uppalendur að
skoða þessa nýju leið til að koma í veg fyrir að börn og ungmenni lendi á
glapstigum eiturefna. Gefðu barninu þínu tækifæri til að vera með í„Flott
án fíknar." Það gæti borgað sig.
Hvatningarverðlaun UMFÍ
hvetja okkur enn frekar til dáða
„Það var uppörvandi fyrir félagið að fá hvatn-
ingarverðlaun UMFl. Þetta er mikil viðurkenn-
ing og hvetur okkur enn frekar til dáða. Þeir
fá þessa viðurkenningu sem eiga hana skilið,
aðrir ekki. Það eru margir að vinna gott starf
innan ungmennafélagshreyfingarinnar og
eru eflaust vel að því komnir að fá hvatning-
arverðlaunin. Það er unnið kraftmikið og
metnaðarfullt starf innan félagsins og deildir
eru Fyrirmyndardeildir ÍSÍ. Það sýnir stöðug-
leika í félaginu að ekki hafa orðið miklar
breytingar í aðalstjórn," sagði Einar Haralds-
son, formaður Keflavíkur íþrótta- og ung-
mennafélags, í samtali við Skinfaxa.
Einar sagði að á næstunni stæði upp úr
bygging á nýju félagsheimili og að ennfremur
stæðu til endurbætur á knattspyrnusvæðinu
Einar Haraldsson formaður Keflavíkur íþrótta-
og ungmennafélags tekur við Hvatningarverð-
launum UMFl.
við Hringbraut.„Við erum að skoða um þessar
mundir, að visu er ekki komin stjórnarsam-
þykkt fyrir því, að félagið fái aðgang að sín-
um eigin lögfræðingi. Hann stæði öllum
deildum til boða og ef þetta gengi eftir þá
yrði deildum skylt að fara með öll sín mál þar í
gegn. Þessi áform miða að betri og markviss-
ari stjórnun. Þá stendur fyrir dyrum að upp-
færa lög félagsins og færa þau í nútímalegra
form."
Einar var inntur eftir því hvort Keflvíkingar
ætluðu ekki að fjölmenna á Landsmótið í
Kópavogi í sumar.„Að sjálfsögðu stendur það
til. Við höfum í huga að senda öflugt lið til
þátttöku en það verður mjög spennandi að
fara á þetta mót í Kópavogi á 100 ára afmæli
UMFl," sagði Einar að lokum.
SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 5