Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.2007, Side 12

Skinfaxi - 01.02.2007, Side 12
Mikið frjálsíþróttaefni frá Reykjum í Hrútafirði: Margt ungt frjálsíþróttafólk hefur verið að koma fram í sviðsljósið undanfarin misseri. Á síðustu vikum hefur hvert mótið rekið annað við fyrsta flokks aðstæður í nýju frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Það er alveg deginum Ijósara að þessar aðstæður í Laugardalnum hafa knúið fram betri árangur hjá flestum einstaklingum og eflaust líka ýtt undir áhuga ungs fólks á að hefja æfingar í frjálsum íþróttum. Eins áður sagði er nokkuð um bráðefnilegt ungt fólk í dag og í þeim hópi er Helga Margrét Þorsteinsdóttir, 15 ára gömul stúlka úr USVH, en hún býr með foreldrum sínum á Reykjum 2 í Hrútafirði. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi geðþekka stúlka vakið mikla athygli fyrir árangur sinn og vilja margir meina að hún sé í hópi efnilegustu stúlkna sem fram hafa komið um árabil hér á landi. Helga gerir sjálf ekki mikið mikið úr árangri sínum. „Mitt markmið er að gera mitt besta hverju sinni/'eins og hún komst að orði þegar Skinfaxi hitti hana að máli á dögunum. Helga Margrét krækti sér í silfurverðlaun á Norðurlandamóti 18 og yngri í fyrra og á mótum í vetur hefur þessi stúlka slegið hvert meyja- og stúlknametið á fætur öðru. Skinfaxi hitti Stefán Jóhannsson, frjálsíþrótta- Qtvi b&stci fumju íúuvi þjálfara, að máli á einu frjálsíþróttamótanna sem haldin hafa verið í vetur. Hann segir Helgu Margréti vera geysilegt efni og ef rétt verði á spilum haldið eigi hún eftir að ná langt. „Helga Margrét er tvímælalaust eitt mesta efnið sem komið hefur fram hér á landi síðstu ár,"sagði Stefán Jóhannsson, þjálfari hjá Fjölni/ Ármanni, við Skinfaxa á dögunum. - Hvað ætli hafi ráðið því að Helga Margrét fór að æfa frjáisar iþróttir? „Ég man eftir því, frá því að ég var lítil stelpa, að vera á hlaupum eða stökkva yfir eitthvað. Við systkinin vorum öll í íþróttum svo að ég kynntist þessum heimi mjög snemma. Samhliða frjálsum íþróttum æfði ég einnig körfubolta allt fram á síðasta haust en þá ákvað ég að einbeita mér alfarið aðfrjálsum íþróttum og leggja körfubolt- ann til hliðar. Ég gat ekki verið í þessu hvoru- tveggja öllu lengur," sagði Helga Margrét. f dag er Helga Margrét að æfa 6-7 sinnum í viku, tvo tíma í senn, en á undirbúningstímabil- inu æfir hún fleiri tíma á dag. Á veturna æfir hún inni í íþróttasalnum á Laugabakka í Miðfirði en þar leggur hún einnig stund á nám, en lýkur vistinni þar þegar 10. bekknum lýkur í vor. Þjálfarinn hennar nyrðra er Guðmundur Hólmar. - Hvað tekur við hjá Helgu Margréti þegar skólagöngunni lýkur á Laugabakka? „Ég er ákveðin í að fara suður. Ég gæti alveg farið í framhaldsskóla hér fyrir norðan en aðstæður til æfinga og keppni eru fyrsta flokks fyrir sunnan og þangað er ég að fara. Ég get varla beðið eftir því að fara suður, svo mikið hlakka ég til. Ef markmiðin mín ganga eftir ætla ég að setjast á skólabekk í MH. Ég er full til- hlökkunar að fara í nýtt umhverfi, setjast í nýjan skóla og æfa við góðar aðstæður," sagði Helga Margrét. Þegar hún var spurð út í það hvort hún ætti sér einhverjar fyrirmyndir sagði hún að Vala Flosadóttir hefði verið fyrirmynd sín á yngri árum, en í dag kæmu margir til greina í þeim efnum. Hún segist yfir höfuð fylgjast vel með frjálsum íþróttum og allri umfjöllun um þær. Hún segist alls ekki missa af því þegar frjálsar íþróttir eru í sjónvarpi. Aðspurð hvernig henni litistá aðstæðurnar sem frjálsíþróttafólk byggi við á landsbyggðinni sagði hún að þær væru að mörgu leyti ágætar. Hvað inniaðstöðuna varðaði þá væri hún alls ekki nógu góð. Útiaðstaðan væri aftur á móti mjög góð sums staðar og þá alveg sérstaklega fyrir sunnan og eins á þeim stöðum sem Ungl- ingalandsmótin hefðu verið haldin. - Sérðu þig eingöngu sem sjöþrautarmann- eskju i framtiðinni? „Já, ég myndi segja það þangað til annað kemur í Ijós. Ég get ekki gert upp á milli greina eins og staðan er í dag," sagði Helga Margrét. Helga Margrét var innt eftir því í lokin hvort hún væri búin ákveða í hvaða félag hún færi þegar hún kæmi suður. „Ég er ekki alveg búin að kveða upp úr með það. Það eru tvö félög sem koma til greina en ég mun ákveða mig fljótlega," sagði hin efnilega Helga Margrét Þorsteinsdóttir. + ♦ 4 12 SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags Islands

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.