Skinfaxi - 01.02.2007, Síða 15
Laugtuvt:
Aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt
Vikuna 5.-9. mars dvöldu í Ungmenna- og tómstundabúðunum Heppuskóli á Höfn, grunnskólarnir á Eyrabakka og Stokkseyri, og grunnskólinn á Hofsósi.
Ungmenna- og tómstundabúðirnar að
Laugum er eitt af verkefnum sem Ungmenna-
félag íslands stendur fyrir. Búðirnar hófu form-
lega starfsemi sína í janúar 2005 með þáttöku
9. bekkinga úr Búðardal,Tjarnarlundi í Saurbæ,
Varmalandsskóla og grunnskólanum í Borgar-
nesi. Síðan hafa fjölmargir skólar heimsótt búð-
irnar og er óhætt að segja að rekstur þeirra sé
kominn í fastar skorður. Að Laugum er aðstaða
öll hin glæsilegasta fyrir verkefni sem Ung-
menna- og tómstundabúðirnar eru; heimavist
sem nú rúmar um 70 nemendur, fullbúið mötu-
neyti, íþróttahús, glæsileg 25 m sundlaug með
heitum potti, kennslustofur og rými fyrir afþrey-
ingu og klúbbastarf, auk þess sem Byggðasafn
Dalamanna er á staðnum. Innangengt er um
allt húsnæðið á Laugum þannig að enginn þarf
að fara út nema til útivistar og annarra sérstakra
viðburða utandyra.
Sex starfsmenn vinna við búðirnar en for-
stöðumaður er Anna MargrétTómasdóttir. Hún
segir að síðasti hópurinn sé skráður 16. maí en
nokkrir skólar eru að skoða þann möguleika að
dvelja síðustu vikurnar í mai.
Langflestir skólarnir
koma aftur og aftur
„Það er búið að ganga svakalega vel í vetur og
aðsóknin hefur verið mjög góð. Það er almenn
ánægja hjá nemendum og kennurum sem
hingað koma og langflestir skólarnir koma aftur
og aftur. Við getum sagt að það sé komin hefð
á rekstur búðanna, allir skólar vita af okkur og
aðsóknin hefur aukist jafnt og þétt. Krakkar, sem
ekki hafa komið áður, hafa þrýst á sina skóla að
koma því að það hefur spurst út að hér sé unnið
gott og spennandi starf," segir Anna Margrét.
Hún segir það mjög gefandi að starfa við
búðirnar. Bókanir eru þegar farnar að berast fyrir
næsta vetur en Anna Margrét segir að fullt skrið
komist á bókanir með vorinu.
SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 15