Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.2007, Qupperneq 16

Skinfaxi - 01.02.2007, Qupperneq 16
83. ársþwuj UMSK í SmÁramAMt Kóptwvjí 15. j-ebriiar: Mörg spennandi verkefni fram undan hjá UMSK ( WH -< pr 83. ársþing UMSK var haldið í Smáranum í Kópavogi 15.febrúar og sátu 61 þingfulltrúar þingið. Að sögn Birgis Ara Hilmarssonar, fram- kvæmdastjóra UMSK, var þingið vinnusamt. I upphafi þingsins var samþykkt að sleppa nefndum og bera þess í stað tillögur beint upp og vinna í eins konar málsstofu. Þingstörf gengu vel fyrir sig og skil- aði starfsemin svolitlum hagnaði á árinu 2006. Mörg spennandi verkefni eru fram undan og ber þar hæst Risa- landsmótið í Kópavogi í sumar. Engar breytingar urðu á stjórn UMSK. Þess má geta að Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK, gat ekki setið þingið sökum veik- inda. Björn B. Jónsson, formaður UMFl, sæmdi Bjarna Gauta Þórmunds- son starfsmerki UMFi'. Aðrir sem heiðraðir voru fyrir störf sín voru eftirtaldir: Félagsmálaskjöldur UMSK Snorri Olsen, Stjörnunni Snorri hefur verið formaður Stjörnunnar í sjö ár en áður hafði hann verið varafor- maður frá árinu 1993. Auk starfa sinna fyrir Stjörnuna hefur Snorri á þessum árum verið virkur fulltrúi á þingum fyrir UMSK og tekið að sér fjölda trúnaðar- starfa fyrir íþróttahreyfinguna. Dansbikar UMSK Freyr Hafsteinsson og Denise Margrét Yaghi, Hvönn Haukur og Denise eru eitt allra sterkasta par í dansinum hér á landi. Á árinu urðu þau íslandsmeistarar í sígildum og suður-amerískum dönsum í sínum ald- ursflokki. Einnig urðu þau íslandsmeist- arar í sígildum dönsum 19 ára og eldri. Þau tóku þátt í opnu móti í Kaupmanna- höfn á árinu og náðu þar góðum árangri. Fimleikabikar UMSK Sif Pálsdóttir, Gróttu Sif er (slandsmeistari í fjölþraut, á tvíslá og í gólfæfingum. Hún varð Norður- landameistari í fjölþraut og á tvíslá og varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að verða Norðurlandameistari í keppni fullorðinna. Sif vann einnig til tveggja silfurverðlauna á NM. Frjálsíþróttabikar UMSK Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki Kári er einn allra sterkasti frjálsíþrótta- maður landsins í dag. Hann setti fjölda íslandsmeta á árinu og er einn af burð- arásum frjálsíþróttaliðs Breiðabliks. Sundbikar UMSK, Arnar Felix Einarsson, Breiðabliki Arnar átti stigahæsta sund einstaklings innan UMSK á árinu, 697 stig fyrir 50 m bringusund. Þetta sund synti hann á ÍM í nóvember og hafnaði þar í 3. sæti í úrslitum. Skíðabikar UMSK Sindri Már Pálsson, Breiðabliki Sindri keppti í svigi og bruni á Ólympíu- leikunum ÍTórínó á síðasta ári. Hann var fyrstur íslenskra karla til að keppa í bruni í 46 ár. Honum gekk vel í brunkeppninni en krækti í sviginu og lauk þar með ekki keppni í svigi. Sindri Már er einnig sönn fyrirmynd og ávallt hjálplegur í starfi skíðadeildarinnar. UMFÍ-bikarinn P- 7 fimleikahópur Gerplu Hópurinn vann til silfurverðlauna á Evrópumeistaramóti í hópfimleikum kvenna íTékklandi í nóvember á þessu ári ásamt því að verða bæði íslands- og bikarmeistari á árinu. Afreksbikar UMSK Arnar Sigurðsson, Tennisfélagi Kópavogs Arnarvarð (slandsmeistari 10. árið í röð í sumar í einliða- og tvíliðaleik. Arnar var meðal allra bestu skólatennisleikara í Bandaríkjunum á árinu en hann stund- aði þar nám í líffræði. Hann vann sitt fyrsta atvinnumannamót í tvíliðaleik og hefur hækkað sig um 800 sæti á heims- lista á fáum mánuðum. Gullmerki: Margrét Bjarnadóttir, Glóð Margrét hefur í gegnum árin verið afar virk í störfum innan UMSK. Hún var einn af frumkvöðlum íþróttafélagsins Gerplu og var formaður Fimleikasambandsins um árabil. í dag er hún enn við störf fyrir sambandið en hún hefur tekið að sér að sjá um íþróttir eldri ungmennafélaga á Landsmótinu í sumar. Auk þess er hún á fullu í starfi íþróttafélagsins Glóðar í Kópavogi. Silfurmerki: Einar Vilhjálmsson, Breiðabliki Einar hefur um langt árabil unnið mikið bæði fyrir Breiðablik og sambandið. Hann hefur verið dugmikill félagi Skíða- deildar ásamt því að vera einn af aðal- tjöldurum UMSK. Konráð Konráðsson, Breiðabliki Konráð er öllum Blikum kunnur, hann hefur starfað með knattspyrnudeild um árabil og hefur ávallt verið til taks á hliðarlínunni hjá meistaraflokki. Starfsmerki: Merki þetta er veitt þeim einstaklingum sem unnið hafa af trúnaði mikil og góð störf fyrir sambandið eða aðildarfélögin. Merkið er veitt nokkrum einstaklingum í þetta skipti fyrir góð störf, margir koma til greina við veitingu merkisins en því miður hljóta það færri en eiga skilið. Bóel Kristjánsdóttir, Aftureldingu Hallur Birgisson, Aftureldingu Þorsteinn Sigvaldason, Aftureldingu Arnþór Sigurðsson, Breiðabliki Böðvar Örn Sigurjónsson, Breiðabliki Atli Þórsson, Breiðabliki Indriði Jónsson, Breiðabliki Magnús Gíslason, HK t * V SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.