Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.02.2007, Blaðsíða 23
Frá undirritun samninga við styrktaraðila 25. Landsmóts UMFÍ. Risalandsmóts Menningarhátíð Kópavogs Á föstudeginum 6. júlí hefst menningarhátíð bæjarins kl. 17 með ýmsum viðburðum á menningartorfunni, en þar verða Náttúrufræðistofa, Bókasafnið, Salurinn og Gerðarsafn með skipulagða dagskrá. Landsmót er stórhátíð Dagskrá Landsmótsins byggir á hefðbundnum keppnisgreinum Landsmóta. Þær eru blak, borðtennis, bridds, dans, fimleikar, frjálsar íþróttir, glíma, golf, handknattleikur, hestaíþróttir, íþróttir fatlaðra, knattspyrna, körfuknattleikur, skák, skotfimi, sund og siglingar. Einnig verður keppt í starfsíþróttum, þ.e. gróðursetningu, jurtagreiningu, lagt á borð, pönnukökubakstri, stafsetningu og starfshlaupi. Mótið er hátíð sem félagarnir sjálfir vinna að með þjálfun sinni og undirbúningi. Að komast á Landsmót er takmark sérhvers félaga í hreyfingunni. Landsmótið er stórhátíð og til þess að undirbúningur takist sem best er hvatt til virkrar þátttöku og samstöðu allra sem koma að málefnum hreyfingarinnar. Mótið verður það stærsta og glæsilegasta sem haldið hefur verið. Allar fréttir munu fara inn á heimasíðu Landsmótsins www.umsk.is/landsmot og verður hægt að fylgjast þar náið með því sem er að gerast á hverjum tíma. Þann 1. febrúar var opnuð skrifstofa Lands- mótsnefndar að Dalsmára 1, við Smáraskóla, og eru allir velkomnir í heimsókn. Sögusýning í tilefni 100 ára afmælis Ungmenna- félags íslands (tilefni 100 ára afmælis UMFÍ verður efnt til sögusýningar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni. Á Hálsatorgi verða tónleikar fyrir alla aldurshópa og um kvöldið verður nördalandsleikur milli (slendinga og Dana á Kópavogsvelli. Keppni heldur áfram á laugardeginum og lýkur að mestu kl. 17. Bæjarhátíðin hefst kl. 13, en þá mun Kóþa- vogsdalurinn iða af mannlífi og uppákom- um. Um kvöldið verða útitónleikar í Smára- num með Bubba, Lay Low og ýmsum fleiri. Mótsslit verða á sunnudeginum kl. 15. SKINFAXI - tímarit Ungmannafélags íslands 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.